Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 80

Vikan - 05.12.1974, Page 80
ekki, að það kæmi niður á öðrum, og var ég þá vön að láta i minni pokann. Nú nálguðust jólin óðfluga, allt of fljótt, fannst mér, það voru að- eins fimm vikur til stefnu. Jólaundirbúningur tók alltaf sinn tima. Ég hafði líka lofað að hjálpa til við jólahald á elliheimili sóknarinnar. bað var alltaf erfitt að fá nægilegan strfskraft á slíkar stofnanir. bað var lika skemmti- legt að sinna þessum störfum, og áöur en ég vissi af, var ég búin að lofa þvi að hjálpa til þar eftir megni eftir jólin lika. En allan timann, meðan ég var að þessum störfum mínum, hugsaði ég stöð- ugt um hestinn. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, aö hesturinn okkar stæði einhvers staöar og biði eftir þvi einu, að ég kæmi til að sækja hann. Ég hélt fast viö þessa hug- mynd og hætti alveg að lesa aug- lýsingar og að hanga I simanum. Ég var viss um það með sjálfri mér, að fyrir jól yrði kominn hestur i hesthúsið mitt. bað yrðu bókstaflega engin jól, ef ég yrði fyrir vonbrigðum. Viku fyrir jól hitti ég gamla vinkonu mina i þorpinu þarna i grenndinni. Viö borðuðum saman góðan hádegis- verð, og þegar við skildum óskuð- um víð hvor annarri gleöilegrar jólahátiðar. begar ég ók heim, fór ég fram hjá litlum sveitabæ, þar sem verið var að halda uppboð, — allt átti að selja. Og þarna, mitt á meðal kúa, uxa og áburðarklára — stóð litli hesturinn minn. bað kom á dag- inn, að þetta var meri og hét Beta. Hún var ansi þybbin, og mér var ljóst, að hún var fylfull og að hún var hölt á öðrum aftur- fæti. En ég sá strax, aö þetta var elskuleg skepna, hafði það á til- finningunni, alveg eins og þegar ég fann slikt á mér gagnvart fólki. Mér fannst hún horfa á mig bænaraugum. bað endaði með þvi, aö ég greiddi fyrir hana allt það fé, sem ég hafði handbært, og svo var ég búin að eignast hest. bað vill nú svo til, að billinn okkar er stór vörubill, og ég gat hæglega komiðhenni fyrir á pallinum með þvi að búa vel um hana, og mér fannst hún renna til min þakklæt- isaugum. Nú var ég glöö/já það skyldu sannarlega verða eftir- minnileg jól á Heiðabýlinu. Hesthúsið var hreint, beið reyndar eftir henni og hafði gert það lengi. Kári hafði skroppið til höfuðborgarinnar til aö tala við forleggjarann sinn, og börnin voru á litlu jólunum I skólanum, svo það sá enginn, þegar ég leiddi Betu inn á framtiöarheimili henn- ar. Ég setti kaðal fyrir básinn og fyllti jötuna með höfrum og heyi. bað var auðséð, að hún var ánægð, og mér fannst hún vera að tjá mér þakklæti sitt, þegar hún nuddaöi mjúkri snoppunni við hönd mina. Siðar um kvöldið læddist ég út til hennar. bá var hún búin að hreiðra vel um sig I mjúkum hálminum, sennilega farin að dotta. Gat það verið, að manni gæti þótt vænt um skepnu svona fyrsta daginn? bað fannst mér að minnsta kosti, þeg- ar ég stóð þarna og virti fyrir mér þennan nýja vin, ég get ekki skýrt það á annan hátt. Ég ætlaði að fá dýralækninn til að lita til hennar við fyrsta tækifæri, já, strax á morgun. En eldsnemma næsta morgun var það dýralæknirinn sjálfur, sem hringdi að fyrra bragði, — ég var eiginlega ekki komin á fætur. TIL VMISKONAR VIOGERÐM OG LRGRÆRINGH Á HVERJU HEIMILI (Q HREINSIEFNI fyrir salernisskálar Þægilegt og auðvelt í notkun, fjarlægir fitu og óhreinindi án þess að skaða postulinið. HREINSIEFNI fyrir skolpleiðslur Fljótvirkt og öflugt, leysir upp efni er setj- ast innan í leiðslur, notaS með köldu vatni. SkaSlegt fyrir hendurnar, notist því meS varús. SEELASTIK kítti Seelastik er einkar hentugt f hvers konar smá- viSgerSir og þéttingar t.d. í sprungur á stein, þéttingum meS rúSum og margt fleira. STA-PUT þéttiefni Plastik kitti er harðnar ekki, og sprlngur þvi ekki ne brotnar. Hentugt til tengingar á sal- ernisskálum og þess háttar. PLASTIC SEAL Efni sérstaklega til viSgerða á leiSslum, postulíni o.fl. Einnig til fyllingar t.d. undir lakk, verSur hart semjárn, þegar þaS þornar. HREINSIEFNI fyrir postulín PrýSis hreinsiefni fyrir postulúi, baSker, handlaugar, veggflfsar, diska og bolla þ.e.a.s. allt postulih, en varast ber að nota ræstiduft, það skemmir glerunginn. ROOF & FLASHING CEMENT Þéttiefni á þök o.fl. Bindur sig jafnt viS heita, kalda, blauta eða þurra fleti. Hægt að setja á í rigningu eða undir vatni. VINYL WAX sjálfgljái Sérstaklega góSur fyrirvinylogönnurgólfefni. Gólfiö veröur gljáandi án þess aS þaS verSi hált. Einnig eigum viS hreinsilög frá sömu verk- smiöju, ætlaSur til aS ná upp gömlu bóni og öSrum óhreinindum. EPIFAST baðemalering Efni ætlaS til viSgerða á gömlum baSkerum og öSru postulihi. Þaö er boriö ámeS pensli. tvær yfírferöir, endist allvel. SÓTEYÐIR TileySingar á sóti í olíukyndingum, þægilegur í meöförum og árangursríkur. Getur í riiörg- um tilfellum lækkaö hitakostnaö. GALVAFROID ryðvarnarefni Galvafroid er köld galvanhúðun, og er ein bezta fáanlega ryövörnin. Laust ryS þarf aö hreinsaaf áöuren boriS er á, bezt er að bera á meS pensli. j. þorlhkssoii & noRomnnn Sími 11280 BdllKnSTRIETI 11 SKÚIRGÖTU 30 80 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.