Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 22
ÞÖGULT ÓP Framhaldssaga eftir Lillian O’Donnell „Kannski hann feli sig á ein- hverjum þessara báta”, sagöi Hoff. Nora fór Ut. „Við skulum koma okkur af stað”. „Hægan nú. Þú ferð ekki lengra. Engin mótmæli. Þú ert eins klár i kollinum og hver ann- ar, en þetta er karlmannsverk, og þú ert kona”. Karlarnir hurfu út i myrkrið, en Nora varð kyrr. A einhverjum þessara bat„ hnipraöi Dana sig saman i myrkrinu og beið þess að geta lagt frá landi. Nema... Hún var tekin hálstaki, og hönd tók fyrir munninn. Henni var rykkt aftur á bak, svo að hún náði ekki andanum. Það fyrsta, sem hún skynjaði, þegar hún rankaði við sér liggj- andi á hörðu gólfi, var hreyfing. — Hún var með höfuðverk og velgju. Augljóslega hafði Dana þurft meiri tima en þau höfðu gert ráö fyrir til þess að komast niöur að höfninni. Hann hlaut enn 'aö hafa verið að leita að bát, þeg- ar lögreglubíllinn kom. Hún hafði lika vanmetið Dana, þvi að hann haföi beðið sallarólegur, þangað til mennirnir höfðu dreift sér við leitina og læðst vo að henni, þegar hún var orðin ein og tekið hana sem gisl. Bobby og þeir hinir höfðu ekki getað aftrað honum, þegar svo var komið. Nora reis upp og gekk að dyr- unum. Þær voru opnar. Hann hlaut að vera öruggur með sjálf- an sig, þvi að hann hafði meira að segja skilið töskuna hennar eftir. En henni varð það ljóst, um leið oghún tók upp töskuna, að byssan var horfin. En hann hafði sýni- lega ekki leitað á henni hún var með aðra byssu innan klæða. Nora tók byssuna úr hulstrinu og ýtti hurðinni frá stöfum. Fyrir utanvarautt þilfar. Hún sneri sér við og leit upp. Hann sneri i hana bakinu, en hún þekkti hann samt. Handjárnin. Gæti hún bara komið á hann handjárnunum og tjóörað hann við handriðið. Hún hafði þau til og fikraði sig svo hljóðlega upp stigann. Hún brá handjáminu á handriðið. „Ég miða á þig byssu”, hóf hún máls. Slepptu stýrinu, og settu hendur upp fyrir höfuð... hægt”. Dana hlýddi undir eins. „Komdu hingað”. Hann hreyfði sig eins og svefn- gengill. „Réttu fram hægri höndina og settu á þig handjárnið”. Báturinn valt litillega, en nóg til þess, að Nora kastaðist i átt að Dana. Höggið kom samt að ofan. Byssunni var sparkað úr hönd hénnar. „Náðu i byssuna”, hvein i Hamilton Grant. Hann stökk nið- ur og tók stýrið. Nóra greip andann á lofti. „Hversu lengi hafið þér haldið hlifiskildi yfir Dana, herra Grant? Þér hafið kannski ekki gert yður grein fyrir þvi i upphafi, hve alvarlegt þetta er?” „Það var ekki honum að kenna”, sagði Grant stuttur i spuna. „Stúlkan egndi hann”. „Allt i lagi, hvað með hinar þá?” „Það var allt i lagi með hann, áður en hann fór i herinn, en þeg- ar hann var búinn þar, var hann ekki samur maður”. „Af hverju fékkstu honpm ekki læknishjálp? ” „Og láta loka hann inni?” „Þess i stað sendirðu hann til New York og lést hann búa þar einan i herbergi. Þú hlýtur að hafa gert þér grein fyrir þvi, að hann yrði bara verri við það. Svo að það varst þá þú, sem fékkst Edwin Wallingford til þess að verja .Earl”. „Hvað er nú athugavert við það? Var Earl ekki sýknaður eða hvað?” „Hann hlýtur að hafa komið og trúað þér fyrir þessu”. „Hvert annað ætti hann svo sem áð snúa sér?” „Hann hefur þá lika komið til þin, þegar hann hafði drepið Frances Russo. Hann hefur nú verið hræddur þá, eða hvað? Og þú lést hann breyta útliti sinu”. „Nei”. Grant snerist á hæli. „Ég meina, að ég vissi það ekki. .. ég hélt, að það væri bara...” „Bara önnur nauðgun?” Nora dró djúpt andann. ,,Þú hélst samt áfram að hylma yfir með honum eftir að ég hafði sagt þér, að hann var orðinn morðingi. Hvernig komstu að þvi, að hann hafði stungið af til að gifta sig?” „Hann hafði sagt mér frá stúlk- unni, og þegar ég náði ekki i hahn, hringdi ég i hana. Ég fór þangað eins fljótt og. ég gat. Þegar ég kom að húsinu var alls staðar slökkt, nema i eldhúsinu. Ég sá, að Earl stóð þar. Svo sá ég stúlk- una. Þetta var ekki honum að kenna. Þetta var slys”. „Og þú reyndir að koma honum undan. „Það tókst. Það kemur enginn nálægt okkur, meðan þú ert hérna”. „Állt i lagi, setjum svo, að þú finnir felustað, hvað ætlarðu þá að gera við Earl? Lögreglunni verður alls staðar gert viðvart”. „Það var slys, að stúlkan skyldi deyja”. ,,Og hvað með Frances Russo?” „Þú ert sú eina, sem segir, að það hafi verið hann. En hvað um það, ég mun sjá til þess, að þetta komi ekki fyrir aftur”. Nora var máttvana. „Hvernig þá? Ætlarðu að tjóðra hann á næturnar? Lýsingu á honum verður dreift um allt, og ekki get- urðu afmáð hörundsflúrið”. „Hvað með það? Ekki er það glæpur að vera með hörunds- flúr”. „Ég skal segja þér ailt um það, þegar ég hef litið á það”. „Nei!” öskraði Grant. „Hví ekki, Grant? Það fannst blóð i munninum á Russo. Vitni sá mann hlaupa frá húsinu, einmitt um sama leyti og hún var myrt, og hann bar sig eins og honum væri kalt. Ég held þvi fram, að hann hafi haldið um höndina, af þvi að Russo beit hann. Og ég er viss um, að merkin um það eru á handleggnum á Dana. Þú reyndir að fela það með hörundsflúri, en 22 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.