Vikan


Vikan - 05.12.1974, Síða 20

Vikan - 05.12.1974, Síða 20
BÍLTÆKI 4RA RÁSA kr. 12. 655. - Programmelndicator Balance Control Channel Selectc Segulband með útvarpi innb. hljóðnemi kr. 18.665.- RAFBORG sf.r • Rauðarárstíg 1, sími 11141. að vera meö okkur. Þessir menn uröu aö gera sér grein fyrir þvi strax, aö þaö væru litil likindi til aö þeir fengju nokkuö fyrir sína vinnu. Viö unnum upp á hlut, en reyndin varð alltaf sú, að þegar viö geröum upp kassann var ekk- ert aflögu, nema kannski rétt til aö kaupa veitingar i eina góða veislu til að halda upp á, að við værum búin að sýna viðkomandi verk. — Nú varð Grima ekki langlif. Hvað varö henni að falli? — Starfsemi, eins og Grimu er aöeins hægt að halda uppi, meðan fólk er fullt af eldmóði og áhuga og getur lagt það á sig að vinna nætur og daga. En fyrr eða siðar kemur að þvi, að fólk er búið að stofna heimili og verður að fá peninga fyrir vinnu sina, og þá er þetta ekki hægt lengur. Þess vegna þarf að vera hreyfing i svona hóp. Það skildi ég ekki þá — en maður skilur svo margt, þegar timar liða. Grima var lok- aður hópur, og við vorum mjög einráð. Undir lokin vorum við ekki sammála um, hvort við ætt- um aö hleypa fleira fólki að, og þar kom, að við ihaldskaggarnir, sem vildum halda hópnum lokuð- um, fórum út, en nýtt fólk kom i staðinn. Ég naga mig enn i handabökin fyrir að hafa verið svona barnaleg að skilja ekki, að, það besta, sem svona hópur getur gert, er að virkja nýtt fólk, sem tekur við og er tilbúið að vinna eitt ár, vitandi, að þarna er ekki feitan gölt að flá, er tekur svo aft- ur inn nýtt fólk og þannig koll af kolli. öðruvisi verður svona leik- hús ekki rekið, og kannski væri Grima blómlegt tilraunaleikhús I Reykjavik i dag, ef við, sem byrj- uðum, hefðum áttað okkur á þvi. En þvi miður varð ekki framhald á Grlmu, þvl að þeir, sem tóku við, höfðu heldur ekki skilning, bolmagn eða orku til að virkja stöðugt nýtt fólk, og starfsemin lagðist niður. Eftir Grimuævintýriö varð að mestu hlé á leikhúsafskiptum Vigdisar, hún dvaldist um skeið erle'ndis og las leiklistarsögu, en fór siöan aftur að kennaaf krafti i Menntaskólanum i Reykjavik og siðan Menntaskólanum i Hamra- hllð, eftir að hann var stofnaður. Svo kom að þvi að sjónvarpið fór að hugleiða að taka upp frönsku- kennslu, og Vigdis var beðin að taka hana að sér. — Eins og margir muna vafa- laust, byrjaði þátturinn alltaf á þvl aö við heilsuðumst á frönsku: „Bonjour Vigdis” — Bonjour Gérard” — og það kemur oft fyr- ir.þegar ég fer út áland,að krakk- ar hlaupa á eftir mér og kaila: „Bonjour Vigdis, hvar er hann Gerard?”. Við Gérard vorum eins og harðtrúlofað par þarna i sjónvarpinu, svo börn eiga erfitt með að hugsa sér, að við séum ekki alltaf saman. Eg skrifaöi þættina eins og leikrit, og við Gér- ard skemmtum okkur konung- lega við flutning þeirra. Gérard, sem er frakki, var valinn sem mótleikari minn, þvi ég setti það að skilyrði, að ég hefði méð mér frakka, sem heföi góðan og réttan framburð. Mér þykir allt of vænt um þessa tungu, til að ég vildi, að þjóöin ,ef hún færi á annað borð að læra frönsku, fengi þann hreim, sem ég tala með, þvi eðlilega tala ég ekki eins og innfæddur frakki. En hjá Vigdisi er aldrei langt milli leikhúss og kennslu. — Það gefur auga leið, heldur hún áfram, að þegar maður er búinn að taka upp 12 sjónvarps- þætti er maður farinn að venjast þessum stóra upptökusal og þvi að tala við myndavél eins og lif- andi fólk. Þegar listasyrpan Vaka j var sett á laggirnar, var ég beðin um að taka að mér leikhúsþáttinn i ljósi sjónvarpsreynslu minnar og leikhúskynna. Þá var ég aftur I komin með annan fótinn inn i leikhúsið og var i nánum tengls- um við leikhúsfólkið og horfði enn betur á sýningar en ella. — Nú fóru aftur saman hjá mér kennsla og leiklist, fullt kennslu- starf og leikhúsmál I hjáverkum. Ég var búin að kenna mikið, og það er nú einu sinni svo, að þegar maður kennir. tungumál i menntaskóla byrjar maður alltaf upp á nýtt á grundvallaratriðun- um og það er endurtekning, sem getur orðið þreytandi til lengdar. Mann langar til að halda áfram i gllmunni, lesa bókmenntir með nemendum og fást við ný verk, en það er ekki hægt, þegar pámið i málinu takmarkast við 3 eða 4 ár. Þegar að þvi kom, að Leikfélag Reykjavikur var á höttum eftir leikhússtjóra, kom það til tals, að ég hæföi ef til vill þvi starfi og það mér. Og mig langaði til að róa á ný mið. — Hefur þér fallið, starfið? ■ — Já, ég held mér sé óhætt að segja það. Það tekur sinn tima að finna sjálfan sig á nýjum vinnu- stað, og ég er ekkert að fara I launkofa með, að þetta hefur stundum verið erfið glima, en ég hef haft gaman af henni, eins og allri glimu. „Svo þarf leikhússtjóri umfram allt að reyna aö vera manneskja... — í hverju er starf leikhús- stjóra fólgið? — Leikhússtjóri kemur með til- lögur að verkefnum og velur þau með tilliti til þeirra listamanna, sem starfa við leikhúsið á hverj- um tlma, og slðan er fjallað um þessar tillögur I leikhúsráöi, sem 20 VIKAN 49. TBL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.