Vikan


Vikan - 07.03.1974, Page 8

Vikan - 07.03.1974, Page 8
I Maðkar, sem pikkaöir voru út úr trjánum, voru notaöir tii matar I frumskóginum. HÚN BAUÐ DAUÐ- ANUM BIRGINN — Hafi hann komist heilu og höldnu gegnum 70 — 100 metra þykkt lag blaöa og greina, verður hann fyrst af öllu aö venjast þeirri hugsun að vera innilokaður 1 frumskóginum. Venjast þvi að vera lokaður inni i fangelsi, sem iðar allt af lifi. Það þýðir ekkert að reyna að kalla á hjálp. Hrópin deyja bara út i skóginum. Maður, sem nauölent hefur i frumskógi, er algerlega á valdi jarðarinnar. Himinninn er honum algerlega horfinn. Thirtle var i essinu sinu. .— 1 þesáu fangelsi er enginn skortur á drykkjarvatni. En fanginn þarf einnig á eldi að halda. Fiskinn þarf að steikja og skriðdýrin þarf að sjóða. Hann verður að reyna að halda fötum sinum þurrum. Það er mjög þreytandi að kveikja eld I öllum þeim raka, sem i regnskógunum er. Með nógu mikilli þolinmæöi er þó hægt að nugga tveimur tré- pinnum við holaðan trébút nógu lengi til að i honum lifni. Og takist manni að kveikja upp eld,y á maöur lika öskuna visa. Okkur gleymist oft hve verðmæt askan er. — Verömæt? — Ef þú stráir ösku umhverfis náttból þitt, truflar þig ekki einn einasti maur og i frumskóginum er að finna ekki færri en 2888 maurategundir. Ef þú hefur hvorki joð né salt, getur askan orðið þér að miklu liði. Þú getur losað þig við blóðsugur úr húðinni með ösku. Einn fjórðungur ösku og þrir fjóröungar vatns gefur þér heilnæmt drykkjarvatn. Blandan verður bara að standa i hálfa klukkustund, áður en hún er drukkin. Aska er einnig góð við hvers konar húðsjúkdómum, sé hún hrærð i mauk. Aska er nauðsynleg i frumskóginum. John Thirtle stóð upp og kveikti aftur I pipunni sinni. — Ég vil undirstrika það, að hættur frumskógarins eru fyrst og fremst fólgnar I þvi, að hann reynir mjög á vilja mannsins, sem þar hafnar af einhverjum ástæðum. Daginn eftir hófst frumskógarævintýrið. Viö ókum I norðurátt yfir landamæri Malasiu, unz við sáum skóginn bera viö loft handan þorpsins Uli Tiram. — Erum við að koma að fjalli, John? sagði ég við majórinn, sem ég haföi kynnzt töluvert. — Nei,þetta er frumskógurinn. Vegurinn endaði við breitt fljót og handan þess gnæfði regn- skógurinn á hæð við gotneskar dómkirkjur. Hálfringluð af þessari sjón tók ég bakpokann með samanvaföri fallhlífinni minni. Einu vistirnar, sem við fengum með okkur, voru samanlagt 3000 kaloríur, sem settar voru saman i haröan köggul úr mjólkurdufti, súkku- laði, osti og fleiri fæðutegundum. Æfingin átti að miðast við, að við hefðum nauðlent i frum- skóginum. En vegna hættu á beinbrotum vorum við ekki látin stökkva úr flugvélum i fallhlifum. Við gengum af stað inn i skóginn. Strax, þegar við höfðum gengið um það bil tuttugu metra, var eins og steinsteypti vegurinn væri á öðrum hnetti. Skógurinn umlukti okkur á allar hliðar. Lægstu trén, sem eru um þaö bil 20 30 metrar á hæö, njóta aldrei sólar, þvi að yfir þau gnæfa önnur, sem eru allt frá 60 — 100 metrar á hæð. Það eru þess vegna ekki nema efstu greinar trjánna, sem hafa full not af sólarljósinu. Við hjuggum þröngan stig gegnum limið. Jarðvegurinn var gljúpur. Spor okkar fylltust óðar vatni að baki okkar. 8 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.