Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 37
kistuna og hallaði höfðinu upp að veggnum. — Hvað kom fyrir, mamma? spurði Lucy. — Ég heyrði Lucy hrópa og ég varð óttaslegin. — Ég var aðeins að segja fram setningu úr leikriti, sem Alec kenndi mér einu sinni. Ég hefði ekki att að hrópa svona hátt. — Alec? — Já, hann er sonur Binnie. Hann sá þetta leikrit i Stanesfield og kenndi mér þessa setningu. A ég að sækja handa þér lyktarsalt? Rósa vætti varirnar með tungunni og hristi höfuðið. — Ég ætla bara að sitja hér stundarkom. — Ég er svo leið yfir þessu, mamma, sagði Lucy. — Er þaö nú rétt? Rósa rétti úr sér. Þrátt fyrir að hún skalf og titraöi, var rödd hennar reiðileg. — Já, ég spyr; er það sannleik- anum samkvæmt? Er það? Hún endurtók spurninguna og það var einhver hótun i rödd hennar. Augu hennar voru græn og sting- andi og áður en ég gat snúið mér við, hafði hún þrifiö til Lucy og gefiö henni utan undir og dró ekkert úr högginu. Lucy stóð bókstaflega á öndinni, frekar af undrun en sárs- auka. Ég sá einkennilegan glampa i augum hennar, eins og hún væri gripin einhverjum ofsa. Mér til mikillar undrunar, sagði hún rólega: — Ég ætla að skrifa pabba og segja honum frá þessu. Við gengum svo báðar út i garðinn og skildum hana eina eftir. Við vissum báðar nú, að sú yfirborðskennda hæverska, sem við höfðum tamið okkur gagnvart Rósu, var nú búin að vera. En að sjálfsögðu urðum við að sitja á okkur, öðru visi gátum við ekki búið i svona nánu sambandi við hana. Við vorum rétt búnar að ná okkur eftir þetta fyrsta áfall, þegar það næsta dundi yfir eins og reiðarslag. Ég hefi áður minnst á þaö hve Rósa var æst i að skoða i skápa og skúffur. Einn daginn beindi hún athygli sinni að kjallaranum og ég sá að hún hafði opnað skot, sem var eiginlega á milli hæða viö kjallarastigann, en þar var geymt heimabruggað vin. Það var óskaplegur hiti þennan dag, eins og oft um þessar mundir. Þegar við komum upp á loft, sat Rósa i dagstofunni og dreypti á vinglasi, mjög til- gerðarlega fannst mér, en það átti vist að sýna okkur siði heföarfólks. — Þetta litur freistandi út og ég er svo þyrst. Má ég bragða þetta? Rósa helti strax I tvö glös. Mér fannst vinið ekki vont en samt dálitið væmið, svo ég drakk ekki meira en tvo sopa. Lucy svolgraöi úr sinu glasiog baðum að fá aftur i þaö. — Ég myndi ekki drekka meira af þessu, sagði ég I varnaðarróm, tók svo bókina, sem ég var að lesa, og fór út i garð. Rósa Megrun ÁN SULTAR Fæst í öllum apótekum SUÐURLANDSBRAUT 30 P. O. BOX 5182 REYKJAVlK - ICELAND Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Gömlu draumarnir þfnir um ástina geta vel ræst, ef þú trúir bara nógu sterkt á þá og ert reiðubúinn til að fórna einhverju fyrir þá. Þú þarft að leggja hart að þér til að bæta fyrir mistök, sem þér hafa örðið á. Dreka- merkiö 24. okt. — 23. nóv. Þegar þú kemst loks- ins af stað, á sköp- unargleðin og vinnu- semin að njóta sin. Reyndu að vera ekki aö grufla f þvf, sem þú getur ekki skilið, þvl að þú þekkir ekki allar hliöarnar á þvi. Bogmanns- mcrkið 23. nóv. — 21. des. Hversdagslifiö veröur s v o óendanlega skemmtilegt i þessari viku, aö þú vilt alls ekki breyta neitt til. Þó er vissulega kom- inn tfmi til þess fyrir þig að skipta um um- hverfi, þó ekki væri nema um stundarsak- ir. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Láttu ekki skyldu- ræknina gleypa þig al- gerlega meö húö og hári. Þú veröur aö verja svolitlu af tima þfnum fyrir sjálfan þig. Annars verður heldur leiöinlegt hjá þér lifið. Heillatala er fimm og fieiHatfmi'er milli klukkan fimm og átta á laugardags- kvöldiö. 21. jan. — 19. febr. Reyndu ekki aö sann- færa þfna nánustu um þitt eigiö ágæti. Þaö getur orðið til þess eins, aö þeir efist um kosti þína og hætti aö berja I bresti þína. Reyndu aö verja sem mestu af tima þinum i þessari viku til þess að koma lagi á fjármál þin. 20. febr. — 20. marz Ástvinur þinn er hræddur viö að láta tilfinningar sinar i ljós, en þú skilur hann þrátt fyrir þaö. Hlust- aöu ekki á aðra en sjálfan þig. Þú veist best sjálfur, hvar skórinn kreppir. Not- færöu þér fyrri reynslu þina. 25. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.