Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 38
Mikill áhugi er meðal almennings um alls konar þjóðlegan fróðleik: þjóðsögur, þulur, þjóðlög og þjóðhætti. Hallfreður Örn Eiríksson þjóðsagnafræðingur hefur undanfarin ár starfað að söfnun þjóð- Jræða ibundnu máli og óbundnu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Við hittum Hallfreð að máli og fengum að láni hjá honum til birtingar örlitið sýnis- horn af þeim aragrúa þjóðfræða, sem hann hefur dregið saman. Þaö var áriö 1852, að fyrst kom út safn islenskra þjóösagna, sem þeir Jón Árnason (1819 — 1888) og Magnús Grimsson (1825 — 1860) höföu safnað. Ahugi þeirra á söfnun þjóösagna hefur veriö rakinn til ævintýrasaf ns Grimmsbræðra. Verulegur skriöur komst þó ekki á söfnun þjóðsagna hérlendis, fyrr en dr. Konrad Maurer safnaði þjóö- sögum og ævintýrum víöa um landiö sumariö 1858, og gaf út i þýskri þýöingu tveimur árum siöar. Jón Sigurösson skrifaöi lof- samlegan ritdóm um þetta safn dr. Maurers i Ný félagsrit, og vakti ritdómur Jóns islendinga til vitundar um gildi slikrar söfnunar. Dr. Maurer lofaði aö greiöa fyrir frekari útgáfu islenskra þjóösagna á frum- málinu i Þýskalandi, og á árunum 1862 — 1864 komu út i Leipzig tvö bindisafns Jóns Árnasonar. Eftir það hafa komiö út nokkrar út- gáfur af safni Jóns, og visindaleg heildarútgáfa á safni hans sá dagsins ljós á árunum 1954 — 1958 i fimm bindum. Fyrstu tvö bindin eru aö stofni til sama safn og bindin tvö, sem út komu I Leipzig tæpum hundrað árum áöur, en seinni bindin þrjú*. eru áöur óprentuö handrit. Áriö 1961 kom svo út sjötta bindiö i safni Jóns, og er þar áöallega um aö ræöa ýmsar skrár. Siöan Jón Árnason hóf söfnun sina hefur veriö safnaö miklu af alls konar þjóöfræöum: þjóö- sögnum, þulum, gátum, máls- háttum, lausavisum og ööru bundnu máli auk þjóölaga, og fyrir u.þ.b. áratug hóf Hallfreöur örn Eiriksson aö hljóörita þjóö- fræöi á vegum Stofnunar Arna Magnússonar. Vikan tók Hallfreö Örn tali á dögunum og innti hann eftir starfi hans. Við beindum þeirri spurningu til Hallfreöar, hvaöa gildi söfnun þjóöfræöa hefði. — Mikilvægt er, aö þjóösögur og önnur þjóöfræöi varöveitist, til þess að yngri kynslóöin geti fræöst um næstu kynslóöir á undan, svo aö tengslin viö for- tiöina rofni ekki, þvi aö mjög erfitt er aö gera sér grein fyrir framtiöinni, ef litiö er vitað um fortiöina. 1 þjóösögum og öörum þjóöfræðum kynnist fólk hugsanagangi forfeöra sinna og afstööu þeirra til lifsins, eins og hún kemur fram i þeim. Þjóösög- umar fjalla margar um sam- mannleg vandamál, og sem dæmi um slikt má nefna sögurnar um samband stjúpbarna viö stjúpfor- eldri. Þá er einnig rétt aö benda á þá varúö I umgengni viö landiö, sem fram kemur i huldufólks- og álagablettssögunum. Kannski þaö sé þessum sögum aö þakka, aö landiö hefur ekki verið rúiö algerlega. Auk þess aö hafa sögu- legt og siðfræöilegt gildi, hafa þjóösögurnar skemmtigildi: þær eru vel saman settar, flestar stuttar og aögengilegar. Einnig eru þær ómetanleg heimild um frásagnarlist. 