Vikan - 05.12.1974, Page 70
hún skilur. Síðan á þessum mikla
degi i lifi minu á Seyðisfirði hef ég
haft óbifanlega trú á æsku þessa
lands.
Og siðan hef ég oft sannfærst
um að unga fólkið getur komið i
kirkju Drottins, ekki siður en
gamla fólkið.
Eins og ég var hrifinn i kirkj-
unni á Seyðisfiröi, þá var ég ekki
siöur ánægður með mótið. Kom
þar fram góður efniviður, það
besta utan Reykjavikur. Það voru
sérstaklega tveir strákar i
Seyðisfjarðarliðinu, sem vann
mótið, sem vöktu athygli mina.
Þeir voru feimnir á vellinum, en
gátu stjórnað boltanum að vild,
og gefið góðar sendingar. Annar
þeirra var Ólafur ólafsson, sem
var áreiðanlega efni I atvinnu-
knattspyrnumann og er nú út-
gerðarmaður. Hinn Tómas Árna-
son, alþingismaöur og lögfræð-
ingur að mennt. Það hefur alltaf
verið þyrnir I augum minum, að
helstu knattspyrnufélögin i höfuö-
staðnum skuli litið sem ekkert
gera til að leita að knattspyrnu-
mannaefnum úti á landsbyggö-
inni. Þegar ég þjálfaði á Húsavik
um hrið árið 1938 voru Hafsteins
bræðurnir, Jóhann og Jakob, i
fararbroddi leikmanna á staðn-
um, ungir menn sem með betri
þjálfun hefðu án efa leikið i lands-
liði Islands.
í Breiödal var ég ekki aðeins
með piltunum i boltaleik. Ég tók
að mér að æfa stúlkurnar i hand-
bolta, og fóru æfingar fram á flöt
einni i Breiðdalsvík. Ég var eng-
inn sérfræðingur i þeim leik, en
þrátt fyrir þaö gekk allt vel, og
höfðum við öll gaman af þvi að
koma saman og leika að bolta
undir berum himni. Þær voru all-
ar fallegar stúlkur, og var ég
feginn þvi að vera kvæntur mað-
ur, annars hefði ég freistast til að
reyna að velja maka úr þeim
hópi.
Aður en ég lýk þessum fyrsta
kafla I lifi minu sem prestur á
þessu landi, finnst mér rétt og
skylt að nefna nokkra menn úr
Breiðdal sem tóku virkan þátt i
þvi að hvetja mig til að halda
áfram starfi minu á Islandi,
menn sem vissu um sérstaka
erfiðleika mina sem útlendingur
þá, en voru vissir um að ég mundi
sigra með tima og reynslu.
Ég gleymi ekki Gisla Guðna-
syni stöðvarstjóra á Breiðdals-
vik. Hann varð fyrir svörum, er
maður nokkur i sókninni sagði, að
þó að séra Róbert væri góður
maður, væri það ekki rétt að
senda útlending til að þjóna
prestakallinu. Gisli spurði mann-
inn hvort hann tryði á Jesúm
Krist, og játaði maðurinn þvi.
,,Var Jesús islendingur?” spurði
Gisli. Maðurinn skildi, hvað Gisli
átti við og svaraði engu. Vissu-
lega er það rétt, að sterk eru and-
ans bönd, sem tengja sál við sál.
Það var eðlilegt, að sumir menn
misskildu mig, sérstaklega þeir,
sem eldri voru. En kærleikurinn
þekkir ekki önnur tungutök og
annan framburð.
Seint i desember, eða um tveim
mánuðum eftir að ég gekk á fund
yfirmanna skosku kirkjunnar i
Edinborg fékk ég bréf, sem fjall-
aði um mál mitt. Það var vinsam-
legt, og var það á þá lund, að
nefndin hefði eftir að hafa tekið
tillit til allra ástæðna minna, lagt
til, að ef ég vildi fá vigslu til þjón-
ustu i skosku kirkjunni, mundi ég
þurfa að stunda nám I kirkjusögu
Skotlands við háskólann annað
hvort I Edinborg eða Glasgow, og
mundi það nám standa yfir heil-
an vetur. Jafnhliða þvi mundi ég
geta fengið aðstoðarprestsstarf
við einhverja viðeigandi kirkju og
þar með geta séð fyrir fjölskyldu
minni. Ef ég vildi samþykkja
þessa tillögu nefndarinnar, var ég
beöinn að sækja um inntöku I
þjóðkirkju Skotlands, og mundi
umsókn min verða lögð fyrir
preststefnuna i Edinborg i mai á
næsta vori. Ég vil hér með til
frekari skýringar taka það fram,
að þegar prestur úr annarri
kirkjudeild sækir um inngöngu
eða vigslu i kirkju Skotlands,
verður prestastefnan, sem er
reyndar einnig kirkjuþing, að
samþykkja umsóknina. Ég
svaraði bréfinu um hæl og sagðist
vera hættur að hugsa um það að
gerast prestur i ættlandi minu, og
þar með var málinu lokið.
