Vikan - 05.12.1974, Side 81
Ég hafði pantað hafra á næsta bæ
um kvöldið og hélt kannski, að
þetta væri bóndinn. En það var
dýralæknirinn, sem bað mig inni-
lega afsökunar á þvi, hve
snemma hann hringdi, en þannig
væri mál með vexti, aö nú væri
hann búinn að finna handa mér
smáhest. Það var vinafólk hans,
sem var að flytja til útlanda og
varö þess vegna aö losa sig við
gæludýrið sitt, fallegan smáhest.
betta var fallegur ungur foli, og
hann hét Pop. Þau kærðu sig ekki
um að selja hann, en vildu koma
honum fyrir hjá fólki, sem færi
vel með hann. Og dýralæknirinn
hafði strax hugsað til min. Ég
varð bæði hrærð og þakklát yfir
þvi, að hann skyldi muna eftir þvi
ónæði, sem ég hafði gert honum,
svo hrærð, að ég gat alls ekki
fengið mig til að segja honum, að
ég væri búin aö kaupa hest. Þess
utan gat það verið skemmtilegt
fýrir Betu að fá félaga, og gleðin
ýrði nú bara tvöföld.
Dýralæknirinn kom akandi með
Pop siöar um daginn, og hann gaf
sér lika tima til að lita á Betu.
Honum fannst þetta alveg tilval-
ið, það var miklu betra að hafa
þau tvö. Hann sagði, að Beta
úiyndi alveg ná sér I fætinum, og
hann sagðist ekki sjá annað en að
þaö væri allt i lagi með þunga
hennar. Það yrði ekki langt aö
biða, þar til við ættum lika folald.
Hann ráðlagði mér aö hleypa
þeim svolítið út, ef veður væri
gott, en ég skyldi heldur halda
þeim inni i vondu veðri. Hann var
mjög elskulegur og lofaði að lita
við, þegar hann ætti erindi þarna
fram hjá.
Og svo rann upp hinn mikli dag-
úr. Ég fór eldsnemma á fætur,
'öngu áður en fjölskyldan fór að
bæra á sér, og flýtti mér til vina
minna i hesthúsinu. Ég lagaði til
og snyrti allt i kringum þau, og ég
var svo barnaleg, að ég hengdi
Hka upp jólaskraut. Svo kembdi
ög þeim vel, svo þáu væru Hká
jölaleg til fara. Beta veslingurinn
var svolitið þung á sér, og hún átti
ekki hægt með að hreyfa sig. En
það var gaman að sjá, hve vel
þeim var orðiö til vina. Það var
eiginlega ekki nokkur vafi á þvi,
að þau voru ástfangin. Mér vökn-
aði um augu, þegar ég virti þau
fyrir mér, þau voru alveg dásam-
leg. Ó, hve ég hlakkaði til kvölds-
ins.
Ég hafði ekki tima til aö heim-
sækja Betu og Pop siðdegis, það
var nóg að gera I stóra húsinu
minu. Allt átti lika að vera full-
komið. Við snæddum kvöldverð
klukkan sex, eins og venjulega.
Það er eiginlega undarlegt, að
steikin skuli alltaf vera bragð-
betri en ella þetta kvöld. Kári las
jólaguðspjallið fyrir okkur, eins
og venjulega, á sinn notalega hátt
— og svo vorum við öll komin I
besta jólaskap. Við gengum
kringum jólatréð og sungum alla
gömlu sálmana og siðan var farið
að taka upp jólapakkana. Amma
hafði komið frá Osló og afi og
amma frá vesturströndinni. Þeim
fannst svo gaman aö halda hátið-
ina með okkur.
Þegar klukkan var að verða tiu,
fannst mér kominn timi til að
koma með óvæntu jólagjöfina
mina. Ég bað þau öil að fara i
yfirhafnir og koma með mér út
sem snöggvast. Þau voru undr-
andi, en spurðu samt einskis, —
þau voru svo vön þvi, að mér dytti
sitthvaö skritiö I hug. Svo kveikt-
um við á gömlu fjósluktinni og
gengum yfir túnið, þar sem stóra
tréö stóð, ljósum prýtt. Börnin
fóru að syngja „Heims um ból”,
og við hin tókum undir, og þegar
siðasta versið var sungið gekk ég
áfram að hesthúsinu, og þau
fylgdu eftir.
Það er ekki hægt að lýsa undrun
þeirra. Börnin voru svo glöð, að
þau hrópuðu upp yfir sig, og
gleðihlátur kvað við i kvöldkyrrð-
inni.
En svo sáum við, að eitthvað
var að Betu. Hvað var að henni?
Gat það verið, aö hún væri að
kasta? Jú, sú var raunin, — litla
folaldið okkar kom i heiminn rétt
fyrir miðnætti.
Klukkurnar i litlu þorpskirkj-
unni glumdu, og yfir okkur var
stjörnubjartur himinn. Þetta gat
ekki verið táknrænna, viö höfðum
lika eignast fjölskyldu I hesthús-
inu á jólanótt...
49. TBL. VIKAN 81