Vikan


Vikan - 05.12.1974, Side 8

Vikan - 05.12.1974, Side 8
bar hann fram þá tillögu, að fslenska þjóðin reisti f Saurbæ minningarkirkju um séra Hallgrim. Kátt varð þó um framkvæmdir framan af, en upp úr 1930 komst nokkur skriður á málið, og þá voru skipaðar Hallgrfmsnefndir f fiestum sóknum landsins, og áttu þær að hafa forgöngu um fjársöfnun til kirkjubygg- ingarinnar. Efnt var til samkeppni um teikningu að kirkju i Saurbæ, en engin tillaga fann náð fyrir augum dómnefndar. Var Guðjón Samúelsson húsameistari rikisins þá fenginn til að teikna kirkjuna og var bygging hafin samkvæmt teikningu hans, en verð- hækkanir, sem fylgdu I kjölfar styrjaldar- innar, komu i veg fyrír, að verkinu yröi lokið og lá kirkjubygging i Saurbæ niðri fram yfir 1950. Þegar hafist var handa um kirkju- byggingu að nýju, var horfið frá þvi að byggja samkvæmt teikningu Guðjóns, og arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Eirikur Einarsson fengnir til að gera nýja teikningu. Samkvæmt teikningu þeirra var svo Hallgrfmskirkja f Saurbæ reist á árunum 1954 til 1957 og vigð 28. júli 1957 af Ásmundi Guömundssyni þáverandi biskupi. i vigslu- ræðu sinni lagði biskup út af svofelldum orðum II. Mósebókar: „Drottinn sagði: Drag skó þina af fótum þér, þvi að sá staöur, er þú stendur á, er heilög jörð.” Engin orð lýsa betur andrúmsiofti Hall- grfmskirkju I Saurbæ. Hún er full friöar og helgi og minnir fagurlega á andagift skáldsins, „er svo vel söng, að sólin skein f gegnum dauðans göng.” Gluggar kirkjunnar, sem Gerður Helga- dóttir hefur gert, gefa henni sérstakan svip. Stafnglugginn er elstur þeirra, og sá eini, sem listakonan gerði, áður en kirkjan var vfgð. Hinir gluggarnir eru tfu ára' gamlir. Lltmyndirnar hér á siðum Vikunnar gefa ekki nema örlitla hugmynd um gerð glugganna, en það er stutt niður að Saurbæ af alfaraleið um Hvalfjarðarströndina og kirkjan þar vel þess virði að hún sé skoðuð. Tról. Drottinn og lífsins stjarna Jóhannesarguðspjall 1:1-14. Séra Jón Einarsson, Saurbæ. 8 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.