Vikan


Vikan - 05.12.1974, Side 24

Vikan - 05.12.1974, Side 24
GÓÐ Smásaga eftir Gustav Wied. A jólakvöldiö vorum við i jóla- boöi hjá Larsensfjölskyldunni. ÞaB var reyndar ekki ætlunin. Viö höfðum ætlað að gæöa okkur á gæsinni einir og spila þriggja manna lomber á eftir, drekka konjak og reykja havanavindla, og ég hafði aliö þá flfldjörfu von í brjósti, að í spilunum tækist mér að vinna þessar áttatíu krón- ur sem ég átti að greiöa á miö- nætti á nýársnótt. Munið: Á morgun getur verið of seint að fá sér slökkvi- tæki. Ólafur Gíslason & Co h.f., Klettagörðum 3. Sími: 84800. V I M ...............J En skömmu fyrir hádegiö feng- um við skilaboö af efri hæöinni, okkur var boðiö að koma og horfa á jólatréð klukkan sex. Það fylgdi sögunni, að þar yrðu fáéin börn. Ég vildi heldur lomberinn, en hinir tveir eru viðkvæmari I lund og lögöu til, að viö veldum jóla- tréð og börnin. Og það varð úr. Klukkán sló sex, og við vorum aö byrja að jafna okkur eftir mat- inn. Við höfðum borðaö gæsina klukkan fjögur og komið okkur svo vel fyrir með kaffi og konjak, einn I sófanum, einn I ruggustóln- um og einn I hægindastólnum I horninu undir myndinni af ömmu. — Æjá, guð, já, já! sagði sá elsti okkar, sem var lögmaður og við hinir dvöldumst hjá — það er gott aö vera I henni Danmörk litlu! Og svo geispaði hann og teygði úr sér, svo aðbrakaði I liðamótunum á honum. — Jæja, er það! sagði ég og andvarpaði. En sá yngsti okkar, sem var af- greiðslumaður I dreglabúð, sagði ekki neitt, þvi að kærastan hans var I Rödby. Þá heyrðum við einn drengj- anna uppi koma hlaupandi niður stigann og rffa dyrnar hjá okkur upp á gátt. — Nú kveikja þau, nú kveikja þau, hrópaði drengurinn, tók I handlegginn á mér og dró mig af stað. Hann dró mig upp eldhús- stigann, gegnum eldhúsið og svefnherbergiö og inn I boröstof- una. Þar stóðu sex eða átta börn eftirvæntingarfull á svip. — Þau kveikja þarna iijni! hvlslaði drengurinn og benti á hurðina að dagstofunni, sem var lokuð. Nú komu lögmaðurinn og sá trúlofaði. Lögmaöurinn’ settist strax I hægindastól og tók litla stúlku á hné sér. Hann kitlaði hana I hálsakotið, svo hún skrikti af gleði. Sá trúlofaði kom sér fyrir inni I horni og brosti út i annað munnvikið yfir. samkomuna, Dyrnar voru opnaðar. Og þarna stóð tréð, og á því höfðu öll ljós verið kveikt. Það lá við, að birtan skæri mig i augun. Ég ætlaði að bera svolítiö augnvatn i þau, en ég geymi alltaf augnvatnsglas i vasa minum, en áður en ég vissi af, tók einhver i hendina á mér, og ég var farinn að ganga I kring- um jólatréð. — Heyriö þið, hugsaði ég — þetta var nú ekki ætlunin. En ég varð að gera svo vel að ganga kringum fréð. Og svo fóru börnin að syngja: — Heims um ból, helg eru jól....! sungu þau. — Já, þið getið sungið, hugsaði ég. — Þið eigið ékki að grejöa áttatiu króna skuld klukkan tólf á nýársnótt! Logmaðurinn var I essinu sinu. — Syngdu með, kallaði hann til min og blés mæðinni eldrauður i framan. — Ég get það ekki, sagði ég — ég er svo hás. Stuttu seinna hættum við göng-. unni, og allir tóku gjafir sinar af trénu. — Bara að þú fengir nú áttatiu krónur! hugsaöi ég, þar sem ég stóöog þreifaöi.á kandisblómi. Og ég leit yfir til lögmannsins, en ég hafði skrifað honum um nauðir minar og stilaö bréfiö til jóla- sveinsins, en hann haföi ekki minnst á það allan daginn. Nú stóð hann og drap tittlinga fram- an i mig, meöan hann batt slaufu I hárið á brúðu i rauðum kjól, sem ein litlu stúlknanna hafði fengið. Ég varö vonbetri. — Ef ég fengi pakka með átta- tiu krónum i, hugsaði ég. — Þá skal ég svei mér syngja! Sá trúlotaði stóð enn i horninu milli bókaskápsins og pianósins, og nú reif hann upp stórt umslag. Andlithans ljómaði allt. Og þegar hann var búinn að ná upp bréfinu, kyssti hann það þegjandi. Hann tók ekkert eftir þvi, sem gerðist i kringum hann. — Guö minn góður, hugsaði ég — þaö er sjálfsagt frá Rödby! Ef ég væri ungur eins og hann! Og öll gleöin i kringum mig varð til þess eins, að mér leið enn verr en áður. — Hér er eitthvað handa þér! hrópaði allt i einu drengurinn, sem stóð við híiðina á mér. Þetta var sami drengurinn og haföi sótt mig niöur um daginn og leitt mig kringum jólatréð. Hann rétti mér böggul. Ég þreifaði á honum og var mjög óstyrkur. Hann var mjúkur. 