Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 9

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 9
í NÆSTU VIKU HÚS ER MEIRA EN ÞAK Heimsóknir Vikunnar til arkitekta hafa mælst mjög vel fyrir, og margir lesendur telja sig hafa haft bæði gagn og gaman af að kynnast hibýlum arktitektanna. í næstu Viku er sagt frá heimsókn til Guðmundar Þórs Pálssonar og fjölskyldu i Bjarmalandi 22, og þar segir hann m.a.: — Það er alltof algengt, að fólk liti eingöngu á húsin sem þak yfir höfuðið. En þau eru miklu meira en þak, þvi þau eru umhverfi, sem við verðum að hafa fyrir augunum daglega, og þá er ekki sama, hvernig þau eru og hvernig þau lita út með tilliti til næsta nágrennis. MESTA VANDAMAL JARÐARBUA Gengur mannkynið af sjálfu sér dauðu nefnist greinaflokkur, sem hefst i þessu blaði.,Annar hluti birtist i næsta blaði, nefnist hann Hljóðlausa sprengjan og fjallar um offjölgun mannkynsins, mesta vandamál jarðarbúa. Þar segir á einum stað: „Sem stendur fjölgar mannkyninu um 220.000 manns á dag (eða sem samsvarar rúmlega öllum islendingum), um 6.5 milljón manns á mán- uði og 80 milljón á ári. Með sama áframhaldi verða jarðarbúar 6.5 milljarðar árið 2000 eða helmingi fleiri en árið 1970”. LOLITA „Frú Ewing átti dóttur: Lolitu. Auðvitað er það réttur foreldra að skira afkvæmi sin þeim nöfn- um, sem þeim geðjast að, en samt væri betra, ef þeir gætu gægst inn i framtiðina og séð, hvernig litlu angarnir litu út seinna. Lolita var ósköp litii- fjörleg i útliti. Hún var mögur og beinaber, og hárið á henni var þunnt og gisið”. Þetta er brot úr smásögunni Lolita eftir Dorothy Parker, sem birtist i næstu Viku. Hún segir frá kátri ekkju, sem á dauðyfli fyrir dóttur. En dauðyflið Lolita á eftir að koma rækilega á óvart. Vikan 12. tbl. 37. árg. 20. mars 1975 BLS. GREINAR 4 Gengur mannkynið af sjálfu sér dauðu. I. grein: Kalkútta — stærsta fátækrahverfi heimsins. 22 Svona vernda þeir ríku börnin sín. 24 Minningabrot úr Skagafirði eftir Hallgrím Jónasson. VIDToL: 14 Er ekki öll mannkynssagan karla- saga? Rætt við önnu Sigurðar- dóttur um kvennasögusafn, jafn- réftismál og fleira. 38 Að brúa kynslóðabilið. Rætt við Hallfreð örn Eiríksson og birt nokkur sýnishorn úr þjóðfræða- safni hans. SoGUR: 12 Kinda-Sæmi. Smásaga eftir Sig- urð Hreiðar. 18 Morðmál Ágústar Jónssonar. V. kafli skáldsögu eftir Jónas Guð- mundsson. ÚRSLIT SÖLUKEPPNI Sölubörnum Vikunnar hefur fjölgað geysilega sið- ustu mánuði, enda fá þau nú góða þjónustu af hálfu blaðsins, sem færirþeim blöðin heim á mið- vikudagskvöldum og gerir þá um leiö upp við þau fyrir sölu i siðustu viku. Hefur þessi háttur mælst ákaflega vel fyrir meðal barnanna og foreldra þeirra. Mörg þeirra eiga nú áprentaða boli, sem “þau gátu fengið i kaupbæti, ef þeim tókst að selja visst magn af blöðum, en i næstu Viku kemur i ljós hverjir hrepptu Tinnabækur og aðalvinninginn i sölukeppninni, glæsilegt reiðhjól frá Erninum. BREYTT UM SVIP Þegar vorar og sól hækkar á lofti og þrengir sér inn i hvert horn, fá margir löngun til að lyfta vetr- ardrunganum af sjálfum sér og umhverfinu með þvi að breyta hjá sér: Mála, veggfóðra, setja upp ný gluggatjöld o.s.frv. Það getur kostað nokkra fyrirhöfn og fé, en stundum er hægt með litilli fyrirhöfn og litlum kostnaði að lifga ótrúlega mik- ið upp á eitt herbergi. 1 næsta blaði sjáum við, hvernig ný sængurföt geta breytt svip svefnher- bergisins. Stundum þarf nú ekki meira til. VIKAN útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadótíir. Útlits- teikning: Þorbergur Kristjnsson. Ljósmyndari: Sigurgeir Sigurjónsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrir- fram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 34 Dóttir mín. Smásaga eftir Marie Joseph. 44 Ættaróðalið, f ramhaldssaga, 3. hluti. YMISLEGT: 2 Páskaföndur. 10 Póstur. 28 Svolítið um sjónvarp. Kynning á efni næstu viku. 30 Á f jórum hjólum. Bílaþáttur Vik- unnar og F.Í.B. í umsjá Árna Árnasonar. 32 Krossgáta. 46 Stjörnuspá. 50 Draumar. 51 Lestrarhesturinn. 58 Þórarinn sér um páskamatinn. Yf irmatsveinn Loftleiða leggur til fjórar uppskriftir. 12. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.