Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 27

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 27
mundi Jónssyni og Stefáni Islandi og fleiri stórsöngvurum. Ég hafði aldrei lært neitt til söngs, sem hægt er að kalla nám. Ég var um tima hjá Guðmundi Jónssyni og svolitið hjá Pétri Jónssyni. Hann bauð mér fria tima, en hann var þá farinn að heilsu og ég vissi, að hann gat fengið fleiri nemendur en hann komst yfir og flestir áttu meira erindi til hans heldur en ég. Svo gaf pabbi mér tima hjá itölskum söngkennara Priom Montanari, sem kom hérna að tónlistarskól- anum og var i tvo mánuði. Ég hafði mjög gott af kennslunni, sem ég fékk hjá honum. 1 Rigoletto söng ég hlutverk Ceprano greifa, en hann er óþverrinn i verkinu. Ég söng á itölsku, en henni hafði ég náttúr- lega aldrei lært neitt i. Ég fékk bara tilsögn með það, sem ég átti að syngja, og það blessaðist ein- hvern veginn. Málið liggur vel tii söngs og textinn lærist með lag- inu, ef svo má segja. Ceprano er ekki stórt hlutverk, en það getur verið nógu erfitt að fara með litil hlutverk. Maður þarf að vera nógu fljótur að opna munninn á réttum stöðum og þegja, þegar maður á að þegja. — Segðu mér frá ,,Sjómanna- valsinum”. — Mér finnst ég vera búinn að heyra hann nógu oft. Ég vil nú Sigurður á llrolli. I>essa mvnd af Glcttu tók Pétur Thomsen á landsmóti liesta- manna árið 1!)5». ekki segja, að mér sé illa við danslögin en ég stundaði sönginn eingöngu um tima og þá varð ég að fara út i að syngja allt, sem til féll. Ég þótti alltaf frekar kátur og það varð til þess, að ég var mest notaður til að syngja hröð lög. Ég söng mikið af þessari graðhestamúsik, þó að mig lang- aði alltaf meira til að syngja róleg lög og fannst það eiga betur við mig. Ég var búinn að syngja eitt- hvað af þessum dægurlögum i út- varp, þegar ég söng inn á fyrstu hljómplötuna og það held ég að hafi verið „Sjómannavalsinn”. Annars á ég enga plötu, en ég á eitt plötuumslag. Plötuumslagið, sem Sigurður á, er utan af plötunni, sem hann söng inn á i fyrra með Þuriði dótt- ur sinni. A þvi er mynd af þeim feðgininum á hestbaki og ekki að ástæðulausu, þvi að Sigurður er löngu landsfrægur fyrir hesta- mennsku sina. Þuriður heitir reyndar eftir ömmu sinni, móðir Sigurðar, en hún var dóttir Jóns bónda á Elliða i Staðarsveit. Um hann var einhvern tima sagt, að hann væri hestamaður og söng- maður, svo að eitthvað likist Sig- urður forfeðrum sinum. — Þegar sungið er inn á plötu núna, er hægt að syngja lagið aft- ur og aftur án þess nokkurn tima að sjá undirleikarana. Mér finnst þetta svolitið ólifrænt. En árang- urinn er náttúrlega betri, en þeg- ar maður var að syngja inn á hrá- plöturnari gamla daga. Aðstaðan var mjög slæm þá. Það voru kannski tveir og stundum þrir menn að rifast um einn hljóð- nema og ef eitthvað gekk úrskeið- is, var sú upptaka ónýt. Einu sinni, þegar ég var að syngja inn á plötu með Bjarna heitnum Böðvarssyni, átti að vera harmónikusóló hjá honum. Allt hafði gengið ljómandi vel og það var komið að mér aftur. Þá verð- ur mér það á að reka olnbogann i bassann á harmónikunni hjá hon- um og þá dundi i öllu saman og við urðum að byrjá á nýjan leik. — Hvaða lag heldurðu mest upp á af þeim, sem þú hefur sung- ið inn á plötu? — Af einsöngslögum held ég einna mest upp á „Svanurinn minn syngur”. Sans- og dægur- lögin met ég öll nokkurn veginn jafnt. — En áttu þér uppáhalds- söngvara? — Þeir eru nú kannski of marg- ir til að telja þá upp. Af islenzkum tenórum ber Stefáni fslandi höfuð og herðar yfir alla. Maria Mark- an var lika frábær á meðan hún var og hét. Enginn söngvari is- lenzkur hefur náð eins langt og hún að komast á Metropolitan- óperuna, en það er draumur margra söngvara. Við þekkjumst reyndar frá gamalli tið, þvi að hún átti heima hérna i Laugar- 37. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.