Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.09.1973, Qupperneq 22

Vikan - 13.09.1973, Qupperneq 22
SAFT. Aætlið 250 gr. af sykri fyrir hvern liter af saft. Sjóðið saftina með sykrinum i 5—10 minútúr án loks og fleytið vel froðuna of- an af. Bætið 1 msk. af uppleystu benzoesúru natroni i hvern liter af saft. (Benzoesúrt natron fæst i apótekum og eru 20 gr. af þvi leyst upp i 1/4 ltr. af sjóðandi vatni. Hellið saftinni á vel hreinar flöskur og lokið. HLAUP Mælið saftina sem siast hefur og látið suðuna koma upp og hreinsið froðuna. Takið pottinn af og hrærið 1 kg. af sykri á móti hverjum liter af saft og setjið pottinn yfir aftur, þegar sykyr- inn er alveg uppleystur. Sjóðið við mjög hægan hita þar til 1 skeið af saftinni stifnar er hún er sett á disk. Veiðið froðuna af og hellið á hrein glös. Bindið yfir þegar hlaupið er orðið kalt. RIFSBERJADRYKKUR 4 dl. ósoðin rifsberjasaft sykur 1 appelsina mulinn is. rifsberjaklasar. Fyllið 4 stór glös til hálfs með muldum is. Pressið safann úr appelsinunni og blandið með sykri. Hellið á glösin og hengið rifsberjaklasa á glasabarmana. ÍS MEÐ RIFSBERJUM 1/2 ltr. vanilluis rifsber sykur 1 msk. sherry ef vill. Hreinsið rifsberin og núið þeim i gegnum sigti eða setjið i mixara. Sjóðið sykurlög úr 1 1/2 dl. af vatni og 100 gr. af sykri og látið kólna. Hellið siðan yfir 1 bolla af rifsberjum og látið standa I nokkra tima til að taka súrinn úr rifsberjunum. Hrærið rifsberjamaukið upp með sykri eftir smekk og vini ef vill. Hellið yfir isinn sem annað hvort er borinn fram heill eða i ábætisskálum. Skreytið með berjunum sem lögð voru i sykurlöginn, en látið renna vel af þeim fyrst. RIFSBERJAABÆTIR 4 msk. rifsberjahlaup ca. 400 gr. rifsber 100—200 gr. sykur 8 kexkökur (aflangar, t.d. te- kex) 2glös vin (t.d. eitthvert ávaxta- vin) 1/2 ltr. vanilluis. 1 1/2 dl. rjómi Hrærið rifsberjahlaupið með dálitlu af sjóðandi vatni, og hell- ið þvi i 4 breið glös. Stráið hreinsuðum rifsberjunum yfir með sykrinum og hristið glösin til svo allt blandist vel saman. Setjið kúfaða skeið af is i hvert glas og þar á ofan kexið sem sið- an er bleytt með vini. Fyllið sið- an glösin með rifsberjum og sprautið litium rjómatoppum á kantana. RIFSBERJASAFT OG HLAUP 2 kg. rifs, vatn, sykur Skolið rifsberin. Setjið þau i pott með vatni og hitið hægt. Pegar búin er til saft, má vatnið ná 2/3 miðað við hæð berjanna i pottinum, en við hlaup notast 1 ltr. vatn á móti 2 kg. af berjum. Látið suðuna koma hægt upp og sjóðið i 15—20 minútur, undir loki. Hellið inni- haldinu siðan i góða siu, t.d. gassiu, og látið siast til næsta dags. Nú breytist aðferðin eftir þvi hvort búin er til saft eða hlaup.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.