Vikan

Útgáva

Vikan - 07.08.1975, Síða 16

Vikan - 07.08.1975, Síða 16
frþeim ótt og títt, svo-hætti hann þvi. ÞaB var eins og kökkur væri fcaB myndast fyrir brjósti hans. *Það fóru viprur um varir hans og hann kyngdi aftur og aftur. Hann vildi ekki gráta. Pabbi hans hafBi sagt, aB þaB væri ekki karlmann- legt aB gráta, þaB væru aBeins stelpur, sem grenjuBu. Drengurinn skildi ekki, aö þaö var af sorg, sem hann þurfti aö gráta nU. Hann haföi ekki þekkt gamla manninn neitt aö ráöi, en þar sem hann lá viö bátinn sinn andvana haföi hann virst svo um- komulaus. Þegar drengurinn nú hugsaöi um þetta og svo gæsku gamla mannsins I sinn garö, gat hann ekki haldið aftur af tárun- um. Þau byrjuðu aB renna eitt og eitt, niBur kinnar hans, svo runnu þau hraöar. Hann fór að snökta, en svo lét hann undan sorginni, og áöur en varði grét hann hástöf- um. Þarna sat hann á steini niBri i fjöru, aðeins tólf ára gamall, og grét, grét af þvi allt var orðið svo leiöinlegt. Hann grét lika, án þess aB gera sér grein fyrir þvi, vegna þess aö alvára lifsins haföi gripið inn i leiki bernskunnar. Lifið var hætt aB vera áhyggjulaust og ein- tómur leikur. Allt vegna þess að gamall maöur hafði orðið á vegi tóif ára drengs og horfið af honum aftur saddur lifdaga. Smám sam- an hljóBnaði gráturinn, að siðustu heyröist aðeins smá snökt, sem einnig þagnaði fljótt. Drengurinn saug upp I nefiö, þurrkaði sér um augun með annarri hendi og strauk tárin af kinnum sér með hinni. Á meðan hann var aö jafna sig horfði hann i kring. Það var ekki laust við að hann skammað- ist sin fyrir, að hafa verið að gráta. Hann vildi vera viss um að enginn hefði séð til sin. Þegar hann var búinn að jafna sig, stóð hann upp af steininum og hélt af stað heimleiðis. Hann þræddi fjöruna og sneiddi þannig hjá malarkambinum. Hann stansaöi annað slagið, tók upp smásteina, sem hann siðan kast- aði út á spegilsléttan sjóinn og lét þá fleyta kerlingar. Þegar hann kom að höfninni, fikraði hann sig upp úr fjörunni, og án þess að lita I átt að malarkambinum, þar sem bátur gamla mannsins var, tók hann á sprett. Hann hljóp eins hratt og hann mögulega gat. Hann vildi komast heim sem fyrst. ENDIR. Kannski hafði það hvað mest áhrif á fólk, sem sá Houdini leika listir sinar, að engu var likara en hann væri gæddur yfir- náttúrlegum krafti. En nokkur töfra- bragða hans og sjónhverfinga eru sára- einföld brögð, sem margir gætu leikið eftir með svolitilli þjálfun. Hins vegar eru enn nokkur bragða hans algerlega óskýrð, og verða trúlega um alla framtið. Hoúdini varð stöðugt að vera á varöbergi og fylgjast með öllum nýjungum I handjárnagerð til þess að tapa ekki þvi orði, sem af honum fór sem sérfræðingi I þvi að losa sig úr handjárnum og öðrum hlekkjum. Frami hans hefði verið á enda, ef hann af einhverjum orsökum hefði ekki getaðlosað sig úr hand- járnum á opinberri sýningu, en hann linnti ekki látum fyrr en hann kunni aö gera þjófalykil að öllum handjárnum, sama hve vel þau voru úr garði gerð. Hann réði jafnvel við timalása, þótt þeir séu stórkostleg smiði. Oftast vissi Houdini með fyrir- vara, hvers konar handjárn hann þurfti að fást við, og hafði þvi meðferðis þá tegund lykils, sem við átti. Þótt maður sé hand- járnaður, eru fingur hans lausir og liðugir, og Houdini hafði svo sterka og þjálfaða fingur, að honum veittist auðvelt að snúa lyklinum með þeim. Flestir lásar hafa einhverja galla, sem sérfræðingur I lásum er fljótur að koma auga á, og Houdini kunni að notfæra sér þessa galla út i æsar. Þótt Houdini væri hand- járnaöur með nokkrum hand- járnum, reyndist honum ekki erfiðara aðjosa sig úr þeim öllum en þótt hann heföi aðeins verið hlekkjaður með einum járnum. Allur galdurinn var að byrja