Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 71

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 71
Séra Róbert Jack, islenskur sveitaprestur og bóndi. nesi, séra Eirik Helgason, sem haföi þjónaö öræfum i mörg ár. Séra Eirikur var drengur góður, og tók hann vel i það, aö ég kæmi i öræfin, en benti mér á að hús- næðið væri bara ekki til, gamla prestssetrið væri gamall torfbær og ekki lengur mannabústaður. bað var nóg. Ekki vildi ég flytja i verri hjall með konu og börn en ég þekkti á Heydölum. 1 millitiðinni datt mér i hug að sækja um rikis- borgararéttindi, þvi það var aö- eins um eitt að ræða, þaö var aö sækja um prestakall og fá veit- ingu. Ég skrifaði biskupnum, og bað ég hann að athuga möguleik- ana á að fá borgararéttindin fyrir vorið, eða áöur en Alþingi hætti störfum. Ég hélt áfram að þjóna minum viðáttumiklu prestaköll- um, og meðal annars skrapp ég út i Papey i febrúarlok til aö heim- Viö hliðiö að Tjörn á Vatnsnesi. Meö séra Róbert Jack á myndinni eru Sigurlina kona hans og Linda dóttir þeirra. Krossinn og sigur- merkið i hliðinu eiga að tákna ævarandi sigur kristinnar trúar. sækja Gisla bónda þar. Þessi mæti maður, sem er látinn fyrir mörgum árum, var alveg sér- stakur heim að sækja. Hann bjó i Papey eins og konungur i riki sinu. Hann var úr öræfum, og þegar hann fluttist út i Papey fyrir fyrri heimsstyrjöldina rak hann allt sitt fé úr Austur Skaftafellssýslu að ósi, sem liggur fyrir sunnan Djúpavog á meginlandinu gegnt eynni. Siðan voru kindurnar flutt- ar á báti út i Papey. Gisli var þrekmaður og ljúf- lingur að auki. Hann var trúræk- inn og hirti vel kirkju sina eftir þvi sem aðstæður leyfðu. Fleiri mönnum eins og Gisla i Papey kynntist ég, t.d. Þorleifi á Hólum við Hornafjörð, Bjarna á Borg i Skriðdal, Bjarna i Asgarði i Döl- um og Guðmundi á Illugastööum á Vatnsnesi, allir nú látnir. Þessir menn voru allir á sinni tið þjóö- kunnir. Lifsbaráttan haföi gert þá sjálfstæða einstaklingshyggju- menn, og þetta gerði þá viðsýnni en ella. Þeir voru lausir við allar öfgar, og þrátt fyrir það að allir bjuggu á afskekktum stööum voru þeir lausir við alla útkjálka- hyggju. Einar á Hvalnesi, sem ég kynntist fyrst hjá kaupfélags- stjóranum, Jóni Sigurðssyni á Djúpavogi, var mjög hávaxinn, eða um tveir metrar. Hann var vitur maður, og þegar hann tal- aði, aö minnsta kosti viö mig, tal- aöi hann mjög hægt og skýrt. Ég held, að hann hafi viljað láta mig melta hvert orð úr munni hans og skilja hvaö hann sagði, þvi hann vissi, að ég var ættaður úr ööru landi. Einar frá Hvalnesi, eins og aðrir eldri bændur, sem ég kynnt- ist i byrjun starfsára minna á Is- landi, voru allir synir gamla Is- lands, sem þekktu ekki spillingu eða svikin loforð eins og menn venjast i dag i velferðarþjóðfélagi nútimans. Þeir höfðu ennfremur skemmtilega þjóðrækniskennd og réttlætistilfinningu, sem ég vissi, að voru sprottnar af Guðstrú. Flestir þessara manna, sem ég hefi nefnt, héldu sunnudaginn heilagan og létu aldrei vinna þann dag. Samt sagði Bjarni i Asgarði mér, að hann hefði aldrei vantaö gott hey. Ég sá ekki annað en að þessir menn færu vel með vinnu- fólk sitt og skepnur. Þegar vetur var brátt á enda runninn snerist hugur minn norð- ur á bóginn, til Grimseyjar- prestakalls, sem hafði verið prestlaust i 10 ár, eða siðan séra Matthias Eggertsson hætti störf- um árið 1937. Að visu hafði séra Ingólfur Þorvaldsson prestur i Ólafsfirði þjónað Grimsey, þegar þess var þörf, en einhvernveginn fannst mér, að grimseyingar. vildu helst af öllu hafa prest á staönum. Ég leitaði ráða hjá biskupi og hafði hann ekkert á móti þvi, að ég skryppi norður til að skoða staðinn og tala viö fólk- iö. Það varð þessvegna úr þvi, aö i mai 1947 lagði ég af stað norður á Siglufjörð, þvi ég frétti, að póst- báturinn „Drangur” kæmi þar við á leið frá Akureyri, áður en hann sigldi út i eyjuna. En þegar ég kom til Siglufjarðar frétti ég, að „Drangur” mundi ekki fara til Grimseyjar fyrr en