Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 12
Linguaphon
Þú getut lært nýtt tungumál á 60 tímu
UNGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meðfædd-
an hæf ileika til aó læra aó tab á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RET-Tog ÞÚ getur
sannaó þaó. — Við sendum þér að kostnaóarlausu
upplýsingapésa um nómió. — Þegar þú hefur tekið
ákvörðun, — sendum við þér linguaphone námskeið
í því tungumáli, sem þú ætlar að læra.
\'oju±obus muMAévo5Q- s'curt&tÁ ÍCA
LINGUAPHONE tungumálanámskeió
á hljómplötum og kassettum
Hljóðfærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656
Ég minnist þess ekki, að hafa skipað þér upp á dekk,
Sigurður!
Jt
12 VIKAN 5. TBL.
TigerTops
Jungle Lodge
P.O. Box 242
Kathmandu Nepal
MEIRA AÐ SEGJA í NEPAL LESA
MENN VIKUNA.
Kæra Vika!
Ég hef fcngið Vikuna senda til
mín hingað á annað ár. Greinum
um innlend málefni hef ég mjög
gaman af og yfirleitt má segja það
um allt sem á einhvern hátt er tengt
Islandi. En það er oftast meginefni
blaðsins. Matreiðslubókin er líka
ágæt og ég hef gaman af því að
reyna uppskriftir. Oftast mistakast
þær þó vegna skorts á gæðum
innihaldsins, því ekki er hlaupið að
því hér að kaupa matvöru.
Þegar ég fékk 44. tölublað
Vikunnar og las greinina um
Maharani af Jaipur ákvað ég að
reyna að skrifa bréf sem stutta leið-
réttingu á ýmsu sem sagt var um
hana þar. Sannast að segja hefur
hún mjög gott orð á sér hér og er
mjög dáð kona. Greinar sem sendar
eru frá Indlandi af ríkjandi stjórn
Indlands eru mjög neikvæðar gagn-
vert hinum svokölluðu Maharajas
og Maharanis. Það gull sem fannst í
fylgsnum hennar var gull, sem
enginn vissi um og fannst af
tilviljun. Það hefur verið grafið
niður á tímum Akbars konungs
(líklega þess sama og er að leika sér
að Skugga í teiknimyndasögu Vik-
unnar). Maharani af Jaipur situr nú
í fangelsi á Indlandi (fangelsi sem
ætlað er glæpamönnum) og líklega
kemur hún ekki þaðan aftur. Geri
ég ráð fyrir að umrædd grein í
Vikunni hafi verið þýdd úr erlendu
blaði, því ykkur hafi þótt hún
athyglisverð. Ég skrifa þetta af
góðum hug, því ég er viss um að
öllum íslendingum leiðist að sjá
einhverja vitleysu um landið okkar
á prenti. Eins held ég að mörgum
indverjanum þætti leitt að lesa
þessa grein, sem birtist í Vikunni.
Hér í Kathmandu hef ég átt
heimili mitt í rúm þrjú ár og eignast
marga vini og kunningja, bæði
nepalska og indverska.
Með kærri kveðju,
Fjóla Bender Edwards.
'tværi gritn um þarlenda ^konu.
Bréfið þitt kom okkur þvt þægilega
á óvart og við þökkum þér kærlega
ómakið. Frekari frásagnir frá þér
um lndland væru þakksamlega
þegnar hér á Vikunni og ekki sakaði
að myndir fylgdu.
Greinin um Gayarri Devi var
unnin úrgrein úr norsku blaði, eins
og þig grunaði. Við erum þvt ekki í
aðstóðu til að dæma um sannleiks-
gildiþess sem birt er um lndland í
norrœnum blóðum frekar en
kannski þeir blaðamenn norskir,
sem fengið hafa greinina til úr-
vinnslu þar. Þetta er því ef til vill
gott dæmi um hvað fréttaflutning-
ur getur oft verið varasamur. Við
þökkum þér kær/ega leiðréttinguna
og óskum þér góðs gengis t
framandi landi.
FINNST YKKUR HANN HELGI
PÉTURS EKKI SÆTUR?
Sæll, góði Póstur!
Ég hef margsinnis byrjað á bréfi
til þín, en rifið það jafnóðum. Það
er svo margt, sem mig langar að
segja og spyrja um. T.d. það, að þú
ert alveg svakalega skemmtilegur og
fyndinn. Hvaðan færð þú eiginlega
alla þessa fyndni? Eitt af því sem
mér finnst leiðinlegt er skriftin
min, hún hallast í vitlausa átt eins
og þú eflaust sérð. Hvernig á ég að
lagfæra hana? Það segja allir, að ég
eyðileggi skriftina með því að láta
hana halla svona.
Annað er, sem mér finnst mjög
leiðinlegt. Ég er svo hroðalega feit.
Ég er 1.60 og hálfur á hæð og
63—64 kíló. Þetta er alveg brjálæði.
Allavega hlýtur honum Helga Pét-
urs að finnast það, ef honum finnst
Ólafur Þórðarson feitur. Ég var að
hlusta á plötu með þeim félögum
og finnst hún ágæt að frádregnum
töffarastælunum t.d.:Ofar, ofar, og
fl. Ég bið að heilsa honum Helga,
þótt ég hafi meiri áhuga á óla.
Það er eitt, sem mig langar mjög