Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 46
Reymond Burr eins og við þekkjum hann úr sjónvarpsmyndaflokkn- um um Ironside. Hann leikur Jóhannes 23 Raymond Burr hefur lokið við að leika í kvikmynd, sem hlotið hefur nafnið „Maður að nafni Jó- hannes”, en þar lék hann Jó- hannes páfa 23. Raymond, sem þekktastur er fyrir leik sinn i sjónvarpsmyndaflokkunum um Perry Mason og Ironside, var mikill aðdáandi páfans og var fjórum sinnum gestur hans. Það er ótrúlegt, hve tæknimönnum hefur tekist vel að breyta útliti Raymonds, svo að hann er nauða- likur Jóhannesi, sem var einn dáðasti páfi allra tima. Myndin fjallar einnig um æfi Jóhannesar, áður en hann varð páfi, en þá hét hann Angelo Roti- calli og var erkibiskup i Tyrk- landi. Þá bjargaði hann 647 Gyöingabörnum frá Þýzkalandi á skipi og skirði þau til kaþólskrar trúar. Hann gat sér töluverða frægð fyrir þetta tiltæki og önnur i svipuðum dúr. Þetta atriði er meðal þeirra, sem Irski biskupinn Thomas Ryan hefur aðstoðað við aö yröu kvikmynduð á sem líkastan hátt og þau gerðust, en hann var einkaritari Jóhannesar páfa 23. og einn nánasti samstarfsmaður hans, á meðan hann hét Angelo Roncalli. Raymond Burr telur þessa kvikmynd til þcss bezta, sem hann hefur gert og það fylgir sög- unni, að honum láti ekki siður vel að túlka páfann góðhjartaða, en lögmennina sem berjast fyrir þvi að réttlætinu sé fullnægt. * Hann er vart þekkjan- legur I þessu gervi. Þó að Ironside og Jóhannes séu ekki beinlinis likir, vann Raymond Burr samtimis að kvikmynd- inni um páfann og gerð Ironside-þáttanna. 46 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.