Vikan


Vikan - 03.01.1974, Qupperneq 31

Vikan - 03.01.1974, Qupperneq 31
spá eftir Völvu Vikunnar Og hér kemur ný skeran veröur miklu betri i ár. Þetta ár verður iðnaðinum erfitt, sem er kannski ekki ný bóla, en þar er þó margt að gerast, og ég sé ekki betur en okkur bætist alveg ný atvinnu- grein, það er áreiðanlega eitt- hvað i sambandi við sjó eða vatn. Við fáum okkar skerf af náttúruhamförum, þó það verði ekkert i likingu við atburði siðasta árs, en mér er ógeðfellt að lýsa þvi nánar, ég vil ekki vekja ótta hjá neinum. Við verð- um oftast fyrir einhverju sliku á hverju ári, og það er ,ekki um annað að ræða en taka þvi, sem að höndum ber. Það er hins veg- ar alltaf óþægilegt að eiga eitt- hvað yfir höfði sér, og ég vil eng- an hræða. Við stöndum þetta af okkur án teljandi erfiðleika. Meira vil ég ekki um það segja. Ég sé-fram á mikið öngþveiti i efnahagsmálum íslendinga. Verðbólgupúkinn fær nóg að éta, og það verða a.m.k. tvær gengis- breytingar á árinu. Heldur verð- ur ófriðlegt á stjórnarheimilinu, og þar verða harðástar deilur út af hernstöðvarmálinu. Hlutur forsætisráðherra vex i þvi máli, hann á eftir að standa i ströngu til að sætta ólik sjónarmið, en honum tekst að halda stjórninni saman, þótt geigvænlega hrikti i undirstöðunum. Einhvers konar niðurstaða fæst i herstöðvarmálinu á þessu ári, og ég held ég ráði það rétt, að hún verði fremur i anda framsóknar en alþýðubanda- lags. Það verður efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu um þetta mál, iklega i tengslum við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar i vor. Þær kosningar verða mjög tvisýnar, og spái ég ýmsum breytingum að þeim loknum. Aðalspennan verður i Reykjavik og nágrenni, en einnig verða óvænt úrslit á ísafirði, Húsavik og viðar. Ég held það verði nokkuð frið- samlegt á vinnumarkaðinum á árinu. Þó er einhver stétt, sem á i mikilli baráttu við vinnuveit- endur sina, i henni er einkum kvenfólk, og mér virðist það ein- kennisklætt, en ég er ekki nógu viss til þess að segja hreint út, hvaða stétt þetta er..(Það skal skýrt tekið fram, að þessi spá var gerð, áður en nokkuð fréttist af deilu flugfreyja við sina at- vinnurekendur.) Enn sem fyrr eru það hand- boltakapparnir, sem halda uppi heiðri íslendinga á iþrótta- sviðinu. Geir er áfram stærsta nafnið, og hann kemur til aðstoð- ar i landsleikjum og verður eitt af stóru númerunum i heims- meistarakeppninni, þótt ekki nái íslendingar þar einu af efstu sætunum. Ég spáði þeim sigri yfir Dönum i fyrra, þá vantaði eitt mark til þess að sá spádóm- ur rættist. Að visu er ekki óhugs- andi, að þeir eigi eftir áð keppa, áður en 1973 er alveg á enda runnið, en ef þeim tekst ekki að sigra i þeim leik, þá spái ég þessum langþráða sigri veru- leika á árinu 1974. Ýmsir frægir menn gista landið á árinu, þó ekki sjái ég fram á neitt i likingu við topp- fund Nixons og Pompidous á siðasta ári. Háttsettir banda- riskir stjórnmála - og embættis- menn koma til viðræðna um her- stöðvarmálið, og i sama tilgangi verður framkvæmdastjóri NATO hér á ferð. Við fáum lika gesti nokkuð langt að með fram- andlegu útliti, en ég get ekki ráðið fram úr þvi, frá hvaða landi þeir koma. Þeim verður vel tekið. Einnig Willy Brandt, sem ég þykist sjá hér i heim- sókn. Það þarf varla að minna á það, að 1974 er okkar þjóðhátiðarár, og eins og margoft hefur verið skýrt frá, verður auðvitað mikið um að vera, bæði i héruðum og i Þingvöllum. Þessar hátiðir fara vel fram á okkar tiðar mæli- kvarða, og engin stórvandræði verða i kringum þær, eins og margir hafa spáð. Hátiðarhöldin á Þingvöllum verða með virðu- leikablæ, enda verður veðrið nokkuð hagstætt, eða þannig vil ég túlka þá birtu, sem i kringum þessa samkomu virðist vera. Úti i hinum stóra heimi gerist að vonum margt, sem vert væri að geta. Fjölmiðlar hafa Nixon áfram að skotspæni, þó talsvert hljóðni i kringum hann, og ekki spái ég þvi, að hann láti hrekja sig frá völdum. Vinsældir hans munu m.a.s. heldur fara vax- andi, þó fremur sé það Kissinger .að þakka en honum sjálfum. Ed- ward Kennedy verður mikið i sviðsljósinu, og fjölskyldumál hans virðast i nokkru öngþveiti, þó úr rætist, þegar á liður. Framhald á bls. 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.