Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 13
posturinn Höfuðborg Hollands. Kæri Póstur! Ég þakka fyrir allt gamalt og gott í Vikunni, en nú er best aö snúa sér aö efninu. Ég og bræöur minur höfum ver- iö aö rifast um þaö, hvort Haag eöa Amsterdam sé höfuöborg Hollands. >eir segja, aö þaö sé Haag, en ég held þaö sé Amster- dam. Elsku Póstur! Viltu ráöa fram úr þessum vanda fyrir mig, þvi aö ég er ekki svo klár i landa- fræöi? Og aö lokum: Hvernig eiga saman hnjtur (stelpa) og tvíburi (strákur), og hrútur (stelpa) og dreki (strákur)? Meö von um birtingu, E.H. P.S. Af hverju sleppiö þiö alltaf Stinu og Stjána og Andrési önd? Sama. Þú veröur aö sætta þig viö þaö, aö bræöur. þinir hafa rétt fyrir sér, þvi aö Haag er höfuöborg Hollands. Þú heföir reyndar get- aö gert þér lítiö fyrir og flett upp i landafræöinni og sparaö þér bréf- iö og frímerkiö. Ekki vegna þess.aö Pósturinn telji eftir sér aö leysa úr þessu deilumáli, heldur er sjálfsagt reyna aö bjarga sér sjálfur eftir bestu föngum. Sam- band hrútsstelpu og tvíbura- stráks getur tekist ágætlega, ef hún gætir þess aö reyna ekki alltaf aö troöa sér fram fyrir hann. Samband hrútsstelpu og drekastráks getur hins vegar brugöiö til veggja vona. Og aö lokum: Þaö er misskiln- ingur, að Stinu og Stjána og Andrési önd sé alltaf sleppt úr Vikunni. Stundum kemur fyrir, aö einhverjar myndasögur veröa að vikja fyrir ööru og þykir okkur þaö miður, enda eru mynda- sögurnar ekki felldar niöur, nema óviöráöanlegar orsakir komi til. Upplýsingar, sem Pósturinn gat ekki veitt. Kæri Póstur! Mig langar að svara tveimur spurningum, sem þú gast ekki svarað að fullu. Sú fyrri var þess efnis, að spurt var, hvað George Harrison væri gamall og hvort hann væri giftur. Hann er fæddur þann 25. febrúar 1943 og er þvi þrjátiu og tveggja ára,og eins og þú sagðir réttilega var hann trúlofaður Patty Boyd, en þaö gekk ekki sem best. Patty er nú með Eric Clapton. George á engin börn. Þá var einnig spurt um aldur og hjúskaparstétt Péturs Kristjáns- sonar i Pelican. Hann er fæddur þann 7. janúar 1952 og er þvi tuttugu og þriggja ára. Pétur er enn ólofaður. Kær kveöja, Jenny darling. Þakka þét skrifiö Jenny. Þaö er alltaf gott aö fá aöstoö viö aö svara erfiöum spurningum. Viö skulum svo vona, aö þetta gangi eitthvaö betur hjá henni Patty og honum Eric en þaö gekk hjá henni Patty og honum George. PENNAVINIR Ragnheiöur Kolbrún Ingvadóttir, Snorrabúö, Búöardal, Dalasýslu óskar eftir bréfaskiptum viö stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Arna Georgsdóttir, Sólbrekku 15, Húsavik og Brynja Siguróladóttir Baldurshrekku 1, Húsavik óska eftir pennavinum á aldrinum 13- 14 ára, stráka jafnt og stelpur. Ahugamál þeirra eru iþróttir, popptónlist og fleira. ingibjörg Stefánsdóttir, Vföilundi 2c, Akureyri óskar eftir bréfa- skiptum við stelpu eða strák á aldrinum 11-13 ára. Sólveig óladóttir, Fjaröarvegi 9 Þórshöfn og Eva Kristjánsdóttir, Langanesvegi 6, Þórshöfn vilja komast i bréfasamband við stráka eða stelpur á aldrinum 12- 14 ára. Hafa áhuga á böllum og popptónlist. Ingunn Sigriöur Þorsteinsdóttir, Leiti, Dýrafiröi, V-lsafjaröar- sýsluvill komast i bréfasamband við krakka á aldrinum 13-15 ára. Ingunn Einarsdóttir, Broddanesi, Fellshreppi, Strandasýslu vill komast i bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 14-17 ára. Hildur Pálsdóttir, Hreiöarsstöö- um, Fellum, N-Múlasýsluog Jóna Kristin Guömundsdóttir, Tjarnarlöndum 21, Egilsstööum óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15-17 ára. Brynhildur Baröadóttir, Hrapps- stööum II, Vopnafirði óskar eftir að komast i bréfasamband við stúlkur á aldrinum 11-13 ára. Ahugamál hennar eru útilegur, leiklist, sund og hestamennska. Aldis Stefánsdóttir Dagsbrún, Búöardal og Hafdis H. Haralds- dóttir, Hvammi, Búöardal óska eftir pennavinum á aldrinum 12- 14 ára. Ahugamál þeirra eru popptónlist, dans, útilegur óg fleira. Þær segjast munú svara öllum bréfum. Anna María Guönadóttir, Fagur- hólstúni 6, Grundarfiröióskar eft- ir að komast I bréfasamband viö stráka og stelpur á aldrinum 15-16 ára. og Gatsby gleraugnaumgerðir. Einkaumboð á íslandi. Allt nýjustu tizkuumgjarðir. Lituð sjóngler i miklu úrvali á laqer. Skyndiþjónusta fyrir landsbyggðina. Á KVENNAÁRINU iwon SNYRTlVöRUR SPORTSOKKAR OG SOKKABUXUR. FÆST I VERZLUNUM UM LAND ALLT. 25. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.