Vikan - 13.09.1973, Side 9
Allt i einu heyröi flóttafólkiö skip-
unina, sem þaö haföi óttazt allan
timann.
hátt, en allt hefur komiö fyrir
ekki.
Þaö er þó vitaö meö vissu, aö
Fersen faldi sig i Tuilerihöllinni
nóttina á milli 13. og 14.
Febrúar. Það kemur ber-
lega i ljós við lestur dagbókarinn-
ar og aö öllum likindum hefur
hann dvalizt 1 herbergjum drottn-
ingarinnar, þvi aö hann hittir ekki
konunginn fyrr en siðdegis daginn
eftir. Klukkan hálf tiu fór hann úr
höllinni.
9:30 je la quittiii skrifar hann i
dagbókina. Þaö getur ekki þýtt
nema eitt, aö hann notar kven-
kyns persónufornafn. Ég fór frá
henni. Fór konungurinn á undan
Fersen, eöa hugsaöi Axel ein-
göngu um drottninguna á þessu
augnabliki? Sársaukafullur hlýt-
ur skilnaöurinn að hafa verið, þau
vissu bæöi að aö öllum likindum
var hann þeirra siöasti. Þau áttu
heldur ekki eftir aö hittast aftur.
Tæpu ári siöar, hinn 21. janúar,
var Lúðvik tekinn af lifi. 16.
október sama ár steig Marie An-
toinette upp á aftökupallinn.
Eftir aö Fersen haföi gert þaö
ógerlegt fyrir sig aö dveljast i
Paris, útnefndi Gústav III. hann
ambasador sinn i Brussel og
þangað fékk hann tilkynninguna
um dauða drottningarinnar. Fer-
sen brá i fyrstu ekki mjög viö
fréttirnar.
„Ég er hissa á aö ég skuli ekki
vera i meira uppnámi”, skrifaði
hann I dagbókina. „Ég fann eigin-
lega ekki fyrir neinu. Þó hef ég
hugsaö um hana allan daginn og
þær hættulegu kringumstæöur,
sem hún var i, um börn hennar,
um son hennar og þaö óréttlæti
sem hann hefur oröiö fyrir, um
hve óhamingjusöm hún var yfir
þvi aö fá ekki aö sjá hann, um ef-
ann, sem hún kann að hafa boriö i
brjósti um tryggö mína.... i stuttu
máli sagt, ég hugsaöi um allt og
ekkert”.
En deyföin, sem heltók hann i
fyrstu, tók skjótan endi. Þremur
dögum seinna skrifaði hann i dag-
bókina: „Sorg mln eykst i staö
þess aö minnka”.
Ariö eftir, aö þau Lúövik og
Marie Antoinette voru tekin af
lifi, lézt ríkisráöiö Axel von Fer-
sen I Stokkhólmi og sonur hans
sneri aftur til Svlþjóöar. Réttu ári
eftir dauöa Marie Antoinette, var
hann á Eystrasalti á leiö heim.
„Þessi dagur”, skrifaði hann I
dagbókina, „er afdrifarikur dag-
ur fyrir mig. Þetta er dagurinn,
sem ég missti konuna, sem ég
elskaöi mest af öllu I heiminum
og hún elskaöi mig raunverulega
lika”.
Þegar maöurinn, sem oröróm-
ur var uppi um aö veriö heföi
elskhugi Marie Antoinette, sneri
Moröiö á Axel von Fersen.
aftur til Sviþjóöar, vakti þaö
mikla athygli. „Fólk horfir for-
vitnislega á mig”, skrifaði Fer-
sen. „Ég veitti þvl sérstaka at-
hygli I Óperunni. Mér fannst eins
og allir horföu á mig, en ekki sýn-
inguna”.
Sorgin og spenna fjögurra
undangenginna ára haföi sett sinn
svip á hann. Hann leit út fyrir aö
vera eldri en þrjátiu og niu ára.
Hár hans var tekið aö grána og
hrukkurnar, sem gjarnan vekja
áhuga rómantlskra kvenna, höföu
dýpkaö aö mun.
Axel var þagmælskur maöur og
vinátta hans og Sophie systur
hans átti sér djúpar rætur. Hún
bjó nú meö Taube elskhuga sln-
um. Hann var nokkurn veginn
ánægöur og hamingjusamur á
óðalssetri sinu Steningi, þar sem
allt var I blóma á hinum stuttu
sænsku sumrum.
Þessi teikning á aö sýna Marie
Antoinette á leiö á aftökustaöinn.
„Jarðarberin eru I blóma, en
erturnar eru ekki fullvaxnar enn.
Ráösmaöurinn minn er afbragös
maöur og búreksturinn er I góö-
um höndum, þar sem hann er.
Þegar ég horfi á þetta allt, skil ég
fyrst hve djúpar rætur jöröin á i
manninum. Þá iörast ég flakks
mins um ævina og finn að hér hef
ég skyldum aö gegna”.
Arin liðu. Þau færöu Axel von
Fersen allar þær uppheföir sem
mögulegt var aö veita honum.
Gustav III. trúöi honum fyrir alls
konar embættum og veitti honum
nafnbætur. Hann varö geröur aö
kanslara við Uppsalaháskóla,
rikismarskálki og hann var einn
rikisherrana. 1809 varð hann
hershöfðingi. Svo virtist sem
þann heföi komizt eins langt og
veraldlegur metnaöur hans gat
óskað sér.
En þessi frami lét hann ósnort-
inn. Hljóðlátur, dapur og fyrir-
ferðarlítill rækti hann störf sln af
hendi af vélrænum dugnaöi.
Raunverulegt líf hans var ekki
viö hiröina — þaö var hjá Sophie
systur hans og I endurminningun-
um. Minningarnar fylgdu honum
hvert Sem hann fór. I dagbók
hans verður þess hvaö eftir annaö
vart og hún varpar nokkru ljósi á
leyndustu hugsanir hans, sem
flestar snerust um sorgina og
söknuöinn, sem hann bar I brjósti.
16. október 1796 (réttum þremur
árum eftir aftöku Marie Antoin-
ette): „Þúsundir sárra minninga
hafa verið hjá mér I allan dag.
Þjáningar hennar sækja óaflát-
anlega á huga minn...”
16. október 1798: J dag er dagur
bænanna hjá mér. Ég get ekki
gleymt öllu þvi, sem ég hef misst.
Sorg min tekur út yfir gröf og
dauöa”.
Framhald á bls. 19
37. TBL. VIKAN 9