eftir tvær vik- ur. Það var ómögulegt að biða svo lengi, og varð ég nú annaðhvort að hætta við að heimsækja Grimsey og ibúa hennar, eöa að leigja bát með mig út i eyjuna. Ég leigði góðan bát og góðan skip- stjóra, og eftir aðeins tveggja daga dvöl i þáverandi sildarbæ Norðurlands lögðum við af stað út á ishafið. Báturinn var um 12 tonn, og sjórinn var langt frá þvi slétt- ur. Ferðin gekk þó vel, og vegna þess að ég hefi alltaf verið sjó- hraustur var gaman að fara þessa leið i fyrsta sinn. Grimsey- ingar vissuum komu mina, þvi að skipstjórinn hafði talsamband viö eyjuna, og þegar við lögðum að bryggju i Sandvik höfðum við veriö rétt rúmlega fimm tima frá Siglufirði. Magnús Simonarson hrepp- stjóri og oddviti tók á móti mér og bauð mér strax heim til sin. Við ræddum dálitla stund, og sagði hann mér meðal annars, að prestssetriö á Miðgörðum væri nú ekki lengur gott hús, en mætti gera það betra með einhverjum tilkostnaði. Fjölskylda bjó i þvi. Ég bað Magnús að koma boöum til fóksins, að ég mundi flytja stutta messu. Mér fannst það sjálfsagt að sýna mig og sjá fólkið á viðeigandi hátt. Magnús gerði þetta. En til allrar óhamingju byrjaði nú að hvessa af vestri upp á höfn og byggðina, og litlu siöar kom orð frá skipstjóranum, aö ef ég kæmi ekki strax mundi hann verða að fara. Þetta neyöarkall varð eflaust örlagarikt. Ef ég hefði látið bátinn fara, mundi ég hafa haft nógan tima til að athuga allar aðstæður I Grimsey, og er þá vafasamt, að ég hefði gerst prestur þar I nær 7 ár. Ég ákvað að hlýða kalli skipstjórans. Magnús fylgdi mér niður að bryggjunni. Skipstjórinn hafði losað skip sitt frá vegna óveðurs, þvi þá var hætta við höfnina I vestanveðri. Hann beiö eftir mér fyrir utan. Hann kom upp aö bryggjunni, þegar hann sá mig. Magnús greip hönd mina. Ég sagði honum, að ef ég hlyti lög- mæta kosningu mundi ég koma til Grimseyjar. „Við viljum prest,” sagði Magnús. Ég lofaði þvi að koma. Nokkrum dögum seinna varö ég Islenskur rikisborgari samkvæmt beiðni minni við utan- rikisráðherrann, Finn Jónsson og Alþingi. Finnur greiddi mál mitt vel og fljótt. Hann var ágætur maöur, sem hafði kynnst foreldr- um minum og komið heim til þeirra I Glasgow eitt skipti fyrir strið, þegar hann kom til Glasgow á Esju gömlu. Mér er óhætt að sc^ , að margir Islendingar muna eftir heimili og gestrisni foreldra minna með gleöi bæði fyrif slðari heimsstyjöld og eftir hana, þegar „Hekla” sigldi á Glasgow, og flugið var hafið milli Islands og Skotlands. Ég sótti um Grimsey og fékk lögmæta kosningu með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Grims-. eyingar sýndu vilja sinn, þeir vildu fá prest. Ég hafði gefið lof- orö mitt. Ég varð að standa við þaö. Ég vissi aldrei, hvað Sigurlinu fannst um að fara norður i ishaf- iö. Ég spurði hana aldrei að þvi, en ég vissi, að hún treysti mér til að gera það, sem mér fannst rétt, til að þjóna kirkju Krists. Hún var sammála mér um það, þvi hún var sannkristin kona. Litlu siðar sótti breiödælingur- inn, séra Kristinn Hóseasson um Heydali og hefur verið prestur þar siðan. Nú hófst undirbúningurinn und- ir það að flytja norður. Við áttum litiö af húsmunum, en þvi meira af bjartsýni. Ég vildi taka Stjarna minn með mér og samdi við Rik- isskip um að sækja hann á Breið- dalsvik. En hvernig sem menn reyndu vildi vinur minn ekki fara um borö I „Heklu” og skipið varð að fara. Onnur tilraun var gerð, en árangurslaust. Stjarni fann á sér, hvað stóð til og strauk frá bryggjunni og út á haga, sem hann þekkti vel. Það var vonlaust. Við vorum komin norður i Grlmsey, þegar ég fékk orö frá vini minum, Þorgrimi á Breiðdalsvik, sem ég baö fyrir hestinn, að ekki reyndist hægt að koma honum um borð I nokkurt skip. Mér datt ekki I hug að selja hann, og þessvegna baö ég Þor- grim að lóga honum og grafa hann á stað i Heydalalandi, þar sem hann var vanur að leika sér á björtum sumardögum. Þaö var 49. TBL. VIKAN 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.