Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 33

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 33
að því, að hún skyldi vilja giftast honum, og yppt öxlum. — Eins og það skipti einhverju máli, sagði hann. Nei, hugsaði hún nú, ekki fyrir þig- Hún gekk hægt niður í stofuna. Veggirnir voru þaktir myndum úr kvikmyndunum hans. Konusafnið, hugsaði hún bitur og horfði á myndina af sjálfri sér, sem tekin var fyrsta sumarið. Hvað hún leit út fyrir að vera glöð og ánægð á henni. Brúnt hárið var greitt f stóran hnút f hnakkanum og vangarnir geisluðu af æsku. I fyrsta sinn tók hún eftir áletrun- inni á myndinni: Lone 69- Þetta var eins og merkisspjald svo hann myndi, hvað hún hét. Þarna var myndin af fyrstu kon- unni hans. Hún var ótrúlega gamal- dags með hárið f óteljandi lokkum. Annie 55. Og þarna var dóttirin Edna. Hún fékk alltaf sting í hjartað, þegar hún sá dóttur hans. Alltaf. I þau fáu skipti, sem hún kom að heimsækja þau, talaði hún við föður sinn í hörðum og óvingjarn- legum tóni, og þegar hann vildi fá hana fyrir statista í kvikmynd, hló hún hátt. —Ekki ég, pabbi, sagði hún. _—Þú færð ekki að nota mig. Myndin af Lísu 65 var stærst, og hún hékk alltaf yfir arninum. Ung stúlka með sítt, svart hár. Ótrúlega fögur. — Ég mun alltaf elska Lísu, alltaf. Hann sagði þetta í fyrsta skipti, sem þau fóru út saman. Og hún vissi, að það var satt. Hann myndi ætíð muna, þegar Lísa steig upp í flugvélina og veifaði í kveðjuskyni. Hann myndi aldrei gleyma því, þegar flugvélin hrapaði í vatnið. Ef hún gengi að glugganum hinum megin, sæi hún slysstaðinn. Hún gekk að barskápnum og blandaði sér drykk, en hafði ekki lyst á honum, kveikti sér í sígar- ettu, en drap strax í henni aftur. Stóra úrklippubókin lá enn á stofu- borðinu. Hún hafði aldrei skilið það almennilega, að hann klippti hvert orð, sem um hann var sagt á prenti, út og lfmdi það inn í stóra rauða möppu. Sjálf var hún alltaf svo innilega búin að ljúka við hvert hlutverk um leið og hún hafði leikið það. —Þú ert svo fljót að aðlagast, var hann vanur að segja. •— Eða gleyma. Það var eins og hann sjálfur gæti aldrei lokið neinu. Ár eftir ár gat hann horft á sömu kvikmyndina og sagt: — Þessi hreyfing er kolvit- laus. Þessi hreyfing eyðileggur allt saman. Sérðu það, Lone? — Já, svaraði hún alltaf, þótt hún sæi það alls ekki. Hún opnaði möppuna og rak óvænt augun f gagnrýnina um hippa- myndina. — Þú verður að lifa eins og blóma- barn, sagði hann og fór með hana f ferðalag út á land. — í gallabuxur og gamla peysu með þig og þú mátt alls ekki láta klippa þig. — Á ég lfka að reykja hass? spurði hún og hló. — Ef þig langar til þess, skaltu gera það, svaraði hann. Allt fyrir hlutverkið, hugsaði hún nú, allt. Og allt í einu var eins og þessi fimm ár hefðu verið enda- laus martröð, alltaf ný hlutverk, alltaf þessar kröfur, sem voru meira en hún... — Meira en ég þoldi, sagði hún upphátt og teygði sig f sfgarettu- öskjuna. Höndin á henni skalf svolítið. Henni varð aftur hugsað til slitnu gallabuxnanna og peysunnar og hárs- ins, sem hún mátti helst ekki greiða og brotinna naglanna. Hann eyddi tíu dögum f það eitt að kenna henni að fleygja sér niður f grasið, tveir dagar fóru f að stinga blómi milli tannanna, og margar vikur f að æfa grátatriðið. Þegar hún var orðin svo örmagna, að hún grét bara og grét, sagði hann: Þetta er afbragð. Hún fékk tvo daga til þess að venja sig af slitnu gallabuxunum, brotnu nöglunum og ógreiddu hár- 0 vr ÍSW A,, ‘S-'Z-íf sr?. y 51. TBL. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.