Vikan - 13.09.1973, Síða 6
SPANGAREIÐI
Ábjörtum sumardögum ómar loftið yf-
ir Spangareiði. Þar er allt vafið i blóm-
skrúði. Þótt jarðirnar séu litlar, lætur
fólk það eftir sér að leggja skák undir
garða, þar sem ræktuð eru skrautblóm
og aldintré. Spangareiði er líka eitt af
elztu byggðarlögum Noregs þar geymast
arfsagnir og siðir frá elztu timum.
Leiöin út yfir Liðandisnes er
likust ævintýri. Þar mætir auga
ferðamannsins ýmist fagurblátt
haf eða landslag, sem er svo sér-
kennandi fyrir Suður-Noreg, að
sá sem hefur farið þessa tiu — tólf
kilómetra, þarf ekki frekar vitn-
anna við. Vegurinn liðast yfir
lyngi vaxnar heiðar, niður á frið-
sælar fjörur kringum lognkyrra
voga og framhjá blómlegum
bóndabýlum.
Og allt þetta tilbreytingarrika
náttúrufar finnum við svo aftur i
einu og sama byggðarlagi,
Spangareiði, og það er eins og
nafnið sjálft endurómi yndis-
þokka Suður-Noregs, og enginn
sem fær augum litið þessa litlu
byggð á sólbjörtum sumardegi
getur neitað þvi, að þar sé ómur i
lofti.
Spangareiöi er allt eitt blóma-
haf, þvi aö þótt jarðirnar séu litl-
ar er ekki horft i það að taka
skika undir blómabeö, aldintré,
skrautrunna og grasflatir. Frá
náttúrunnar hendi er sveitin lika
næstum eitt samfellt gróðurhús.
Jarðvegurinn er sandborinn og
frjósamur á flatlendinu, og um-
hverfis byggðina risa brött fell, á
annað hundrað metra há, sem
endurkasta sólarljósinu á gróður-
lendið.
Kirkjan á Spangareiði er stein-
kirkja frá miööldum meö seinni
tima viðbyggingu úr timbri.
6 VIKAN 37. TBL.
Það vorar snemma á Spangar-
eiði og hlýir haustvindar blása
þar oft löngu eftir að vetur hefur
tekið völd i öðrum héruðum
Noregs. Þetta þarf revndar engan
að undra, þvi að Spangareiði er
syðsta byggð Noregs, og þar má
gera ráð fyrir 6 klst. sólskini um
háveturinn á heiðrikjudögum.
Jarðvegurinn á Spangareiði er
m.a. vel fallinn til kartöflurækt-
ar, og áður fyrr átti hvert býli
sinn eiginn bát, sem var kallaður
„bæjarbátur” eða „kartöflubát-
ur”, og var notaður til að flytja
kartöfluuppskeruna á markað i
„bænum”. En „bærinn” var ým-
ist Mandal, Kristiansand eða
Arendal.
Ibúar Spangareiðis hafa frá
alda öðli stundaö fiskveiðar af
einhverju tagi ásamt landbúnaði.
Framan af voru það einkum lax-
og silungsveiðar, en á öldinni sem
leið fóru menn á opnum bátum
frá Spangareiði til Haugasunds til
vetrarsildveiða. A siðari árum
hafa þeir einkum veitt humar, en
einnig stundað fiskveiði innan
skerjagarðsins.
Miðbik Spangareiðis nefnist
Höllen. Þar er margt nýbygg-
inga, en af gömlum húsum má
nefna kirkjuna, sem er stein-
kirkja frá miðöldum með seinni
tima viðbyggingu úr timbri. En
elzta byggðin á Spangareiöi er
svokallað Gare-hverfi. Þar
standa ibúðarhúsin hlið við hlið
eins og i nýtizku einbýlishúsa-
hverfi, og vita öll út að sjónum.
Peningshúsin eru að bæjarbaki.
Þessi byggingarmáti er táknrænn
fyrir byggöarlag, þar sem ibú-
arnir hafa lifað af sjávarafla öðr-
um þræði frá ómunatiö.
Fram á okkar daga var sjórinn
að heita mátti eina samgönguleið
Spangareiöisbúa til annarra