Vikan

Issue

Vikan - 13.09.1973, Page 46

Vikan - 13.09.1973, Page 46
Eg tr-úi ekki minum eigin aug- um. Þetta er einum of mikið af þvi góöa. Möguleikarnir voru einn á móti sjöhundruö á, að öll þrjú börnin skildu fá sama sjúk- dóm. öll þrjú hafa fengiö hann. Núna leyfi ég mér stundum ekki að vona, að þau þrjú yngstu losni við hann. Þó að þau séu það eina, sem er þess virði aö lifa fyrir, segir Knud Thögersen, faðir barnanna. Fjölskyldan er nýflutt i fimm herbergja Ibúð I nýju hverfi I út- borginni Brabrand fyrir utan Arósa I Danmörku. Fjölskyldan kom þangað slipp og snauð. Fyrir nokkrum mánuð- um neyddist hún til aö hverfa frá þægilegu lifi I Kanada. Fast- eignasali tók við húsinu, innbúið var selt eða gefið vinum. Slipp og snauö sneru þau til heimabyggð- arinnar I örvæntingafullri tilraun til að bjarga börnunum frá lífs- hættulegum sjúkdómi. Febrúardag fyrir ellefu árum fór John Thögersen — litill sex ára snáði — meö mömmu sinni, Lilly, og litlu systur sinni, Jane, og niu mánaða gamla bróðurn- um, Ole, með flugvél til pabba I nýja landinu þeirra, Kanada. Þau trúðu á nýja og betri framtið og hurfu frá öllu I Arósum. Nú eru þau komin þangað aftur — með nlu pappakassa með búslóö, og börnin sin veik. John sem er 17 ára liggur fyrir dauðanum á borgarsjúkrahúsinu I Arósum. Jane litla systir, sem er 15 ára, veit, að hennar blður dauöinn, ef ekki kemur til kraftaverk. Jafnvel Ole hefur oröið fyrir barðinu á veikinni. Ennþá er ekki vitaö, hversu veikur hann er. Hann verður sjálfur ekki mikiö var við það. Tekur pillurnar slnar kvölds og morgna og leikur sér eins og aðrir tólf ára strákar. Læknarnir I Kanada gáfu upp alla von um að lækna börnin. Eini möguleikinn var Skandinavia, þar sem sjúkdómurinn er bezt þekktur. Börnin þjást af epilepsia myo- conica, heilarýrnun. I dag er ekk- ert lyf þekkt gegn sjúkdómnum, sem hægt og óhjákvæmilega eyð- ir heilafrumunum. Enginn veit fyrir vist, hvaö veldur sjúkdómnum, bara það, að hann er ættgengur. Nú berjast danskir læknar viö að bjarga börnunum. Úrskurður læknanna I Kanada kom sem reiöarslag. Enn verri er þó óvissan um örlög þriggja yngstu barnanna. Eiga þau einnig eftir að falla fyrir þessum dular- fulla sjúkdómi? Eiga hjónin eftir aö missa börn- in sln 6? — Við höfum ekki gefiö upp alla von um að bjarga börnunum. Viö veröum að trúa þvl, að viö fá- um að halda nokkrum þeirra. En Leyfðu börnum ok efinn er óheyrilega nagandi. Óvissan er verst. En ef hinir færu dönsku læknar geta ekki bjargað þeim, er það guðs vilji, að þau eigi að deyja, segir Lilly Thöger- sen. ' Litlu drengirnir I fjölskyldunni, Tommy 10 ára, Jimmy 9 ára og Kenny þriggja ára leika sér innan um pappakassa og ferðatöskur I Ibúðinni. Þeir skilja ekki það, sem er að gerast umhverfis þá. Þeir eru dálltið óöruggir. Af hverju grætur stóra systir? Af hverju kemur John ekki af sjúkrahúsinu? Af hverju gráta mamma og pabbi? Litlu börnin tala ekki dönsku. Þau eru fædd og uppalin I Kanada. Þau geta ekki talað við leikfélagana úti á nýja og fína leikvellinum I háhýsahverfinu og þá langar heim til Kanada. John, sá elzti, veit, að hann á að deyja bráölega. Enginn getur sagt nákvæmlega hvenær, þaö er ekki hægt. Þegar þú lest þetta, er hann e.t.v. dáinn, en það gætu liöið mánuðir, kannske eitt ár. A degi hverjum fara foreldr- arnir og systkinin i heimsókn til John á taugadeild borgarsjúkra- hússins. Æðsta ósk hans er að fá að sjá byggöirnar og staðina, sem hann man eftir frá bernskuárun- um I Árósum. — Astand hans er mjög breytilegt, en honum fer stöðugt hrakandi. Það getur orðið hvenær sem er, kannske á morgun, þegar við heimsækjum hann, að hann þekkir okkur ekki aftur, segir Knud. Þrátt fyrir allt gleöjast foreldr- arnir og þakka fyrir hvern þann dag, sem þeir eiga með börnun- um. Þau þora ekki að gera sér neinar vonir eða áætlanir um framtlöina. Þau haga hverjum degi I samræmi viö óskir barn- anna: reyna að deila með þeim kærleika og hlýju. — Sálarstriðið er óskaplegt. Maður fer að velta vöngum. Sennilega fá börnin ekki bezta uppeldi, sem til er, en við vitum ekki, hvað við fáum að halda þeim lengi. 011 geta þau verið dá- in eftir 15 ár, ef allt fer á versta veg, segir Knud Thögersen. Sjúkdómurinn geröi fyrst varfc. við sig, þógar börnin voru 11 ára gömul. Hann byrjar venjulega með höfuðvérk og vöðvarýrnun, Lilly og Knud Thögersen i Árósum eiga sex böm. Þrjú elztu bömin þjást af dul- arfukkum ólæknandi sjúkdómi. Gerist ekki kraftaverk, eru þau öll dæmd til dauða. Nú lifa foreldramir i stöðugri angist vegna þriggja yngstu bamanna. slðan koma svo flogaveikiköstin. Seinna verða heilavefirnir fyrir barðinu á sjúkdómnum, heilasell- urnar rýrna og sjúklingurinn deyr, venjulega áður en hann nær tuttugu ára aldri. Knud og. Lilly kynntúst einn vordag 1954. Ari síðar giftust þau og settust að I Tröjborg fyrir utan Árósa. Knud vann á leöurverk- stæði I Brabrand. Þegar eitt ár var liðið frá brúðkaupinu, fæddist þeim sonur, John, sem nú liggur fyrir dauðanum. Fjölskyldan átti margar ham- ingjustundir I danska bænum. Þegar móðurbróðir Lilly kom frá Kanada 46 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.