Vikan - 13.09.1973, Síða 11
Ragnhild Rydh lamaöist fyrir
neðan mitti þegar hún klemmd-
ist i leðjunni i Surte.
Allan Alenfors býr nú í nágrenni
Surte þar sem hús hans stóð áður
MH
//Ég lá á legubekknum og sá
þegar þakið byrjaði að gefa sig",
segir Olga Johansson.
manneskjur urðu heimilis-
lausar morgun einn fyrir 23
árum, þegar jarðskrið lagði
sænska smábæinn Surte i
rúst. Surte er i Göta alv
(Gautaelfur) dalnum um 45
km frá Gautaborg. Nokkr-
um árum seinna varð ann-
að jarðskrið aðeins neðar i
dalnum og fórust þá 3
menn. ibúar Göta alv dals-
ins geta átt von á þvi á
hverri stundu, að jörðin
undir þeim taki á rás.
Ég er ekki bitur. Ég verð að
sætta mig við örlög min. Nú
gleðst ég yfir þvi sem lifið gefur
mér.
Svo segir Ragnhild Rydh, 58
ára gömul. Hún varð harðast úti i
jarðskriðunni i Surte hinn 29.
september 1950. Hún klemmdist
föst og grófst i leöju. I rúma tvo
tima kepptust björgunarmenn-
irnir við að bjarga henni. Þegar
þeir höfðu náð henni var hún löm-
uð frá mitti. Þaö er hún enn.
Ragnhild Rydh er ein af mörg-
um fórnarlömbum jarðskriðanna
með fram Göta alv. Og fórnar-
lömbin eru mörg.
Fljótabátarnir stima upp ána
og ökumennirnir á þjóðveginum
tilTrollhattan horfa hugsi á Surte
bæinn sem eyðilagðist i nátt-
úruhamförunum.
t árdalnum gengur lifið sinn
gang. Þeirsem urðu fyrir baröinu
á jarðskriðinu reyna að gleyma,
en myndirnar frá slysinu sveima
enn fyrir hugskoti þeirra.
Flestir þeirra, sem enn eru á
lifi af þeim, sem bjuggu i Surte
1950 búa enn i dalnum. Nokkrir
búa á ný i nágrenni skriðssvæðis-
ins.
HOSIÐ FÓR AF STAÐ.
Föstudagurinn 29. september
1950 byrjaöi eins og flestir aðrir
dagar i Surte. Um 80 manns höfðu
stigið upp i lestina frá Gautaborg
og lestin lagöi af stað frá brautar-
stöðinni i Surte.
Ragnhild Hydh hafði unnið i
tæpa tvo tima. Úr söluturninum
sá hún einnig um sölu á miðum i
lestina. Hún haföi séð lestina
leggja af stað, og var sjálf á leið
niöur i kjallara til að setja meiri
viö iofninn. Þetta var drungaleg-
ur dagur. Regnið streymdi niður
úr þykkum skýjum.
— Skyndilega heyrði ég skritið
hljóð. Ég flýtti mér upp og leit út.
Mér fannst jörðin hreifast. Og aö
húsin stefndu á mig. Ég varð
dauðhrædd og min eina hugsun
var að komast eins fljótt út og
mögulegt væri.
— Ég flýtti mér i gegnum
geymsluna til aö ná til útidyr-
anna, en það gekk erfiðlega að
opna þær. Þá fann ég að húsið var
Framhald á bls. 39
37. TBL. VIKAN 11