Vikan

Tölublað

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 20.03.1975, Blaðsíða 34
Dóttir mín Smásaga eftir Marie Joseph Dóttir mln heitir Jarie. Hún hefur alltaf veriö smávaxin eftir aldri, og þótt hún sé oröin tuttugu og átta litur hún enn út fyrir aö vera sautján. Reyndar llta allar þessar mjaðmamjóu ungu konur, sem eru meö sltt, slétt hár og klæddar gallabuxum og vlðum peysum, ekki út fyrir aö vera degi eldri en sautján ára. Hún er gift ungum og áreiðan- legum manni, sem gerir þaö gott sem bankastarfsmaöur. Þau eiga þrjú börn, allt stúlkur og sú elsta er aðeins 6 ára. I gærkvöldi, þegar viö töluðum saman I sima, eins og við gerum alltaf einu sinni i viku, sagði hún mér, að hún væri með einhverja flensu. „Þetta er ekkert slæmt”, sagði hún. „Það er alveg satt mamma, ég er ekkert slæm” — en þótt á fjórða hundrað km. væru á milli okkar, leyndu þeir ekki þreytunni i röddinni. Ég vissi, að hún væri best komin uppi I rúmi, með hitapoka sér við hlið og heitt hunangsvatn á náttborðinu, en ég sagði ekkert, þvi ég vissi, að svarið yrði: „Hvernig getur þriggja barna móðir lagst i rúmið, þegar ekki gengur annaö að henni en kvef og hiti? ”. Ef hún væri ekki svona langt I burtu myndi ég fara til hennar á stundinni. Þótt dóttir min sé nett, er hún hraust — en fái hún kvef, fylgir þvl alltaf hiti: Það rennur úr augum og nefi, og hún verður ósköp lítil. Já, það er rétta lýsingin. Hún verður ósköp lltil. Með kvefi fær hún alltaf hálsbólgu, og þegar hún var barn, 'ét ég hana fara beint i rúmið og njúkraði henni. Ég færði henni heitt að drekka, keypti hálstöflur, fann uppá- haldsbækurnar hennar og stillti útvarpið lágt — og fram eftir öllum aldri bjó ég um bangsa I rúminu hjá henni. Hún var alltaf að fá þetta siæma kvef öðru hverju — fram að þvi að hún gifti sig 19 ára gömul. Ég gleymi aldrei kvefinú, sem hún fékk I vikunni fyrir brúð- kaupið. Hún lá og snökti af hræðslu við að hún myndi ganga inn kirkjugólfið rauðeygð og með nefrennsli og hnerra hátt, þegar hún svaraði prestinum. Þessi hræðilega tilhugsun fór i skapið á henni — og ég gleymi þvi ekki, jDegar ég var að fara fram úr um miðjar nætur til að færa henni heitt sitrónuvatn og aspirin og fullvissa hana um, að hún yrði oröin góð á brúðkaupsdaginn. Ég gleymi ekki ávaxta- hlaupinu, sem ég bjó til handa henni, eða þá eggjabúðingnum — þvi hvort tveggja var svo mjúkt i hálsinn. Og ég man alltaf, hvernig ég var vön að sitja hjá henni, bara til að vera hjá henni, þvi ég trúði, og túi enn, að ást og umhyggja séu besta lækningin. En nú er hún orðin eiginkona og þriggja barna móðir og allt og sumt, sem ég get gert, er að sitja heima i finheitunum, á fjórða hundrað kilómetra i burtu, og gera mér i hugarlund, hvernig þetta fari allt hjá henni. Ég sé hana svo greinilega fyrir mér — hárlubbann, augun glær af þreytu og rautt nefið. Hún sagði mér, að allt væri i lagi i gærkvöldi — röddin var hás af áreynslunni við að fullvissa mig um, að allt væri i lagi. En ég sé fyrir mér háan stafla af óstraujuðu lini, og mig klæjar I fingurna af löngun til að ráöast á hann og hætta ekki fyrr en allt er strokið og samanbrotiö. Og ég veit, að hún hefur þurft aö fara út á snúrur til að hengja upp þvott- inn og aftur til að sækja hann — og þegar ég hugsa um napran austanvindinn fer um mig hrollur. Yngsta telpan, átján mánaða — sú, sem átti að veröa strákur — er svo handóð, að hún getur ekki látiðneitt i friði. Hún klifrar upp á hvað sem fyrir er, meira aö segja eldhúsborðið, og ég Imynda mér, aö nú sé hún að klifra upp á stól 34 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.