1 'honum gætu sem best verið nokkrir tiu krónu seðlar. Ég leit á lögmanninn. Og hann drap enn tittlinga framan I mig. — Heims um ból, helg eru jól! söng innan i mér, þegar ég fór að taka utan af bögglinum. Ot úr honum kom eitthvað rauöleitt. — Það eru ti- kallar, það eru tikallar, hugsaði ég og lifsgleðin gagntók mig. Aft- ur fann ég gömlu jólasemning- una kringum jólatréö, söng, gjaf- ir og gleði.... En hver fjárinn var þetta! Þetta rauða voru ekki pen- ingaseölar. Það var ullarflik! Ég leit enn á lögmanninn. Hann skemmti sér konunglega. Ég vafði öllum þappirnum utan af þessum rauða hlut, vafði og vafði. Og eftir þvi sem ég vafði lengur, varð ég langleitari og langleitari. Og ég er nærri viss um, að ég grét hljóðlega, þegar ég stóö loksins með hnjáskjól i hönd- unum, rauð ullarhnjáskjól með bláum leggingum. Lögmaðurinn þreif þau af mér og sýndi húsmóðurinni. — Ég bjó þau til sjálfur, frú Larsen. — Þau eru falleg! sagði frú Larsen. — Og meö bláum legg- ingum. Og allar konurnar dáðust að verki lögmannsins, börnin gleymdu leikföngunum sinum, og meira að segja sá nýtrúlofaði stakk stúlkunni frá Rödby i vas- ann til þess að geta komið nær og séö hnjáskjólin. En ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Mér fannst einna helst, að ljósin á jólatrénu mynduðu eld- skrift I loftinu, og þar stæði skýr- um stöfum: Klukkan tólf á nýárs- nótt! — Ertu ekki ánægöur með þau? spurði lögmaðurinn og færöi mér hnjáskjólin aftur. — Jú, sagði ég og brosti eins og kornabarn með magakveisu. — Jú, ég er mjög ánægöur! — Þú segir, að þér sé alltaf svo kalt á hnjánum! . — Já, hræðilega! — A hnjánum? sagði hann aftur og deplaði augunum. — Já, mér er oft kalt á hnján- um! sagði ég sannfærandi. — Já, en ertu þá ekki feginn að fá hnjáskjól? — Jú, það veit guð, sagði ég og reyndi að hrista af mér áhyggj- urnar. — Jú, það er ég! Ég er yfir mig ánægöur með hnjáskjólin! Þakka þér fyrir gamli vinur. Þessu skal ég aldrei gleyma! Lögmaðurinnn brosti. Og ég held hann hafi snúist svona hratt á hæli til þess eins aö leyna glott- inu, sem hann sendi mér. Ég hefði getaö löðrungað hann með hnjáskjólunum! Og heföi hann ekki snúiö sér undan, hugsa ég, að ég hefði látiö verða af þvi. Klukkan hálf niu lauk jólatrés- gleðinni, og viö fórum niður og settumst við aö spila lomber. En fyrst vildi lögmaðurinn endilega, aö ég færi úr buxunum og mátaði hnjáskjólin. Ég leyföi honum aö toga af mér buxurnar og vonaði, aö það bliðkaði hann svolltið, þvi að enn haföi ég ekki- gefið upp alla von... En á eftir spiluðum við lomber, við drukkum rommtoddý, og við reyktum vindla. Þaö varð mjög heitt I herberginu. Ullarhnjá- skjólin fóru að pirra mig, og átta- tiu krónurnar nöguðu mig i hjart- að. Augu lögmannsins glóðu af kátínu, og yfirskeggið á honum iiristist af velliðan. Sá trúlofaði tók bréfið öðru hverju upp úr vas- anum og skoðaði það i krók og kring. En ég lagaöi toddý og lag- aði toddý og drakk og drakk, drakk skál fööurlandsins, drakk skál járnbrautarinnar til Rödby, drakk skál alls milli himins og jarðar. Og smám saman tókst mér næstum að gleyma áttatiu krónunum, og mér fannst eins og enn væri harla l.angt til nýársnæt- urinnar. Þar kom, aö lögmaður- inn og sá nýtrúlofaði urðu að leggja mig til hvilu I rúmið mitt... Daginn eftir tók ég mér morg- ungöngu eftir þjóðveginum, sem liggur út úr bænum langt út i heiminn. Snjór var yfir öllu. 011 jörðin var hvit og fögur, himinninn var grár og ég var meö höfuöverk. Eiginlega var ég þó ekki með venjulegan höfuðverk, réttara væri að segja, að ekki hafi allt veriö með felldu I höfðinu á mér. Mér fannst ég yrði aö muna eitt- hvað, en ég gat ómögulega rifjað upp, hýað það var. Nokkrir bóndadrengir I bláum bómullarfötum og á tréskóm komu gangandi á móti mér. Það var rétt svo skóhljóð þeirra heyrðist I snjónum og mér fannst þessir bóndadrengir vera ótrú- lega litlir. A milli sin báru þeir stóra körfu, og upp úr henni sá I nefiö á svinshaus. — tJff! Nú ætlar einhver stór- karlinn aö fara að éta á sig gat! hugsaði ég. — Gleðileg jól! sögðu bónda- drengirnir og tóku ofan. Ég ans- aði þeim ekki, þvi að ég var I svo slæmu skapi. Ég vissi ekki hvers vegna. En þegar mér varð litiö niðrum mig, skildi ég hvað var aö. Ég var ekki i neinum buxum. HANSA-húsgögn HANSA-gluggatjöld HANSA-kappar HANSA-veizlubakkar Vönduð íslenzk framleiðsla. Umboðsmenn um allt land. J 24 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.