Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 6

Vikan - 05.12.1974, Page 6
Staldrað við i Hallgrímskirkju i Saurbæ. Nær fullvlst er taliö, aö Hallgrimur Pétursson hafi ort Passiusálmana i Saurbæ á Hvalfjaröarströnd á árunum 1657 til 1659. Sjö árum eftir aö Hallgrlmur lauk þeim yrk- ingum, sá hann sálma sina á prenti, en þeir voru gefnir út ásamt sálmi hans Um dauöans óvissan tlma og nokkrum sálmum eftir séra Guömund* Erlendsson á Hólum áriö 1666. Ekki var sérlega vandaö til þessarar fyrstu útgáfu Passiusálmanna, og um hana segir séra Vigfús I Hitardal: ,,Mælt er, aö þegar séra Hallgrlmur sá þá fyrstu editionem, þaö honum hafi I engvan máta þóknast þeirra þrykking.” Hallgrlmur liföi einnig, þegar sálmarnir komu út I annaö sinn á Hólum 1671. Pá voru þeir prentaöir ásamt öörum andlegum kveö- skap I sálmabókinni Ein ný Sálma-bók. Hún er I átta flokkum, og eru Passiusálmarnir I flokknum, sem „hljóöar um holdgan og hingaöburö herrans Kristl, hans plnu, upprisu og himnaför.” Þessar útgáfur liföi skáldiö aö sjá, en alls eru prentanir Passlusálmanna orönar 67 og .hefur engin Islensk bók veriö gefin út viölika oft. Sjálfsagt hefur Hallgrlm ekki óraö fyrir þvi, hve hugleiknir sálmar hans áttu eftir aö veröa þjóöinni, og enn slöur, hver áhrif þeir áttu eftir aö hafa á hana. Þau veröa aldrei vegin eöa metin, en svo mikil eru þau þó, aö fjöldi Islendinga hefur á liönum öldum lagt svo fyrir, aö Passiusálmarnir skyldu fylgja þeim I gröfina. 6 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.