1 þeim hefur þjóöin oröiö, eöa sá hluti þjóö- arinnar, sem best kann aö segja sögur. Máliö á sögunum er auöugt og frjótt, og þess vegna hafa þær mikiö uppeldislegt gildi. Þvi miöur hafa tengsl þeirra, sem eru aö alast upp, viö sagnamennina rofnaö viö þaö, aö mörgu gamla fólkinu, en gamla fólkiö er oft bestu sagnamennirnir, hefur veriö komiö fyrir á elliheimiium. Fátt getur komiö i staöinn fyrir lifandi tungutakiö i gömlu stór- fjölskyldunum. Eitt af hlut- verkum þjóösagnafræöings er aö reyna aö brúa kynslóöabiliö, og hlutverk sitt rækir hann meö þvi annars vegar aö safna þjóö- sögum, helst aö hljóörita þær, svo aö frásagnarlist einstaklingsins fái notiö sin^og hins vegar með þvi aö sjá um útgáfur á þjóö- fræöuhum, einkum á hljóm- plötum til aö öllu sé til skila haldiö. Benda má á, aö söfnun þjóöfræöa kemur vitaskuld þvi aðeins aö fullum notum, aö fróö- leiknum sé komiö áleiöis til þjóöarinnar. Útgáfa sem þessi gæti aö öllum likindum staðið undjr sér sjálf. Til dæmis má benda á þaö, aö þjóölög eru bein- linis oröin söiuvara, og undan- farin ár hefur veriö safnaö miklu af þjóölögum viös vegar um landiö, sem nokkuö beint viröist liggja viö aö gefa út, auk dæma um frásagnalist á hljómplötum. Þá Væri einnig æskilegt aö koma á kennslu i þjóösagnafræöum viö Háskóla íslands, og vonandi kemst skriöur á þaö mál, áöur en langt um liöur, en þar yröu menntaöir menn, sem gætu kennt átthagafræöi og haldiö námskeiö, m.a. I Fósturskólanum. En allar frekari framkvæmdir i þessum mdlum eru auövitaö komnar undir fjárveitingavaldinu. Hallfreöur var svo vinsamlegur aö lána okkur fdein sýnishorn úr safni sinu, Sagnamenn hans voru Sigurbjörn Snjólfss. fyrrv. bóndi Gilsárteigi, Eiöaþinghá', Gisli Helgason fyrrum bóndi i Skógar- geröi, Fellahreppi, Fljótsdals- héraöi, Stefán Jónsson fyrrum bóndi i Hliö I Lóni og ólina ísleifs- dóttir fyrrum húsfreyja á Geira- stööum, Tunguhreppi, Fljótsdals- héraöi. Hallfreöur hljóöritaöi flutning þeirra sumariö 1964 og er textinn prentaöur orörétt, eins og þau fluttu hann. _ GIsli llelgason: Riðið á isi Steindór Hinrikss., sem lengst af var kenndur viö Dalhús, var mesti garpur i feröalögum og fór margar svaöilfarir. Einu sinni var hann á ferö upp, austan Lagarfljóts, upp i Fljótsdal, kom aö Hafursá. Þá var Lagarfljót nýlagt, sumir segja meö nætur- gömlum Is, sjálfsagt hefur þaö nú verið, hefur nú ísinn veriö eldri. En hann var svo lélegur, aö þaö datt engum i hug aö fara yfir þarna á honum og sist meö hest. Steindór var eitthvaö, haföi eitt- hvaö svolitiö i kollinum, eins og ekki var nú óvanalegt, vissi þaö, aö Siguröur stórbóndi á Hafursá átti æviniega brennivin og \ heimtaöi þaö af honum meö frekju. Og... En Siguröi sýndist hann hafa nóg i kollinum og kvaöst ekkert brennivin eiga. Steindór sagöi, aö: „Jæja ég ætla... ég þarf ekki, er ekkert á þaö kominn, þó aö þú timir ekki aö gefa mér I staupinu, þá held ég, aö hann Sölvi á Arnheiðar- stööum geri þaö. Ég skrepp bara norður og, og fæ eitthvaö hjá honum.” Þaö voru þarna tveir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.