Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 7
kvenna i hverju riki fyrir sig er ákaflega mismunandi. Þessi starfsemi i Addis Abeba er rekin með skandinavisku fjár- magni. Ahugi á málefnum kvenna er ákaflega mikill á Norðurlöndum, en að áliti Helvi Sipilá er þar þó ákaflega mikið óunnið starf i jafnréttisátt. Helvi Sipila hefur næstum enga fristund árið 1975. Við liggur, að hver einasta minúta ársins sé ákveðin fyrirfram. Hún kemur fram i fjórum til fimm sjónvarps- þáttum I Bandarikjunum og hún mun halda fjölda fyrirlestra. i mörgum löndum. Sjálf telur hún baráttusamkomuna i Mexikó- borg, sem hefjast mun næstkom- andi mánudag, mikilvægasta at- burö kvennaársins. Þar verða lagðar fram áætlanir I kven- frelsisbaráttu, bæði til lengri og skemmri tíma. Einkunnarorð kvennaársins eru: Jafnrétti, þróun, friður! — Og, segir Helvi Sipila,-jafnrétti milli kvenna og karla er ekki til staöar I heiminum núna.. Enn er það fólki til trafala að vera konur. En stöðu kvenna verður ekki breytt, ef afstöðu karlmanna til kvenna verður ekki breytt. Þvi er það óumræðilega mikilvægt að fá karlmenn tilað leggja baráttunni fyrir efnahagslegu og stjórn- málalegu jafnrétti kvenna lið. Konur eru trúlega vanþróaðisti hópur mannkynsins i dag, vegna þess að þær hafa ekki fengið sömu tækifæri til að þroska hæfileika sina og karlmenn. Konur eru um það bil 51 prósent jarðarbúa, en margar karlmannastjórnir hirða ekkert um álit þeirra. — 1 flestum rikjum er litið á konur sem annars flokks þegna, segir Helvi Sipila, og þar er stefn- an sú að leysa mannfjölgunar- vandamálið, án þess að reikna með konum við lausn vandamáls- ins. Slikt er auðvitað ekki mögu- legt, þvi að aldrei verður tekist á við það vandamál á meðan veikar og fákunnandi konur ala börn milljónum saman á hverju ári. Fjölskylduáætlanir eru algerlega óhugsandi, ef ekki er litið á þær frá sjónarmiði konunnar. Hvemig eiga konur, sem aldrei hafa tekið neina ákvörðun, allt i einu að taka á sig þá ábyrgð að ákveða, hvort þær vilja eignast bam eða ekki? Hefðu fjölskyldu- áætlanir hvarvetna I heiminum verið gerðar frá sjónarhóli kvenna, væri öðru visi um að lit- ast I heiminum nú. Á meðan fæð- ... Því er það óumræðilega mikilvægt að fá karlmenn til að leggja baráttunni fyrir efnahagslegu og stjórnmálalegu jafnrétti kvenna lið.... ingar eru ákveðnar af öðru en eigin vilja móðurinnar, næst eng- inn árangur I baráttunni gegn of- fjölgun mannkynsins. Það er ekki oröum aukið, þó sagt sé, að ekk- ert hafi verið gert til að bæta að- stæöur mæðra i heiminum. Allar konur verða að skilja þetta og berjast fyrir rétti mæðra. Sums staðar i heiminum eru milljónir kvenna aldar upp með þaö eitt i huga, að þær verði mæð- ur, fyrirvinnur og allt að þvi þræl- ar, og viða kemur löggjöfin alger- lega I veg fyrir, að konur geti orð- ið sjálfstæðir einstaklingar. — Það er hryggilegt að hugsa sér, hvernig lif milljóna kvenna er. Endalaust strit, óteljandi fæð- ingar án nokkurrar fæðingar- hjálpar, engin heilbrigðis- þjónusta, engin menntun. Það eitt að hækka giftingaraldurinn i mörgum löndum væri stórt spor i rétta átt. Það eitt, að konur giftu sig ekki og eignuðust ekki börn undir tvitugu nálgaðist að vera bylting. — Við berum öll ábyrgð á rikj- andi ástandi, segir Helvi Sipilá. öll höfum við verk að vinna og engin kona getur skorist úr leik. Ef við skiljum það ekki, mun okk- ur mistakast. ... Það er mikil- vægara að þoka einhver ju i betri átt heima fyrir en sitja auðum höndum og dást að alþjóðleg- um kvennasamtök- um... 25. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.