Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 63

Vikan - 05.12.1974, Page 63
Sá var siður forfeðra okkar að hefja fiskiróðra með þvi að fara með sjóferðabæn. Þegar lagt hafði verið frá landi, tók skips- höfnin inn árarnar og ofan höfuð- fötin og bað bænina. Þessi siður mun nú aflagður með öllu og þeir sjómenn tæpast til, sem með sjó- ferðabæn fara. t kringum 1950 voru nokkrir áhugamenn meö áætlun á prjón- unum um að reisa sjómanna- kirkju. Kirkjuna átti að reisa al- föður til dýrðar og islenskri sjó- mannastétt til heiðurs og fyrir- bæna. Kirkjan átti þannig á viss- an hátt að koma i stað sjóferða- bænanna. Fremstur i flokki þess- ara áhugamanna var Jens Eyjólfsson byggingameistari, sem teiknaði kirkjuna og hafði forgöngu um, að hafin var fjár- söfnun til byggingarinnar. Kirkj- unni var valinn staður i Selásnum og þar gefur enn þann dag i dag að lita kirkjuklukkuna fyrirhug- uðu, sem þar kúrir undir fisktrön- um. Kirkjubyggingin varð nefni- lega aldrei að veruleika ýmissa orsaka vegna, en Jens Eyjólfsson tókst þó að byggja súlu á fyrir- huguðum byggingarstað kirkj- unnar i Selásnum. sem vitnar um þennan draum hans ásamt kirkjuklukkunni. Jens Eyjólfsson fæddist að Hvaleyri við Hafnarfjörð árið 1879. íðnnám stundáði hann fyrst hjá Magnúsi Blöndal i Hafnarfirði og lauk þvi hjá Guðmundi Jakobssyni i Reykjavik. Að iðn- námi loknu fór hann utan til að fullnuma sig i byggingalist. f kringum 1920 teiknaði Jens og byggði nokkur spennistöðvahús fyrir Rafmagnsveitu Reykja- vikur. Hús þessi hafa svolitið Sér- stakt yfirbragð og bera vott um góðan smekk og vönduð vinnu- brögð höfundar sins. Fyrirhugað mun að varðveita eitt þessara húsa i Arbæjarsafni, og er Jens vel að þvi kominn að fá þar ævar- andi minnisvarða um störf sin. En um leið og Arbæjarsafn er heimsótt getur verið skemmtilegt að bregða sér þann stutta spöl, sem þá er ófarinn upp i Selásinn, og virða fyrir sér kirkjuklukkuna hans Jens Eyjólfssonar, sem aldrei var hringt til sjóferðabæn- ar. Og ekki er útilokað, að ein fög- ur hugsun og hljóðlát bæn fyrir is- lenskri sjómannastétt komi i stað veglegs kirkjusöngs, þó að hljóð- látari sé. NY LITFILMA INNIFALIN... m •'25%' .staern ynöir. to7 Hjá okkur fáið þér landsins bestu kjör á framköllun, 25% stærri litmyndir á SILKIpappir og nýja litfilmu innifalda i framköllunarverðinu. Hjá okkur fáið þér einnig til jólagjafa, margar tegundir myndavéla, mynda-albúm, myndaramma, og fjöldann allan af öðrum Ijósmyndavörum. MYNDIÐJAN ÁSTÞÓR HF Suðurlandsbraut 20, sími 82733. Reykjavik. Pósthólf 1104.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.