Vikan

Issue

Vikan - 18.12.1975, Page 48

Vikan - 18.12.1975, Page 48
manni, scm hafði ckki augastað á öðru en eignum yðar. En það er yðar mál. Haldið í Francis, úr því að þér elskið hann svona hcitt. Þið getið verið hér í nokkra daga í viðbót eða þangað til fulltrúi minn getur tekið við landareigninni. Hvað mig sjálfan áhrærir, þá ætla ég að fara undireins. Veriðsælar.” Hann hneigði sig lítillega, en snérist síðan á hæl og strunsaði fram að dyrum. Marianne gat ekki að sér gert og elti hann. Rétt eins og það skipti engu máli, tók þessi maður með sér bcrnskuminningar hennar og allt, sem henni var kærast. Hjarta hcnnar var að því komið að bresta við tilhugsunina um að Ellis frænka, scm elskaði heimili sitt svo innilega, myndi nú hvíla ásamt öllum hinum Seltonunum í landareign, sem til- heyrði ókunnum manni. En samt kom henni ekki til hugar að fara bónarvcginn að honum. Stolt hcnnar kom í veg fyrir það. Kok hennar herptist saman, og hún var gráti næst. ,,Ég hata yður!” hreytti hún út úr sér á milli samanbitinna tann- anna. ,,Þér hafið ekki grun um, hversu ég hata yður. Ég vildi, að þcr væruð dauður, og svo lengi sem ég lifi mun ég hata yður!” Hann snéri sér við og horfði á hana. I öðru munnvikinu brá fyrir hæðnisglotti. ,,Hatið mig eins og yður þóknast, lafði Cranmere. Ég þoli þúsund sinnum betur hatur en afskiptaleysi. Hefur ekki einhver komist svo að orði, að af vörum kvenna bragðist hatrið líkt og ást? Góð hugmynd ég ætti kannski að sannreyna þetta núna?” Aður en Marianne gat getið sér til þess til við hvað hann ætd, hafði hann tekið þrjú skref í áttina til hennar og hélt nú utan um hana. Henni lá við köfnun, og höfuð hennar riðaði, er hún fann járn- greipar hans umtykja sig. Munnur hennar var innsiglaður af kröfuhörð- um, miskunnarlausum munni hans. Hún barðist um á hæl og hnakka-, en Jason hélt henni fastri, og þrátt fyrir æðisgengna tilraun hennar til þess að komast undan, gat hún ELDAVÉLAR FRÁ Með eóa án viftu í bökunarofni #,,NFI"-Hönnun. #Auðsætt rofaborð. • Barnavörn. #Þétt innbygging. # Hentugir aukahlutir. #Hitablástur í ofrii. ,, Circot herm-S ystem" ftir vali: . Hitablástur i ofni. ,,Circotherm-System". Ljúffengari steikur, hitagrill, framúrskarandi til baksturs, þrifinn. Fjölþætt klukkustýring, hjálpar tengill, stór geymsluskúffa á rennibraut, plötuskápur o.fl. FÁLKINN' Suöurlandsbraut 8 sirnt 84670. Reykjavík. sama og ekkert gert. Heitar og kaldar bylgjur virtust fara um líkama hcnnar á víxl, en I bland var önnur einkennileg og truflandi tilfinning. Ósjálfrátt varð mótstaða Marianne veikari og fjaraði loks út, Varir mannsins voru svo heitar eftir allan kuldahrollinn, og eins og fyrir krafta- verk urðu þær allt í einu mjúkar og fullar af blíðu. Marianne var hálf- ringluð, en hún fann þó, hvernig hönd seildist að hálsi hennar og undir silkimjúkt hárið. Hún gat ekki hreyft höfuðið. Þetta var eins og í draumi og alls ekki óþægilegur draumur. En allt í einu sleppti hann taki á henni. Hún stóð eftir alein, og allt umhverfis hana virtist ganga í bylgjum. Fyrir 'eyrum hennar heyrðist suð, og hún var í þann veginn að kikna í hnjáliðunum. Skammt undan heyrði hún hræði- legan hæðnishlátur ameríkanans. „Ég þakka yður fyrir samvinnu- lipurðina, en gleymið þvr ekki, að ég á enn inni eina nótt. Sá dagur mun renna upp, að ég kem til þess að endurheimta hana. Það væri hörmulegt að glata tækifærinu að fá að elska slíka konu. Þér eruð sköpuð til þess.” Er Marianne heyrði dyrnar lokast fann hún blygðunarroða hlaupa I kinnarnar, og hún opnaði augun, sem hún hafði lokað til þess að sjá ekki illgirnislegt andlit kvalara síns. Hann var farinn. Loksins var hún ein, en ein rétt eins og hún væri stödd I. miðjum rústum. Ekkert var eftir úr heimi bernskunnar. Húsið, auðæfin, ástin og allar dýr- mætustu tálsýnir hennar höfðu verið eyðilagðar á einu augnabliki. Hið eina, sem ekki var með öllu horfið, var glóðheit aska, sem átti það eitt fyrir höndum að dreifast undan veðri og vindum. Landareignin yrði seld, svo að enn eitt skip gæti siglt um höfin! Hófadynur barst að utan, fjarlægð- ist og dó síðan út. Marianne þurfti ekki að llta út um gluggann til þess að vita, að Jason Beaufort væri farinn, á flótta undan eyði- leggingunni, sem hann hafði komið af stað. Að baki var Marianne og vissi ekki, hvernig hún átti að klóra sig út úr þeirri ógæfu, sem hann hafði leitt hana I. Hún settist I hægindastólinn, þar sem amerlkaninn hafði setið rétt áðan, og hún var nú róleg. Aftur rlkti kyrrð I þessu húsi. Hálfri stundu síðar hrökk hún upp úr þunglyndislegum hugsunum sln- um, og þá fannst henni eins og hún hefði endurfæðst. Þetta hafði verið sársaukafullur og vægast sagt óvenju- legur meðgöngutlmi. Mjög lítið var eftir af hinni ungu og saklausu Marianne, sem hafði steypt sér I blindu ástaræði út I hillingar æskuástar. Framhald i næsta blaði 48 VIKAN 51.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.