Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 26
þangab, en var þó fullur geigs. Man ég enn, hve hræddur ég var um ah smi&urinn myndi hrapa þama niður, ókunnur og i grúandi haustmyrkri og á sleipri brekku. Þessi leit varð árangurslaus, sem aðrar. öllum þótti þetta afar leiðinlegt, bæði gestum og heimil- isfólki.en i náttmyrkri varð engri frekari eftirgrennslan við komið. Þessa nótt var litið sofið á Fremrikotum. 1 birtingu hófst leit enn á ný á liklegum sem ólikleg- um stöðum, en járnsmiðurinn fannst hvergi. Svo lögðu brúarmenn af stað norður. En er skammt var á dag liðið komu ferðamenn norðan um heiði. Þeir höfðu þær fréttir að færa, að árla morguns mættu þeir gangandi manni á öxnadalsheiði, kom sá að vestan, kvaðst vera á leið til Akureyrar, en vildi sem fæstar fregnir af sér segja. En af lýsingu á útliti hans og búnaði mátti ráða, að þar var um félaga þeirra smiðanna að ræða. Létti öllum viðþessi tiðindi, og eru smiðirnir hér með úr sögu. Næsta sumar kom til okkar ungur Akureyringur og dvaldist i Norðurárdal nokkrar vikur. Hann átti að mála brúna á Norðurá, sem lokið var að reisa haustið áð- ur. Ekki man ég, hvað hann hét, en skemmtilegur þótti okkur hann og glaðvær. Hann hélt og til i tjaldi við brúna. Og eitt þótti mér, sem mun þá hafa verið innan við 10 ára aldur og naumast hafði séð mál, né málaðan hlut, merkileg- ast við starf málarans, áhöld og efni, það var, að hann hafði með sér þurrkefni. Þóttist ég vita, að með þvi þurrkaði hann upp loftið kringum sig og gæti með þvi visað regni öllu á bug, er óhentugt mundi vera málarastarfi. Brúin var máluð hvit. Þetta var sperru- brú, sennilega um 30 metra löng eöa meir. Hve lengi hún stóð, man ég ekki, en það var i tiltölulega fá ár. Þá var enn reist brú á Prest- elshöfða. en nú úr stein^tev pti Sú stendgr enn, þótt ónotuð sé siðan önnur kom á ána á þjóðleiðinni niðri við sporð öxnadalsheiðar. Hin fjórða á þessum slóðum. Sú fimmta er svo vestur við Skelj- ungshöföa, rétt innan við Silfra- staði. Mjög var stutt frá brúnni og inn að Hálfdánartungum. Það var innsta býli i dalnum, en löngu i eyði komið. 1 allri afréttinni, sem þama er allt umhverfis, finnst hvergi gróðursælli hlið og grundir en umhverfis þennan gamla heiðabæ. Grundirnar vafðar i valllendisgróðri, og i hliðinni eitt- hvert kostamesta sauðland, sem til spuröist. Inn af landi Hálfdánartungna tók Hörgárdalsheiðin við. Á túni þessa forna býlis var reistiir gangnamannakofi, þar sem leit- armenn söfnuðust saman til gist- ingar tvær nætur, meðan göngur stóðu yfir. Nú er nýlegur skáli norðan ár, á Landinu, sem kallað er. Þar er samkomustaður gangnamanna. Elsta örnefni, snertandi göngur þessarar afréttar, er til vinstri handar, þegar lagt er upp á öxna- dalsheiöi. Þar heitir Kjaftalaut. Göngum var vist skipt i þessum græna lautarbolla, en hvenær það lagðist niður þar, veit ég ekki. Valagilsá i vorflóðum Frá Norðurárbrúnni, sem nú er farin á þjóðleið, er ekki nema smá spölur vestur að Valagilsá. Hún fellur þvert á þá fyrrnefndu á mörkum afréttarinnar og heima- lands Fremrikota. Hún kemur úr norðri, ofanúr þröngum heiða- og fjalladölum, og reyndist stundum enn verri yfirferðar en hin áður- nefnda, sem var að vatnsmagni aðal elfur dalsins. Valagilsáin féll þröngt, einnig eftir að hún slapp fram úr gilkjaftinum rétt ofan við veginn, sem að henni lá. 1 vorflóð- um og stórúrfellum gat hún orðið gjörófær, þótt sjaldnast yrði lengi I einu. Og hún lá i einum streng. Fáar eða engar slikar þverár landsins, sem mér eru kunnar, hafa rutt þvi likum kynstrum af grjóti fram fárveg sinn. Upptök hennar eru i kröppum dölum, næsta