Vikan


Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 74

Vikan - 05.12.1974, Blaðsíða 74
feröalagi og kunni ekkert á út- búnaö þann, sem viö höföum meöferöis, né heldur aö búa upp á hesta. Ég þekkti heldur ekkert til lánshestanna, og þó ég væri búinn aö fara ýmis ferðalög um ná- grenni Reykjavikur, þá voru þau alls ekki byggö upp með þann út- búnaö, sem hér var, tjald, mat o.fl. til 14 daga — og þá vorum við alltaf fleiri saman og allir vanir hestum. Ég hafði aidrei farið þessa leiö áöur og hafði aðeins litið kort meöferöis, leiðin var heldur ó- greinileg og engar merktar vega- slóöir. Mikinn hluta leiðarinnar fyrsta daginn var h'vergi vatn að fá, og var það farið að þjá hestana i hitanum. Það voru þvi mikið fegnir menn og hestar, sem komu niður að Helludal við Geysi. þeg- ar áliðið var nóttu eftir 15—16 tima ferð. Næsta dag tókum viö öllu með ró og hvlldum okkur. Á þriðja degi var svo haldið af stað árla morguns til næsta áfangastaöar, sem var hinn nýbyggði skáli Ferðafélagsins i Hvitarnesi. Ferðin inn eftir gekk öll aö ósk- um, vegurinn göður og menn og hestar farnir að kynnast og hrist- ast saman. Að sjálfsögðu höfðum við viðkomu hjá Gullfossi, sem skartaði sinum fegursta skrúða og litbrigðuni i sólskininu, Seint um kvöldið komum við i Hvltárnesskálann. Þar hittum við nokkra unga breta, skólastráka, sem voru hér við einhverjar nátt- úru- og jarðfræöirannsóknir. Með þeim áttum við góða og glaða kvöldstund. Skuggsýnt var úti og stillilogn, og það var eins og við værum komnir I aðra veröld þarna inn á milli jöklanna uppi á hálendinu, Stundum var kyrrðin rofin af ónotalegum dynkjum frá skriðjöklinum viö Karlsdrátt. Ekki var alveg laust við, að upp I hugann kæmu sögur, sem áttu að hafa gerst á þessum slóðum end- ur fyrir löngu og sumar heldur hrollvekjandi. En góður félags- skapur þarna inni á öræfunum gaf ekki langan tima til slikra hugleiðinga. Enn Var áfram haldið njesta morgun, og nú voru Hveravellir næsti áningarstaður. Langar þóttu okkur sandöldurnar þarna norður frá, en allt gekk að óskum, og tjaldi slógum við niður nálægt hverurium á Hveravöllum. Um morguninn, þegar ég tók að huga að hestunum, saknaöi ég tveggja, og tók þaö mig tvo tima að finna þá aftur. Höfðu þeir losað sig úr höftunum um nóttina og voru komnir á rétta leið suður i stroki. En erfiðleikum dagsins var ekki lokið, þótt hestarnir væru fundnir. Leið okkar lá um algjör- ar vegleysur, og engar slóðir voru til þess að hjálpa okkur að halda réttri leið. Við vissum, að við átt- um að sveigja til vinstri fyrir enda Langjökuls I átt til Borgar- fjarðar. En ég hef aldrei veriö mikill vinstri maður, og hvort sem forlögin hafa nú gripið þarna i taumana, þá er svo mikið vist, að leiðin til vinstri var aldrei far- in. Þegar við höfðum farið nokkuð lengi dags i noröur, lentum við i miklum mýrarfenjum, og lágu hestarnir i þeim á vixl, slitu gjarðirnar, og allt gekk úrskeiðis. Og til að kóróna allt saman skall nú á okkur blindþoka. Ófullkomin kort okkar og áttavitar komu að litlu gagni, svo að nú var úr vöndu að ráða. Ég minntist þess nú að hafa eínhvern tima heyrt að færi mað- ur á annað borð að villast, gæti maður tekið upp á þvi að fara i hringi, og sist af öllu langaði mig til þess I slikum mýrarfenjum, sem við vorum nú komnir i. Þarna var mikið af vötnum, pytt- um og pollum, en þar kom, að við fundum smálæk. Ákvað ég strax að fylgja honum, þvi ekki færum viö I hringi á meðan. A annan sólarhring vorum við að elta læk- inn, sem að lokum var orðinn að stórfljóti og við komnir niður i djúpan dal. Á fyrsta bænum, sem við kom- um að, guðaði ég á glugga, og út kom ungur sveinn. Spurði ég hann um mikinn bæ, sem Kalmans- -tunga héti, en drengur kvaðst aldrei hafa heyrt á þann bæ minnst. Einhvern veginn fannst mér viö myndum hafa álika álit hvor á öörum, drengurinn og ég. Hann furðaði sig á spurningum minum, og mér þóttu svör hans undarleg. En hann ráðlagði okkur aö fara til næsta bæjar, sem ekjci var langt I burtu. Þar voru bygg- ingar reisulegar og fögur tún. Sveinninn kvað bóndann þar heita Lárus Björnsson og bæinn Grims- tungu, en dalurinn, sem við vær- um nú staddir I, héti Vatnsdalur. Svo mörg voru þau orö. Við vor- um sem sé komnir norður I Húna- vatnssýslii í staðinn fyrir i Borgarfjarðardali. Þarna var hægri leiöin fullkomin, — hver leitar ekki að siöustu heim til föð- urhúsanna? Þarna I þessari sýslu var ég einmitt I heiminn borinn á sinuria tima. Lárus I Grimstungu tók okkur með miklum ágætum, eins og Húnvetninga er háttur. Hann gaf okkur nákvæma lýsingu og teikn-; ingu af leiðinni suður Tvidægrú, 74 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.