Vikan

Issue

Vikan - 13.09.1973, Page 48

Vikan - 13.09.1973, Page 48
AÐ SPILA HJÓNASÆNG. Kæri draumráöandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég vera að spila á spil niðri i sjoppu. Við vorum «ð spila hjónasæng. Svo átti að draga um hver yrðú brúðhjón kvöldsins. Strákur, sem ég er hrifin af dró hjartakónginn, en ég hjartadrottninguna. Það var hrópað húrra fyrir okkur og við áttum að kyssast. Bæði vorum við feimin, en við kysstumst þó og við það vakn- aði ég Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. G.S. á Austurlandi. ósköp var draumurinn þinn indæll, en þvi miður verðum við að hryggja þig með því að hann stendur ekki i neinu sambandi við hrifningu þína af stráknum. Það er sjaIdnast fyrir góðu að dreyma sig vera að spila á spil og svo er ekki heldur í þínum draumi. Sennilega bregst einhver eldri maður, sem þú hefur treyst full- komlega, trausti þinu. HRINGIR. Kæri draumráðandi Ég grátbið þig um að ráða þennan draum fyrir mig, en hann dreymdi mig í nótt. Mér fannst ég vera búin að kaupa tvo trúlofunar- hring , handa mérog stráknum, sem ég er með. Samt fannst mér eins og hann vissi ekki, að ég væri búin að því. Hringurinn minn var með litlum rauðum steinum, en hans með bláum. Svo var minn með snúru þaktri rauðum steinum að framan, en engin snúra var með hans hring. Þó að hann vissi ekki að ég væri búin að kaupa hringina, þá vorum við búin að tala um að opin- bera trúlof un okkar. En svo þegar ég ætlaði að láta hann fá hringinn, farinst mér einsog hann væri eitt- hvaðgallaðurog þótti mér það hræðflega leiðinlegt, en sendi hann í viðgerð. Strákurinn sjálfur kom mjög lítið fram í draumnum. Mér fannst ég vera mest ein, en samt var mamma þarna eitthvað líka. Svo vona ég, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig, kæri draumráðandi. Mið fyrirfram þökk og virðingu. J.H. Hringirgeta táknað margt ídraumi og svoer líka í þínum draumi. óhætt er að spá því, að það dragist ekki mjög lengi að þú gangir í hjónaband og að öllum lík- indum með núverandi vini þínum. Einhver smávegis vandræði eru þvi samfara, en þau skipta litlu máli og ekki verðurannað séð, en þið komist fljótt yfirþau. RÓSAVÖNDUR. Kæri þáttur! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mér finnst at- hyglisverður og þætti mér gaman að fá að heyra álit þitt á honum. Ég héltá mjög fallegum rósavendi, og rósirnarvoru marglitar. Mér fannst ég hafa verið að tína blómin í vöndinn, þegar til mín kemur ungur maður, sem ég þekkti ekki og biður mig að gefa sér blóm. Ég rétti honum eina rósina og reyndi að velja þá fallegustu handa honum. Hann varð mjög hrifinn af blóminu og kyssti mig fyrir. Draumurinn varð ekki lengri. Ég vona að þú sjáir þér færtað ráða drauminn, því að mér leikur forvitni á að vita, hvað þú lest úr honum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Dóra. Það er fyrir hamingju og góðu gengi í ástarmálum að dreyma sig vera að tína blóm og að gefa blóm er fyrir nýjum ástum. Að mynda blómvönd úr blómum, sem maður tínir, er fyrir skjótri giftingu. Þú ættir þvf ekki að pipra lengi úr þessu. I KAFSUNDI! Kæri draumráðandi! Viltu reyna að ráða meðfylgjandi draum fyrir mig, en hann dreymdi mig fyrir skömmu og veldur hann mér talsverðum áhyggjum. Mér fannst ég vera að keppa í kafsundi við systur mína í stórri útisundlaug. Ég var komin að bakkanum og ætlaði upp úr vatninu, en hvernig sem ég reyndi gat ég það ekki. Ég fann vitinn fyllastaf vatni og vissi aðég varað drukkna. Allt í einu birti í kringum mig og mér fannst ég koma inn á stórt opið svæði, umhverfis voru græn tún og há- vaxintré! Foreldrar mínirog systir komu gangandi á móti mér of fögnuðu mér ákaft. Lengri varð draumurinn ekki, en það skal tekið fram að foreldrar mínir eru báðir á lífi svo og systir mín. Með beztu kveðjum og von um að hægt sé að ráða þennan draum. R.B. Þessi draumurer fyrirþví, að þú lendir í einhverri and- stöðu við f jölskyldu þína, en úr því rætist von bráðar og eftir það verðið þið öll ánægjari en áður. RÚMFATNAÐUR. Kæra Vika! Mig langartil að biðja þig að ráða draum fyrir mig, hann er svona: Mérfannstég vera stödd í sumarbústað í Fnjóskadal. Einn daginn biður mamma mig um að fara í búðina fyrirsig og káupa eina flösku af Johnnie Walker. Þeg- ar ég kem í búðina, er þar margt fólk, svo að ég kemst ekki að og verð að bíða. Loks þegar ég komst að, varð ég ein méð afgreiðslukonunni og bið hana um þessa flösku. Hún leitar að henni en f innur hana ekki, en seg- ist geta komið með hana heim á eftir þegar hún sé búin að vinna. Þá ætla ég að fara út, en hún kallar á eftir mér og sýnir mértvennan túmfatnað, annar var hvítur með bleikum röndum og eins og efnið væri allt rósamynstrað. Hinn var alveg eins nema það var með lillabláum röndum. Hún spurði mig, hvort væri fallegra og ég benti á það með bleiku röndunum. Hún rétti mér þá rúmfötin og sagði að þetta ætti að vera á hjónarúmið handa okkur (syni hennar og mér.) Svo varð draumurinn ekki lengri. Með fyrirfram þökk. Ein öll í draumunum. Sá á kvölina, sem á völina stendur einhvers staðar og það á við þig j nánustu framtíð, þvi að þá stendur þú á einhverjum tímamótum og átt tveggja kosta völ. Það veldur þér nokkrum áhyggjum, hvom kostinn þú eigir aðtaka, en ekki verður annað séð af draumnum, en þér takist valið vel.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.