Vikan


Vikan - 03.01.1974, Qupperneq 6

Vikan - 03.01.1974, Qupperneq 6
Langar þig til að vita, hvernig þér vegnar á þviherrans ári 1974? Þá skaltu gangast undir prófið hér á opnunni — til gamans auðvitað. Nýtt ár er gengið i garð. Það mun færa þér bæði sorgir og gleði, eins og alltaf, en af hvoru skyldir þú fá meira i þetta sinn? Hvemig skyldi lif þitt vera, þegar þú rifur siðasta blaðið af daga- talinu 31. desember 1974? Ef til vill verður þetta hagstætt ár — ár vel- gengni og framfara. Það er ekki gott að segja. En þegar geturðu fengið að vita, hvaða möguleika þú hefur á komandi ári. Tilviljun ræður ekki öllu lifi okkar. Hver er sinnar gæfu smiður, segir mál- tækið, og talsverður sannleikur er fólg- inn i þvi. Spurningin er þvi: Ertu gædd- ur þeim eiginleikum sem þarf til að ár- ið 1974 verði þér ábatasamt og hag- stætt. Ef þú svarar samvizkusamlega og i fullri alvöru og berð siðan svör þin saman við ,,réttu svörin”, ættirðu að verða nokkurs visari. Og hér koma spumingarnar: 1. Hverju heitiröu sjálfum þér um þessi áramót? Að verða a) betri b) rikari c) grennri d) eða finnst þér heitstrengingar um áramót eintóm vitleysa? 2. Hvernig fannst þér að vakna að morgni hins 1. janúar? Var það a) jafnspennandi og að opna dularfullan jólapakka b) rétt eins og að vakna á ósköp venjulegum degi c) eins og að vakna á morgnana, þegar sumarfri er á næsta leyti? 3. Hvaða hluti vikunnar likar þér bezt? a) byrjunin b) dagarnir i miðri vikunni c) vikulokin? 4. Ef þú lentir i illdeilum á vinnustað og þér yrði sagt upp starfi þinu, mundir þú þá álita slikan atburð: HVERNIG VERÐUR LÍF ÞITTÁ ÞESSU ÁRI a) gullið tækifæri þrátt fyrir allt b) eins og hvert annað mótlæti, sem enginn fær gert við c) hörmuleg atburð, sem veldur óbætan- legu tjóni? 5. Hvað mundir þú gera, ef þú fengir slæmt kvef, sem vildi ekki batna, og læknirinn úrskurðaði, að þú þyldir illa vetrarkuldana og þyrftir að komast í hlýrra loftslag? a) selja allt sem þú átt að kaupa þér bananaekru á Kanarieyjum. b) fylgja ráði læknisins að nokkru leyti og bregða þér til Majorku, en koma siðan aftur heim og halda áfram þinu venjulega lifi. c) skella skollaeyrum við ráðleggingu læknis- ins og vona, að visindunum takist brátt að finna upp meðal við kvefi? 6. Hefurðu i huga ráðagerðir um verulega breyt- ingu á lifi þinu á árinu 1974? a) Já b) Nei 7. Gerðirðu margar slæmar skyssur á siðasta ári? a) Já b) Nei 8. Setjum svo, að þú yrðir látinn taka sæti i kvið- rómi, þótt hann sé raunar ekki til hér á landi, og ættir að kveða upp dóm i sakamáli. Þú veit- ir þvi brátt eftirtekt, að dómarinn hefur greinilega andúð á hinum ákærða. Hann litur i rauninni þegar svo á, að hann sé sekur. Mund- ir þú láta þetta hafa áhrif á dóm þinn? a) Já b) Nei 6 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.