Tuttugu og sjö árum seinna var
ég staddur I Edinborg og hitti á
skrifstofum kirkjunnar roskinn
prest, sem ég þekkti ekki. En
hann mundi eftir mér. Hann var
einn úr nefndinni, sem sendi mér
bréfið. Hann ræddi um stund við
mig, og þá spurði hann mig bros-
andi, hvort ég sæi eftir þvi að hafa
ekki „komið heim til mins fólks”,
— eíns og hann komst að orði —
„og þjónað þvi”. „Ég hefi fylgst
með þér” sagði hann hlýlega „og
einhvern veginn finnst mér, að ef
þú hefðir komið heim, mundirðu
vera háttsettur i kirkju okkar i
dag”. „Ég sé ekki eftir neinu,
sem ég hef gjört hingað til”,
sagði ég, „hvorki i afstöðu minni
til ykkar i Skotlandi eöa til ann-
ars”. Þá sagði hann mér nokkuð,
sem mér fannst dálitið merkilegt.
„Þegar nefndin sendi þér bréfið”,
sagði hann, „bjóst enginn okkar
viö þvi að þú mundir yfirgefa ls-
land Okkur fannst að þú mund-
ir heldur kjósa erfiðari leiö til
aö þjóna Kristi”. Það var fallega
mælt. „En hvernig er það núna”?
spurði hann. „Nú ertu roskinn
maöur”. En þá kom háskólaborg-
arinn upp I honum, og hann bætti
GERIÐ GOÐ KAUP!
EITTHmÐ
FYRIRALLA
HÚSGAGNAÚRVAL Á 2 HÆÐUM
HLEMMUR
___j Strætissí^Rvk.
Lauga’
11
ií
0
Húsgag navcrslu n
Reykjavíkur hf.
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940
við. „En við þurfum endilega að
vita, á hvaða stigi prestsmennt-
unin er á Islandi”. Það var ennþá
álit skosku kirkjunnar að við
prestar á Islandi, værum litt
menntaðir.
óvæntur viðburður leiddi til
þess, að ég sá fram á, að framtiö
min væri annars staðar en I Hey-
dalaprestakalli. Ungur maður
fæddur og uppalinn i Breiðdal
ætlaði að ljúka embættisprófi i
guðfræði vorið 1946. Langaði hann
'til þess að setjast að i heimasveit
sinni. Auk þess sem hann átti
margt frændfólk i dalnum, var
kona hans frá Stöðvarfirði. Ef
Heydölum hefði verið slegiö upp
þá um vorið, gat ungi kandidatinn
sótt um og varð ég þá bara að
standa og horfa á. Ég var ekki
ennþá íslenskur rikisborgari og
þýddi ekki af þeim sökum að
sækja á móti honum. Hann tók
vigslu og var settur i Hrafnseyr-
arprestakaiii við Arnarfjörð. Það
var auðvitaö aðeins bráðabirgða-
ráðstöfun hjá unga prestinum,
þvi dálitill áróður var hafinn i
Heydalaprestakalli. En þrátt
fyrir þetta hefi ég enga ástæðu til
að segja annaö en að sóknarbörn
min sýndu mér sem áður góðan
hug. Allan timann, sem ég var 1
Breiðdal, voru faðir unga prests-
ins og bræður hans, Einar og
Baldur, mjög vingjarnlegir við
mig og konu mina.
Strax eftir áramótin 1947 hugs-
aði ég til hreyfings um að velja
laust prestakall. Var ég ákveðinn
aö fá mér stað, þar sem prestur
haföi ekki verið langa hrið. 1 sliku
prestakalli voru áreiðanlega
mikil verkefni. Fyrst var ég aö
hugsa um Sandfell I öræfum og
gerði mér ferð til Hornaf jarðar til
að ræða við prófastinn i Bjarna-
70 VIKAN 49. TBL.