Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 37
.ÆÍmæ&æm mŒ£m eflum. í klettóttri víkinni iá svo skipið, klofið sundur í miðjunni. Marianne stóð sjálfa sig að því að fara að hugsa um skipbrot, er hún hafði lesið um I bókum. Þeim hafði ekki á nokkurn hátt svipað til þessa. Henni varð hugsað til kven- hetjunnar á Paul et Virginie, sem hafði heldur kosið vota gröf en að láta afklæða sig. Heimskulegt! Lá hún ekki sjálf hér í fjörusand- inum hálfnakin og á valdi þessara illmenna? Er hún hafði aftur náð valdi yfir sjálfri sér, sá hún, að skammt undan voru klettar, og I þessum klettum gæti hún ef til vill leynst. Strandþjófarnir voru svo uppteknir af ránsfengnum, að þeir virtust hafa misst allan áhuga á henni. Hún byrjaði að skríða af stað, en minnsta hreyfing hennar vakti strax athygli þeirra. Mennirnir tveir flugu óðara á hana og þrýstu henni niður í sandinn. Sér til mikillar skelfingar sá hún annan þeirra, þann sem var í einhverjum fata- druslum, draga stutt sverð úr belti sér, og það sló roða á það þarna í bjarmanum frá eldinum. Hann beygði sig yfir hana og brá sverð- inu að hálsi hennar, en í sömu andrá stökk einhver niður úr klett- unum. Hann réðist aftan að mann- inum með sverðið, og hann missti jafnvægið og féll í sandinn. Árás- armaðurinn var umsvifalaust kom- inn ofan á hann og mennirnir tveir börðust eins og ljón,, en ræn- inginn stóð að því leyti betur að vígi en Jean Le Bru, að hann hafði sverðið. Hinn óþokkinn hélt Mari- anne fastri, og hún gat því ekki annað en horft hjálparvana á að- farirnar. En þó hún væíi svona hjálparlaus, hélt hún enn í vonina. Or því að Jean hafði bjargast á land og var hér kominn til þess að berjast fyrir lífi hennar, þá gat allt eins verið, að Svartbakur væri ein- hvers staðar á næstu grösum. Ef hann kæmi þeim til hjálpar, myndi það bæta aðstöðu þeirra til muna. Jean var stærri en andstæðingur . hans og áreiðanlega sterkari, en vist hans í skipsfangelsinu Euroþa og volkið 1 sjónum stundu áður gerði það að verkum, að ræning- inn virtist ætla að ná yfirhönd- inni. Þetta var manninum, sem gætti hennar, fullljóst, enda rak hann annað slagið upp dýrslegt gleðiöskur. Og enn var Svartbak- ur hvergi sjáanlegur. Marianne til sárra vonbrigða gerði hún sér nú Ijóst, að leikurinn var tapaður. Hinn maðurinn var þegar kominn ofan á, og Jean reyndi árangurs- laust að losa hendurnar, sem voru í þann veginn að kyrkja hann. I angist sinni kallaði Marianne upp yfir sig á frönsku. ,,I guðanna bænum, dreptu hann ckki!" T. BENZONI 1Q Eina svarið, sem hún fékk, var tryllingslegur hlátur,. en eins og bergmál af örvæntingarópi hennar, heyrðist nú ísköld skipandi rödd. ,,Nú er nóg komið! Slepptu manninum, Vinoc!" Maðurinn hlýddi umsvifalaust. Jean Le Bru var nú laus, en ræn- ingjarnir tveir drógu sig í hlé og voru nú ekkert nema fleðulætin. Maðurinn, sem hafði komið utan úr myrkrinu eins og einhvers konar hræðilegur náttfugl, var greinilega foringi strandþjófanna. Hann var hávaxinn og klæddur í gæruskinns- feld og strigabuxur með víðum skálmum og bar svartan flókahatt, en hár hans var bundið í tvær flétt- ur, sem féílu niður vangana sinn hvorum megin. Yfir þessum óvönduðu fötum hafði hann slá, sem hann bar á báðum öxlum. Svo var hann með þykka leður- hanska, og svört gríma úr flaueli huldi andlit hans að mestu. Hið eina, sem sást af andlitinu voru stcrkir drættir í kringum munninn. Munnvikin vissu niður á við og báru vott um óendanlega mann- fyrirlitningu. Augu þessa manns voru óvenju skær, en það var engin leið að sjá hvaða lit þau höfðu. Er Marianne fann þessi augu hvíla á sér roðnaði hún af blygðun. Hún reyndi að hylja brjóstin og gerði eiris Htið úr. sér þarna I skugg- anum frá klettunum og unnt var. Maðurinn svipti af sér slánni, og kuldalegt glott lék um varir hans. Hann kastaði slánni til hennar, en sagði síðan við mennina tvo. „Farið með hana!" Því næst bcnti hann á Jean Le Bru, sem stóð frammi fyrir honum og skalf enn eftir áflogin, og sagði kæruleysislega: „Drepið hann." Marianne flýtti sér að sveipa um sig slánni, og lyktin af henni var óvenju góð miðað við það, að hún var í eigu þessa strandþjófs. Hún ætlaði að hreyfa mótmælum, en Jean varð fyrri til. ,,Ef þetta er lokadómur þinn, því tókstu þá fram fyrir hendurnar á þessum morðingja rétt áðan?" sagði hann. , .Ósjalfráð viðbrögð. Kannski vegna hrópa stúlkunnar. Auk þess barðist þú drengilega. Mig langaði að vita hver þú værir.'' ,,Ég er svo sem ekkert sérstakt! Fransmaður, bretóni eins og þú sjálfur. Þess vegna skil ég ekki af hverju þú ætlar að drepa mig." Marianne fylgdist með þessum orðaskiptum og trúði vart sínum eigin eyrum. Allt, sem að höndum bar, virtist vera eins og út úr óhugn- anlegum draumi. Var þetta virki- lega hún, Marianne, sem sat hér á þessum kletti á eyðilegri bretónskri strönd sveipuð slá, er ræningi hafði lánað henni, en varðmenn hennar strandþjófar, á meðan maður með svarta grímu ræddi um líf eða dauða fanea. sem var nvsloppinn úr bresku fangelsi? Er hún var lítil. stúlka, hafði gamii Jenkins sagt henni ógrynni af ótrúlegustu sögum um xvintýramenn, sem ógæfan hafði clt á röndum. Hún hafði líka heyrt um alla þá hræðilegu hluti, sem höfðu gerst hér í Frakk- landi eftir að landsmenn höfðu gengið af göflunum og drekkt aðalsmönnunum í hverju blóðbað- inu á fætur öðru. En síðan hafði þessi metnaðarsjúki korsíkubúi hrifs- að til sín völdin og látið krýna sig til keisara. Allt þetta hafði henni verið sagt, og margt fleira hafði hún lcsið um, en hana hafði aldrei órað fyrir því, að slíkt og þvíum- líkt gæti hent hana. En þegar lífið birtist svona nakið og miskunnar- laust, hlýtur það að breyta manni. Smám saman fann Marianne, hvernig eðlislæg ráðvendni hennar hvarf, og veikleiki hennar og upp- gerðarlítillæti varð að engu. Á slikri stundu sem þessari virtust þessir eiginleikar fremur haldlitlir. En Jean og þessi grímuklæddi ókunni maður voru enn að ræðast við. ,,Engir eftirlifendur, engin vitni, það er fyrsta boðorðið í þessu starfi." PASSAP OUOMATIC Eina prjónavéliri/ sem hægt er aö tengja viö rafmagnsdrif ^^ Simi 26788 £ A 5.TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.