Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.08.1975, Qupperneq 12

Vikan - 07.08.1975, Qupperneq 12
verzlun landsins i svegi 11 — simi a staðnum Bankastræti 7 i 11496. HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN rJenný 1 pósturinn tL n0 frpmct pftii SkólavörSustíg 13a Sími 19746 - Pósthólf 58 Reykjavík r* Er lofti í þingeyingum? Hæ Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur noröan úr hjara veraldar, og okk- ur langar til a& spyrja þig nokk- urra spurninga. 1. Er það ekki bölvuð vitleysa, að þingeyingar séu loftmeiri en aðrir menn? Við erum þingeyskar, en við finnum ekkert fyrir þessu. 2. Viö erum hrifnar af strák (ekki þeim sama), en við vitum ekki hvernig viö eigum að kynnast honum. Gefðu okkur nú góö ráö, kæri Póstur. 3. Hvar er hægt að læra eitthvaö um bolla- og lófalestur? 4. Hvernig eiga saman meyja (stelpa) og ljón (strákur), vogin (stelpa) og meyja (strákur) og að siðustu vogin (stelpa) og nautið (strákur) 5. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr hvorri fyrir sig? Hvernig er stafsetningin og hvað heldur þú að viö séum gamlar? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Tvær loftlitlar þingeyskar skvisur. Pósturinn heldur þvi statt og stöðugt fram, að þingeyingar séu alls ekki loftmeiri en aðrir menn. Það er bara af öfund annarra landsmanna, sem sjá hve vel þingeyingar eru af guði gerðir, að þeir hafa fengiö þetta orð á sig. Séuö þiö yfir máta hrifnar af strákunum, þá er bara að gefa sig á tal við þá og „töfra þá upp úr skónum”. Látiö þá finna aö þeir séu einhvers viröi i augum ykkar, þá mun ekki standa á þvi, að þeir taki viö sér. En verið I guðanna bænum ekki smeöjulegar. Pósturinn veit ekki til þess, aö hérlendis sé hægt aö komast i læri hjá spámönnum. Hins vegar er til aragrúi af bókum um þetta efni bæöi á Islensku og erlendum tungumálum, og þangaö ættuö þiö aö geta sótt allan þann fróöleik, sem ykkur vanhagar um. Leitiö ykkur upplýsinga á bókasafninu á staönum, ef eitthvaö er, skrifiö annars til næsta safns og leitiö upplýsinga. Geti þeir ekki upplýst ykkur, þá skuluö þiö skrifa ein- hverri bókabúö I Reykjavik, fá hjá þeim bókalista og panta siöan eftir honum. Meyjan ætti aö vara sig á þvi, aö láta samband viö ljón ekki fara of langt, en trygg vinátta gæti orðiö milli þeirra. Meyja gæti veriö eini rétti makinn fyrir vog, en vogin veröur að gæta þéss, aö meyjan er ekkert fyrir dramatik. Ef vog gætir þess, aö vekja ekki afbrýði nauts, þá getur allt gengiö vel. Pósturinn er ekkert yfir sig hrifinn af skrift ykkar, en hún er samt nokkuð þokkaleg. Póstinum finnst sú sem skrifaöi seinni hluta bréfsins, ekki nógu vandvirk, hin er þó skárri hvaö það varöar. Þiö eruö báöar of auötrúa, en aö öðru leyti ætti ykkur ekki að vera neitt að vanbúnaði aö leggja ótrauðar af staö út i lifsbaráttuna. Muniö samt aö ekki er nóg aö sækja fyrst og fremst eftir veraldlegum auöi, llfsgæðakapphlaupið getur oröiö til þess, aö hinn innri maður er vanræktur, og þá biöur andlegt skipbrot á næsta leiti. Þiö eruö 14 og 15 ára, stafsetningin er þokka- leg. Barnsmeðlag Kæri Póstur! Við erum hérna tveir strákar i Svarfaöardal, og okkur vantar upplýsingar hjá þér. Ef við myndum barna stelpu, hvaö þyrftum við þá að borga i meðlag á mánuði og hve lengi? Við erum báðir 15 ára og erum búnir að brjóta heilann mikið um þetta. Og svo, hvaö getur þú lesiö úr skriftinni? VSÖK Það er allt i lagi aö brjóta heil- ann um þetta, en Pósturinn viil þó' vara ykkur við, að láta þaö fara lengra en hugsunin nær. Þiö eruö allt of ungir til aö eignast börn og ættuö þvi aö gera allt til aö foröast þaö. Besta og einfaldasta leiöin er sú að láta samfarir alveg eiga sig næstu árin, en ef þiö þurf- iö endilega aö sanna ,,karl- mennsku” ykkar fyrr en þiö hafiö þroska til aö eignast og ala upp börn, þá gætiö þess aö barna ekki. Hjá læknum, foreldrum eöa kenn- urum fáiö þiö upplýsingar um getnaöarvarnir og notkun þeirra. Barnsmeölag meö einu barni hefur veriö frá 1. júli 7.663,00 kr. og þaö greiöist móöur, eöa fööur, þar til barniö veröur 16 ára, einu sinni i hverjum mánuði. Póstur- inn treystir sér ekki til a& lcsa úr blokkskrift. Sagnfræðingur svarar Reykjavik i júni 1975. Kæri Póstur! Ég byrja á þvi að þakka þér fyrir aö birta bréf mitt um bless- aöan litla prinsinn hann Valiant, sem reyndar er orðinn uppkom- inn fyrir löngu, og búinn að geta mörg börn við Aletu konu sinni, svo ekki er hann alveg ónáttúr- aöur blessaður, i Vikunni sem út kom 1. mai siðastliðinn. Svarið þakka ég þér sömuleiðis, en þar kennir margra skemmtilegra grasa, sem kunna að skýra, hvers vegna önnur eins endemis þvæla og Valiant þessi riður húsum hjá hverjum og einum, sem leggur i þá fjárfestingu að kaupa Vikuna. Þú talar þar um vitaveröan tals- máta minn, og kveður þaö myndu vera þokkalegt, ef lesendur Vik- unnar tileinkuöu sér almennt slikan talsmáta. Mér er spurn: Hvernig heldur þú, aö lesendur Vikunnar tali? Býstu við þvi, aö þeir hafi tileinkað sér eitthvert upphafið rósamál og kalli hlutina ekki sinum réttu nöfnum? Ég vona ekki, og ég veit þú hlýtur aö vera sama sinnis. Ég sé ekkert ljótt við það að segja, að Erni blessuðum standi ekki. Eða held- 12 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.