Vikan - 03.01.1974, Qupperneq 34
TlQBIS
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
# V 4 Samband ísl. samvinnufélaga >
INNFLUTNINGSDEILD
Óvenjulegur maður
Framhald af bls. 22
hjólið hefur verið að renna af, þvi
að skyndilega rann það áfram, án
þess að hún gæti varað sig á þvi,
og yfir annan handlegginn á
henni. Hún fann ægilegan
sársauka upp i öxlina og rak upp
óp, áður en hún missti meðvitund.
Hún rankaði samt fljótlega við
sér, og þá lá hún á grúfu i
sandinum, en handleggurinn var
fastur undir hjólinu. Hún lá graf-
kyrr um stund og barðist við
flökurleika og henni varð fljótt
ljóst hve vonlaust ástand hennar
var. Hún gat alls ekki hreyft sig.
Hún reyndi varlega að hreyfa
sig svolitið, sársaukinn var
hræðilegur, en henni tókst að
skafa svolitiö af sandinum frá
með lausu höndinni. En það bar
litinn árangur og aö lokum gafst
hún upp og lá kyrr i hálfgerðu
móki.
Timinn var óbærilega lengi að'
liða og stundirnar sem hún hafði
meðvitund urðu æ styttri, en hún
var þakklát meðvitundarleysinu.
Hún missti allt timaskyn, dagur
varð að nótt, en svo varð bjart og
sólin skein beint i andlitið á henni.
Hún fann að þorstinn var að
gera út af við hana, hana dreymdi
um ferskt lindarvatn, fossandi ár
og henni fannst hún sjá tæran poll
rétt hjá sér, en þegar hún reyndi
að ná til hans, hvarf hann með
öllu.
Þegar leið að kvöldi, var hún
komin með óráð, kallaði á Brett,
Marion frænku sina og Simon, en
þegar henni fannst Charles
standa yfir sér, rak hún hann i
burtu,
Jafnvel þegar hjólinu var lyft
og hún tekin mjúklega upp, æpti
hún og sagði Charles að fara.
— Þetta er ekki Charles, þetta
er Brett, heyrði hún að einhver
sagði.
Þegar hún opnaði augun, sá hún
hann eins og i móðu. — Brett,
Brett, muldraði hún, — þú komst
þá! Og svo lokaði hún augunum.
Hann lagði hana varlega niður
við hliðina á bilnum, opnaði
sjúkrakassa, sem hann hafði
komið með, tók upp sprautu og
gaf henni kvalastillandi skammt.
Svo kinkaði hann kolli til Mulga
og þeir báru hana að vörubilnum.
Mulga settist undir stýri, en
Brett sat hjá Miu aftan á
pallinum og hafði nákvæmar
gætur á litarhætti hennar og hélt
stöðugt um úlnliðinn.
Þegar hún'vaknaði, var það
fyrsta sem hún sá, að grann-
vaxin, ljóshærð stúlka var hjá
henni. Sársaukinn var horfinn og
hún fann aðeins djúpan og inni-
legan frið.
— Jæja, væna min, hvernig
liður þér núna, heyrði hún
einhvern segja. Þegar hún leit I
kringum sig, sá hún að hún var i
herberginu sina á Tarcoola.
— Hvernig....hvernig komst ég
hingað? gat hún rétt stunfð upp.
— Maðurinn þinn kom heim
með þig. Það var sannarlega
heppilegt, að hann fann þig svona
fljótt.
— Hvar....hvar er hann núna?
— Hann er hér. Langar þig til
að sjá hann?
Mia kinkaði kolli. Liklega hafði
hún biundað, en þegar hún
vaknaði, sat Brett við hliðina á
rúminu. Hann var fölur og
þreytulegur.
— Brett, hvtelaðj hún og rétti
fram höndina . ^Haún tók hana
blfðlega I sina og þá sá hún að
hinn handleggurinn var i gipsi,
svo það sáust aðeins fingur-
gómanir.
— Er hann brotinn? spurði hún.
— Já, svaraði hann. — En
læknirinn segir að þetta sé ekki
slæmt brot, og þú verðir fljót að
ná þér.
Svo þrýsti hann fast heilbrigðu
höndina. — Hversvegna fórstu frá
mér? spurði hann.
Hún horfði þegjandi á hann, svo
fór hún að brosa og það var
striðnisglampi i augum hennar.
— Til að sjá hvort þér þætti nógu
vænt um mig, til að leita mig
uppi.
Hann skildi ekki strax hvað hún
átti við, en svo birti yfir ásjónu
hans.
— Þætti nógu vænt um þig, Mia
ég heföi elt þig til vitis og til baka
aftur, ef mig hefði grunað, að þú
kærðir þig um mig.
— ó, Brett, hvort ég þrái þig.
Göði reyndu nú að treysta mér.
Ég elska þig.
t stað þess að svara, hallaði
hann höfðinu á koddann, vafði
hana örmum og kyssti hana blið-
lega á hálsinn.
— Ég hefi verið asni, tautaði
hann.
— Það höfum við bæði verið.
Hún snéri höföinu, svo varir
hennar snertu varir hans og þau
gleymdu öllu öðru, en þvi eina, að
nú voru allir erfiðleikar yfir-
staðnir.
Læknirinn kom inn. — Hvernig
Hður sjúklingnum? spurði hún og
virti fyrir sér ljómandi ásjónur
þeirra. —Ég sé að ég þarf ekki að
hafa áhyggjur. Hiín þarf nú
einskis frekar en góðs atlætis.
— Það mun hún fá i rikum
mæli, sagöi Brett brosandi.
Þegar Mia vaknaði, eftir hress-
andi svefn, sat Brett við rúmið
hennar!
— Hvað -er klukkan? spurði
Mia.
— Rúmlega niu!
— Brett, hvenær ferðu að smala
nautgripunum? spurði hún.
— Hvaða máli skiptir það? Ég
gæti jafnvel frestað smölun og
samið við járnbrautarfélagið.
— Viltu þá taka mig með þér?
— Heldurðu að þú sért nógu
sterk til að þola það? Það er löng
leið.
— Mig langar svo til þess. Og
svo ætla ég að segja þér eitt, ég
læt þig aldrei fara frá mér aftur,
ég vil ekki vera hér ein og yfir-
gefin. Þú verður aö taka mig með
þér.
Hann vaföi hana bliölega
örmum og hallaði sér að brjósti
hennar.
Sögulok.
Meö Kari á gamlárskvöld
Framhald af bls. 14
Ég varð snortinn af einlægni
hennar og meðan ég var að leita
að orðum til að tjá mig, sagði
hún: — Þér hafið kannski áhug á
mér sem lækni?
Þetta var i fyrsta sinn, sem ég
varð var við biturleika i rödd
hennar.
— Frá mlnum sjónarhöli eruð
þér fullkomlega heilbrigð stúlka,
sagði ég.
— En hafið ér ekki tekið eftir
þvi, að ég sé eitthvað viötuan?
Þegar hún sagði þetta, var hún
eitthvað svo hjálparvana, að mig
langaði helzt til að taka hana I
faðm mér og hugga hana.
— Getum við ekki verið vinir,
sagði ég. — Þér — þú — getum við
ekki komið okkur saman um, að
þú þarfnist ekki læknis. Þú ert i
þörf fyrir vin.
— Það getur enginn hjálpað
mér, sagði hún, — þetta er of
langt gengið.
An þess að segja nokkuð
frekar, sneri hún sér við og gekk
34 VIKAN l.TBL.