á neðstu járnunum og færa hin svo niður á úlnlið. Houdini ávann sér mesta frægð fyrir aö losa sig á þennan hátt úr handjárnum og hann notfærði sér þá frægð til hins ýtrasta. Mesta ánægju hafði hann af þvi að skora á lögreglumenn Scotland Yard og borgarlögreglu New York og Berlinar að veðja viö sig um það, hvort honum tækist að losa af sér hapdjárn þeirra, en lögreglu- mennirnir tóku aldrei áskorun. Við vissar aðstæður þótti töfra- manninum ráðlegra að nota eigin handjárn, til dæmis þegar hann lét sökkva sér niður I vatn, hand- járnuðum og I kistu. Hann gat ekki tekiö áhættuna, sem var þvi samfara að nota handjárn, sem hann þekkti ekki, og gátu þvi á einhvern hátt verið óeðlilega stif, þvi að þá átti hann á hættu að glata lifi sinu. Handjárnin, sem hann notaöi, litu út fyrir aö vera ekta, og engum nema sérfræöingi hefði dottið annað i, hug, en þó voru þau þannig úr garði gerö, að ekki þurfti að koma nema litils háttar við þau á ákveðnum staö til þess að þau opnuðust. Þannig handjárn notaði Houdini þó þvi aðeins, að lif hans væri i hættu, ef eitthvað gengi úrskeiðis við opnun hand- járnanna. t öllum veðmálum hans, voru handjárnin það, sem þau sýndust vera. Hann var svo snjall við að opna lása, að i rauninni hefur varúð hans, þegar um lifið var að tefla, verið nær ástæðulaus. Houdini fór oftast nær fram á það að nota þá tegund handjárna, sem algengast var að nota i því landi, þar sem hann var að sýna i það og það skiptið. Þó kom það stundum fyrir, til dæmis þegar hann sýndi i Englandi, að skorað var á hann að láta setja sig i amerisk handjárn af nýjustu gerð, og Houdini féllst alltaf á það, enda var honum það óhætt. Stundum kom það fyrir, aö komið var með handjárn til Houdinis, sem lásasmiöir höfðu farið höndum um I J>ví skyni, að erfiðara yröi aö opna þau. Houdini þurfti þó ekki lengi að handfjatla handjárnin til þess að sjá, hvernig allt var i pottinn búiö, og hann var ætið á varð- bergi gagnvart sliku. Sennilega hefði Houdini ekki átt I neinum teljandi erfiðleikum með að losna úr handjárnum, þótt á þeim hefðu verið geröar endurbætur dg breytingar, en það hefði ugglaust tekið hann lengri tima en að komast úr venjulegum járnum. Þaö var langt frá þvi að vera heiðarlegt að skora á Houdini að losa sig á þann hátt úr hand- járnum, sem höföu verið styrkt mjög, en stundum stóðst hann ekki mátið og lét til leiðast. Honum tókst ætið að standast raunina, en hann gleymdi þvi heldur aldrei að láta áhorfendur vita af þvi, að um sérstaklega treyst handjárn væri að ræða. Það er til fjöldi aðferða til þess að losa af sér handjárn, og Hou- dini kunni góð skil á þeim öllum, enda valt frægð hans og frami á þvi, að honum brygðist aldrei bogalistin. Einföld aðferð Houdini var vanur að segja, að bresk handjárn væru auðveldust viðureignar og Jýsti þvi oftar er> einu sinni yfir, að hann gæti auö- veldlega losað þau af sér á tveimur sekúndum. Hann fann upp nokkrar aðferðir til þess. Einföldustu aðferðina fann hann reyndar ekki fyrstur, en hún er sérstaklega áhugaverð, þvi að til aö beita henni þurfti hann ekki einu sinni að hafa þjófalykil. Eftir nákvæma rannsókn og til- raunir meö bresk handjárn, komstHoudini að þvi, að hann gat látið þau hrökkva upp meö þvi einu að Slá þeim við á ákveðnum stað. Viðkvæmi staðurinn var á bogahum rétt hjá löminni. Houdini notaði þetta bragð á ýmsan hátt og með undraverðum árangri. Þegar hann var á ferð i London, sagði hann blaða- mönnum þar, að hann gæti íqsað af sér hvaða bresk handjárn sem væru, án þess að nota nokkurn lykil. Þegar leitað hafði veriö vand- lega á Houdini, var hann hand- járnaður og læstur inni I herbergi. Blaðamennirnir létu sér ekki 16 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.