Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 46

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 46
<Maxine fann nú, sér til skelf- ingar, að hún var komin í reglu- legtbæli öfundsýkinnar. Hvað gat komið til, að faðir hennar hafði safnað þessu fólki að sér, sem var svo auðvirðilegt, að það gat ekki hagað sér sómasamlega einu sinni meðan hann lá á likbörun- um. — Mér finnst þetta, satt að segja, ekki hæverskutal, þegar húsbóndinn er rétt búinn að gefa upp öndina. Reiðiglampinn i aug- um hennar kom þeim til að átta sig og þagna. Hað var aðeins vingjarnlegt tillit Alans Russel sem fylgdi henni, þegar hún yfir- gaf stofuna við hlið Luciens Col- bert. bau gengu eftir endalausum göngum og upp óteljandi stiga. — Herbergið yðar er i þeim turni, sem ber nafn yöar, sagði Lucien Colbert, þegar þau komu að siðasta bratta stiganum. — Honum fannst það sniðug hugmynd, en hann vonaði inni- lega að þér væruð mildari i skapi heldur en nafna yðar, sem bjó þar fyrst. Þegar hann opnaði dyrnar að herbergjum hennar, hafði Maxine mesta löngun til að gráta yfir þvi, að henni gat aldrei gefist tækifæri til að þakka manninum, sem hafði gert þetta allt fyrir hana. Herbergin sneru út að fjallshliðunum, sem áður höfðu verið gróðursælar vínekrur. Það var auðséð, að þarna hafði verið hugsað fyrir öllu og að Guy Bertran hafði vonað að dóttir hans myndi ilendast þarna. Maxine virti fyrir sér alla list- munina, sem komið var svo smekklega fyrir. Stórt rúmið var allt búið silki og blúndum. Lampaljósið sýndi vel mynstrið I handofnu veggfóðrinu, sem var ofiö úr silfur-og gullþráðum. Cesar fylgdi þeim eftir og hann tyllti varlega þófunum á skrautlegar gólfábreiðurnar, eins og til að varast skemmdir á þeim. Guy Bertran hlaut að hafa safnað þarna saman öllum verð- mætustu listmununum i eigu sinni og komiö þeim svona vel fyrir á þessum stað, þvi að henni hafði virst að það sem hún hafði séð af höllinni væri i jafn ömurlegu ástandi og vinekrurnar fyrir ut- an. Það leit út fyrir að Colbert væri ánægður með viðbrögð Maxine. — Góða nótt, barnið mitt, sagöi hann vingjarnlega. Gleymið ekki aö það rennur göfugt blóð i æðum yöar. Látið aldrei nokkurn mann koma yður til að kvika frá settu marki eða kúga yður. Cesar lagðist fyrir framan dyrnar. Maxine reyndi að lokka hann til að liggja á einu teppinu, en hann hreyfði sig ekki. Hún setti þvi skál með vatni fram til hans, ef hann skyldi verða þyrstur um nóttina. Hún skildi ekkert I þessu framferði hundsins, en var samt mjög fegin yfir þvi, að hann hafði Mynd er gagnleg, jafnvel nauðsynleg. Fermingar- myndatökur. Myndatökur fyrir alla fjöiskyiduna i lit og svart/hvítt. Stúdió Guðmundar, Einholti 2, Stórholtsmegin, simi 20900. Fermingarmynd frá 1897. Mynd er minning. greinilega tekið það sem hlutverk sitt að gæta hennar, þvi að henni fannst nokkuð erfitt að giska á hver væri vinveittur og hver ekki. Gyllt klukka á veggnum sló tiu. Maxine slökkti á lampanum og skreið undir ilmandi ábreiðuna. t tunglsljósinu, er skein inn um gluggann, var hár hennar, sem breiddist yfir koddann, eins og bylgjur af silfurþráðum ... Ef til vill var það hið nýja og framandi umhverfi, sem gerði þaö, að hún hrökk upp af svefnin- um. Tunglið skein ekki lengur inn um gluggann og klukkan sló þrjú. Það setti að henni hálfgerðan hroll, svo hún fór út úr rúminu, til aö ná sér i hlýtt sjal. Trjágarðurinn, hallargarður- inn og útihúsin, sem lágu innan við innra hallarsíkið, voru I al- geru myrkri, en þar fyrir utan móaði aðeins fyrir ljósum ekrun- um. Hún hallaði sér fram i gluggakistuna. Maxine fór að hugsa um þaö, sem Alan Russel hafði sagt henni um vatnið sem hvarf á óskiljanlegan hátt. Hvernig hafði þessi forfaðir henn- ar farið að þessu —- og hvar skyldi þessi neðanjarðarlind vera? Augu hennar voru dálitið lengi aö venjast myrkrinu og það leið stundarkorn þangað til hún sá eitthvað á hreyfingu. Það var lik- ast dauflitri veru, sem virtist svifa yfir sikisbrúninni. Maxine hvessti augun og virti fyrir sér þessa undarlegu veru, sem hægt og varlega nálgaðist höllina. önnur vera kom i ljós og hvarf...og ennþá ein. Að lokum var henni alls ekki ljóst hve margar þær hefðu verið, þessar dulafullu verur, sem hún sá I myrkrinu. Hún hristi höfuðið, til að losna við þá hugsun, sem ásótti hana. — Það eru engar afturgöngur til, sagði hún upphátt. — Ekki nú á tækniöld. En þrátt fyrir það, gat hún ekki gleymt konunni i þorpinu og böl- bænum hennar. Faðir hennar, hallareigandinn, var látinn. Gátu þessar ljósu verur verið „silfur- Hrúts merkið 21. marz — 20. aprll Sumar hugmyndir þinar og áætlanír mæta and- stöðu og þú skalt þvi reyna að vera svolitið leyndardómsfullur, þar sem það gefst oft betur til að hrinda áætlunum eins og þinum i framkvæmd. Sennilega er þér hollast að vera sem mest heima við um heigina. Nauts- merkið 21. aprll — 21. maf I kringum þig er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn þarf að kviða fá- breytni, sem hefur dagleg samskipti við þig. Gættu þess samt aö vera ekki of fjörugur, því að marg- menni getur verið leiðin- legt til lengdar. Tvlbura- merkið 22. mai — 21. júni 1>U ert i miklum vafa um. hvaða stefnu þú átt að taka i ákveðnu máli og þetta veldur þér miklu hugarangri. Petta gerði ekki svo mikið til, ef þú veittir þvi ekki útrás I geðvonsku, sem þú lætur bitna á þlnum nánustu, þú að þeir eigi alit annað skiliö af þér. 22. júnl — 22. júlf bú verður fyrir margs konar óvæntri reynslu i þessari viku og ótrúieg- ustu atburðir gerast, einkum á þetta við um ástamáiin. Farðu samt hægt i sakirnar og taktu smáskot ekki of alvar- lega. þvi aö þér gæti orðið háit á þvi. Ljóns merkið 24. júll — 24. ágúst Nú dugir ekki að hanga svona lengur og láta verkefnin hrúgast upp. Það þýðir ekki að trcysta alltaf á aðra, þvi að þegar til lengdar lætur gefast allir upp á þvi að hjálpa þér, vegna þess hve til- ætlunarsamur þú ert. Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Þú hefur vel efni á þvi að láta svolitið eftir þér. Farðu út aö borða og skemmta þér og gleymdu öllum áhyggjum um stundarsakir. Þaö getur verið. að þá dettir þú niður á farsæla lausn á öllum vandamálunum, sem þér hafa vaxið svo i augum að undanförnu. 46 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.