Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1975, Síða 34

Vikan - 18.12.1975, Síða 34
inu, tvo daga til þess að verða hin sallafína Anna. , Og eftir Önnu brustu taugarnar. Hann sagði, að það vxri ágætt, þvi að nú væri röðin komin að Kötu— hinni taugaveikluðu Kötu. Að Kötu lokinni ætluðu þau að fara í ferðalag og hvxlast. En það varð þá bara hún ein, sem fékk hvíld. Hann hafði fundið ,,nýja” ekki statista í þetta skipti, heldur sótti hann leikkonu alla leið til Danmerk- ur. Fyrstu myndirnar af þeim í blöð- unum voru eins og aðvörun. Jæja, hugsaði hún, ég hef gefið allt, sem ég átti — galdramaður- inn hlaut að gefast upp. Hún leit niður á hendur sér, sem skulfu svo- lítið. Og allt í einu vissi hún fyrir víst, að hún hafði leikið sitt síðasta stóra hlutverk. — Hann lætur þig sigla þinn sjó, þegar þú ferð að þreytast. Hver sagði þetta? Dóttir hans! Hún fletti möppunni og kom að síðustu úrklippunum. — Hann er stórkostlegur. Ég vissi ekki, að það byggi svona mikið í mér — sagði þessi danska Ijóska og geislaði af fögnuði... Lone fann sárt til með þessari ungu stúlku. Hve lengi héldi hún þetta út? — Stúlkan er ung og þrekmikil, sagði hann þegar hann lét þess getið við hana, að hann ætlaði að sækja hana til Danmerkur. — Já, enda veitir ekki af þrekmikilli stúlku í þetta hlutverk. Myndin er um kappakstur, skilurðu. Hann sagði eitthvað fleira, en hún hlustaði ekki á það. Hann hafði sagt þetta allt saman áður. Hún hafði hlustað á þetta í fimm ár. Síðasta myndin í möppunni. Arne og sú danska sátu á gangstéttarkaffi- húsi í París. — Við erum bara vinir, sagði sú ljóshærða. Hún heyrði í bílnum hans koma. Hann kom snemma heim. Þá fengi hún tækifæri til þess að „leika loka- atriðið". Allt I einu datt Wenni í hug, hvort þau myndu flytja inn í þetta hús, eða hvort hann léti hana halda því. Eitt andartak var eins og hún væri orðin tilfinningalaus. Fætur hennar urðu ískaldir. Hún sat í sófan- um og átti bágt með að draga andann. Hann leit ekki á hana, en gekk beint að barskápnum, blandaði sér sterkan drykk og kveikti sér í sigar- ettu. Það var eitthvað undarlegt við baksvipinn á honum, eins og hann væri gamall maður. Þá datt henni það í hug I fyrsta sinn: Hann er orðinn rúmlega fimmtugur. Þegar hann sneri sér við, tók hún í fyrsta sinn eftir því, hvað andlit hans var hrukkótt. Undir útiteknu yfirborð- inu var eins og skini í fölt og tekið andlit, eins og hann væri veikur, eða eins og hann hefði gleymt að þvo af sér leikhúsfarðann. Hann gekk út að glugganum og horfði út á vatnið, þar sem flug- vélin hafði hrapað. Allt x einu datt henni í hug, að „dagurinn” væri í dag. Nei, það var maí og þetta gerðist í júní. Kannski var hann líka orðinn leiður á því. „Daginn” var hann vanur að helga minningu hennar. Hann reri út á vatnið með hvítan blómvönd og lagði hann varlega á vatnsflöt- inn. Fyrsta árið fannst henni það fallegt og rórrrantískt. Annað árið brá henni við það. Og nú — — Dramatísk tilgerð, sagði thann eins og hann vissi, hvað hún var að hugsa. Henni hitnaði í kinnum og hún skammaðist sín svolítið. — Drottinn minn dýri, sagði hann. Ég get ekki meir. Hún stóð og beið eftir því, að hann segði „réttu orðin”, þakkaði henni fyrir þessi ár, og bæði um að fá að vera vinur hennar áfram. Hann drakk í botn, blandaði sér aftur í glasið og settist svo þung- lega í sófann. Það er í lagi, sagði hún. — Ég skal setja niður. Hann starði á hana. — Setja niður? — Já, er það ekki það, sem þú vilt. Súnýja... Hann starði enn á hana. — Hún er ekki annað en stelpu- krakki, sagði hann seint og um síðir. — Þú ert stórtækur upp á síð- kastið. Hún vissi, að þetta hljómaði særandi, og þó ætlaði hún ekki að særa hann. Hann kveikti í annarri sígarettu og leit undan. MECCANO er broskandl fyrlr börn á öllum aldri Hverjum MECCANO-kassa fylgir listi fyrir hvert sett, sem gelur leiðbeiningar og sýnir hluta af því, sem hægt er að búa til. Þetta er hið upphaflega og raunverulega MECCANO, sem pabbi lék sér að, en tíminn og tæknin hafa endurbætt það og gjört að vinsælasta leikfangi sonarins — og nú fást alls konar rafmótorar og gufuvélar, sem hægt er að tengja við og þannig auka fjölbreyttni og glæða sköpunargáfu barna og unglinga. ☆ Látið hugmyndaflugiÖ ráða er þér raðið MECCANO TÖMSTUNDAHOSIÐ % SIMI 21901 LAUGAVEGI 164 34 VIKAN 51.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.