gróðurlitlum, þar seni regn og leysingarvatn nemur hvergi staðar fyrr en i dýpstu lægðum. Grjótburður árinnar hefir gerst -mestur á siðast liðinni rúmri hálfri öld. Um það getur hver sannfært sig, sem um dalinn fer. ,,Áin sem stundum er ekki i hné er orðin að skaðræðis fljóti”, eins og Hannes Hafstein kveður. Gilið, sem hún hefir grafið að mestu eða öllu, er eitt hið hrika- legasta, er sjá má á Norðurlands- leiðinni allri — og miklu, miklu víðar. Þessi litla þverá, sem er svo litil flesta tima ársins, var með fyrstu ám i sýslunni, sem brúuð var, ég held skömmu eftir 1875, en hvort sú, sem nú er á henni, er hin 4. frá upphafi, man ég ekki, en held það. Hinar hefir hún brotið af sér allar og ef til vill fleiri. Þaö eru fleiri en Hannes Haf- stein, sem orðið hafa að tefla áræði sjálfs sin og þreki reið- skjótans i fullkomna tvisýnu til þess að komast yfir þessa vor- hamhleypu, þegar hún var i fullum galsa, þótt enginn hafi lýst þvi svo vel sem hann. Uppi á heiöum breikkar gilið og verður að djúpum dali. Nakin basaltlög fjallanna ýta fram hvössum hamrabrúnum og stöll- um yfir fáeina valllendisgeira og silfurstrauma árinnar. Þeir, sem unna fjallakyrrð og óskoruðum völdum hennar, ættu þangað erindi. Auðn öræfanna er furðulega máttug og stórbrotin. Ekkert hljóð — nema niður vatn- anna — rýfur þögnina. Ekki einu sinni skrækróma gjall veiðifálk- ans, sem verpir stundum þar i björgunum. Oft sat ég þar á dal- brúninni timum saman, hlustaði á nið árinnar og gleymdi öllu öðru. Bergmálið margfaldaði hann, dreifði honum, svo enginn vissi hvaðan hann kom. Hann var eins og langur seindreginn seim- ur, smjúgandi og mjúkur, likt og svæfandi vögguljóð. Og þegar ég rifja upp minningar þessara gömlu bernskustöðva, finnst mér sem ég sé á ný orðinn litill dala- drengur með hugðarefni óráðinn- ar æsku efst i geði. Mig minnir, að það væri 1954, sem Valagilsáin braut af sér sið- ustu brúna. Þá ruddi hún fram þeim ofboðskynstrum af grjóti, að ótrúlegt verður að teljast. Og i það sama sinn urðu hin mestu skriðuföll og spjöll i heiðinni ofan við Fremrikotabæinn. Skriður of-. an úr efstu eggjum f jallsins hlupu niður i Norðurá og tóku af nokk- urn hluta túnsins ásamt útihús- um. Var húsfreyja Fremrikota, Sigurlaug Stefánsdóttir ein heima meö börn sin og horfði á, þegar skriðan ruddist niður brekkurnar og ekki annað sýnna en hún stefndi á ibúðarhúsið með afleið- ingum, sem auðvelt var að hugsa sér. Nokkuð er heiðin tekin að gróa upp á ný eftir slikar hamfarir, þótt menjar þeirra muni lengi sjást. Tækni nútimans hefir sigrast, m.k. um sinn, á hamförum ánna og stórviðrum hinna þröngu dala og sviftibyljum. Gamli bærinn með tveimur stafnburstum og hinum þykku torf- og moldarveggjum er horfinn, tveggja kúa túnkraginn orðinn bithagi, en mikil og við- lend ræktarlönd þekja mest af undirlendi bújarðarinnar i stað- inn. Þannig hefir atorka manna með tækni nýs tima breytt flestu til aukinna þæginda og efnalegrar hagsældar. Ef ég get komið þvi við, fer ég á hverju sumri norður á þessar gömlu æskustöðvar og dvel þar fáeina daga. Heilsa upp á forna vini og nýt gestrisni hjónanna á Fremrikotum, Sigurlaugar og Gunnars Valdimarssonar. Einna mesta ánægju hef ég af að setjast i gamla, kunna gróðurlaut og hlusta á niðinn i ám og lækjum og lifa upp bernsku löngu liðinna daga. Af verkum manna er margt breytt til batnaðar og þæginda frá þvi sem aöur var. Og náttúran græöir þar sin eigin sár. Hún hefir timann fyrir sér. Bærinn horfinn. Byggt á ný. Breyttur svipur fjallsins. Samt er gamall ómur i ám og lækjum dalsins. 26 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.