Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 20

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 20
I FRAMHALDSSAGA EFTIR ETHEL GORDON Annar hluti Fyrstu kynni mín af f jölskyldunni eru nokkuð óljós, eins og i móðu. Þegar við sátum i hálfrökkrinu i bókastofunni eftir miðdegisverðinn var ég hálf sljó og þreytt og gat ekki fylgzt vel með samtalinu. En þegar Ernst kom inn, breyttist andrúmsloftið. Það var eitthvað hatursfullt, sem fylgdi honum. Þegar við ókum til Sanders Hall, spurði Charles mig aftur og aftur, hvort ég iðraðist ekki eftir ákvörðun mina og hann benti mér á, að ennþá hefði ég möguleika á að hætta við allt saman. En ég var ákveðin, ég ætlaði ekki að skipta um skoðun. Hann varð að skilja að ég var jafn ákveðin i að fá þetta starf, eins og hann var ákafur i að fá mig til þess. Eg hafði það á tilfinningunni, að þetta starf hentaði mér vel. Ég hafði að visu ekki séð Joan, kon- una hans, en ég gat gert mér i hugarlund hvernig hún væri. og mér var ljóst, að hann var mjög nákvæmur með framkomu fólks, sem hann vildi hafa i kringum sig. Þrátt fyrir siða hárið á mér og frekar fátæklegan klæðaburð, sem passaði mjög vel i umhverfið i Greenwich Village, þá var mér samt ljóst að hann fann að ég var sæmilega upp alin og kunni að koma fram. Ég held lika að það hafi ráðið miklu, að ég fann að það votu ekki eingöngu peningarnir og að- stæður hans, sem gerðu hann svo aðlaðandi og traustvekjandi. Samt læddist að mér sá grunur, að á bak við þetta rólega útlit væri hann ástriðufullur og litrikur persónuleiki.- En ég var samt ekki svo töfrum slegin, að mér væri ekki ljóst, að ég var búin að brjóta allar brýr að baki mér og gat alls ekki snúið við. Ég hafði lika sópað svo vand- lega yfir spor min, að það yrði ekki auðvelt að finna mig. Ef Charles Sanders dytti i hug, að aka inn á eyðilegan stað og myrða mig þar, þá myndi enginn setja það I samband við hann,. Það er að segja, ef einhver fyndi mig þá, þvi það saknaði min enginn. Ég hefði kannski átt að vera svolitið varkárari, en þegar ég leit út undan mér og horfði á Charles, var ég viss um að ég hafði gert það rétta. — Ég var búinn að lofa þvi að segja yður hversvegna það er svo mikilvægt, að þér verðið hjá okk- ur allan timann, og hversvegna það væri óþægilegt að eiginmaður yðar kæmi fram á sjónarsviðið, sagði hann. — Eruð þér eitthvað hugsandi út af þvi? — Ég . . . — Þaö er liklega bezt að ég segi yður alla söguna nú. Þér fáið 20 VIKAN 31.TBL. hvort sem er áð vita það. Hann hikaði svolitið og ég hugsaði hvort hann væri nú að yfirvega hve mikið hann ætti að segja mér. — Joan þarf að hafa hjá sér manneskju, sem hún getur treyst. Hafi hún veitt einhverjum vináttu sina, einhverjum, sem svo yfirgæfi hana, yrði það henni meiri raun en þér getið látið yður dreyma um. Þessvegna er það kannski eins gott, að þér endur- skoðið ákvörðun yðar, hvort þér eigið að hætta á það að búa hjá okkur. — Ég skil. Ég var þurr i kverk- unum, svo rödd min var liklega vesældarleg. Ég var hrædd, en samt ekki vegna þess sem hann sagði, heldur vegna þess hvernig hann sagði það. Mér fannst óljóst, sem hann hefði ekki sagt mér sannleikann. — Þér þurfið að vita eitthvað um fjölskylduna lika, hélt Charles áfram og nú i annarri tóntegund. Allt þetta leyndardómsfulla var horfið. Ég varð að vera róleg og láta ekki hugmyndaflugið hlaúpa i gönur með mig. Það var lika ósennilegt að ættleiðingaskrif- stofan hefði ráðlagt mér þetta, ef frúin þar hefði ekki verið viss um, að allt væri i lagi. Nei,' sagði ég við sjálfa mig, Frú Smith hefði aldrei hætt á að skjólstæðingar hennar lentu i einhverjum ógöng- um. — Hafið ’ þér heyrt talað um Bright Rivers niðursuðuvörurn- ar? Þetta var tæpast spurning, enda veit ég ekki hve margar dós- ir af Bright Rivers niðursuðumat ég hafði opnað um ævina. ■ — Það er verksmiðjan okkar. Afi minn stofnaði fyrirtækið og faöir minn gerði það að þvi sem það er i dag. Við erum þrjú syst- kin, ég, Ernest bróðir minn og Frances systir okkar. Móðir min er látin og við erum öll gift. Þegar faðir okkar tók að eldast og fyrir- tækið var honum ekki lengur allt i öllu, fór honum að leiðast i stóra húsinu hans afa og vildi fá fjöl- skylduna heim aftur. Þá gerði hann okkur tilboð, ja, reyndar var það skipun, um að við flyttum öll heim aftur. Og sá harðstjóri sem hann er, lét hann jafnvel setja þá skilmála i erföaskrá sina, aö öðrum kosti gerði hann okkur arf- laus, svipti okkur lagalegum erfðarétti okkar. — Frances var mjög ánægð yfir þvi að flytja heim, hélt hann áfram eftir stundarkorn. Hún er nú orðin mjög nákomin föður okk- ar. Við borðum miðdegisverð saman á hverju miðvikudags- kvöldi og að sjálfsögðu á sunnu- dögum og tyllidögum fjölskyld- unnar. Faðir okkar er mjög ánægður yfir að hafa barnabörn sin hjá sér og hann hefur látið gera barnaleikvöll bak við húsið, svo hann geti setið á veröndinni og horfa á þau að leik. Hann er lamaður, eftir tvær heilablæðing- ar. Charles þagnaði og hrukkaði ennið. — Það var eftir slysið með Elizabeth, sem hann fékk siðari blæðinguna, þá, sem lamaði hann. — Slys? hvislaði ég. — Húsið okkar er mjög af- skekkt við ströndina, sagði hann. — Börnin hijfa enga leikfélaga, enga nábúa og til þess að þeim fyndist ekki þau vera afskipt, þá lét pabbi gera þennan stóra leik- völl. Þar voru rólur og allskonar leiktæki. Leikvöllurinn er um- luktur reglulegu völundarhúsi úr eðalgreni, sem garðyrkjumaður- inn hefur svo lystilega plantað. Þar er lika óskabrunnur . . . Rödd hans dó út og ég sá hvern- ig slagæðin á hálsi hans tútnaði út. — Þetta er ekki venjulegur brunnur. Það er aðeins hálfs met- ers vatn á botninum, en nóg til þess að börnin geta rennt niður' smáfötu til að ná i svolitla skvettu af vatni. En Elizabeth var aðeins þriggja ára. — Hver var Elizabeth? — Dóttir Ernest og Söru, kon- unnar hans. Ég skil ekki hvernig hún gat klifrað upp á brúnina og dottiö niður I brunninn, en hún- var svo fjörugt barn og snör i snúningum. Hún var eins og kátur fjallalækur, mjög óvpnjulegt barn. Hún hlýtur að hafa rotast strax, skollið á brúnina. Hún var HÆTTl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.