Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 29
Court? Þetta er gamalt hús, og í slikum húsum eru oftast leyniút- gangar og þess húttar, hvah sem þaö nú kallað. — En góbi minn, auðvitað höf- um við leyniherbergi. Dyrnar eru faldar i veggklæðningunni. Þetta var áður þvottahús. Við erum hætt að nota það núna. — Er það nærri ráösstofunni? — Rétt hjá henni. — Voilá! — En um það vita ekki aðrir en ég og konan min. — Hvað um Tredwell? — Hann getur hafa heyrt á það minnst. Og fröken Collins? — Ég hef aldrei minnst á það við hana. Poirot hugsaði sig um andar- tak. — Jæja, monsieur, ég get ekki gert meira, án þess að koma til Waverly Court. Myndi það henta yður, að ég kæmi i’ kvöld? — Fyrir alla muni Monsieur Poirot! Komið eins fljótt og þér getiö! hrópaði frú Waverly. — Veriðsvogóður að lesa þetta aftur. Hún rétti honum siðasta bréfið, sem þau höfðu fengið frá barna- ræningjanum. Það hafði komið i póstinum þá um morguninn. t bréfinu voru skýrar upplýsingar um, hvernig greiða ætti lausnar- gjaldiö, og þar voru enn fremur hótanir um, að ef greiðsla þess yrði ekki innt af hendi undireins, þyrftu þau ekki að gera séí vonir um að sjá drenginn á lffi oftar. Það var greinilegt, að peninga- ástin og móðurkærleikurinn höfðu háð harða baráttu i brjósti frú Wavérly, og nú var hið siðar- nefnda að ná yfirhendinni. Þegar þau fóru, bað Poirot frú Waverly að hinkra ögn við. Maður hennar var þegar kominn fram á ganginn. — Madame, verið hreinskilnar. Hafið þér jafnmikið dálæti á Tredwell og eiginmaöur yðar? — Ég hef ekkert upp á hann að klaga, Monsieur Poirot, og ég fæ ekki skilið, hvernig hann getur verið bendlaður við þetta. En — jæja — ég hef aldrei kunnað við hann — aldrei! — Bara eitt enn, madame! Hafið þér heimilisfang barn- fóstrunnar? — 149 Netherall Road, Hammersmith. Þér haldið þó ekki, að.... — Ég held aldrei neitt. Ég reyni bara að láta þessar litlu, gráu sellur vinna. Og stundum fæ ég hugmyndir... Poirot lokaöi dyrunum á eftir t>enni og kom til min. — Svo madame hefur aldrei kunnað við yfirþjóninn. Það var merkilegt, finnst þér ekki Hastings? En ég neitaði að tjá mig um þaö. Poirot hafði gabbað mig svo oft, aö ég var ætiö á varðbergi. Það er alltaf eitthvað sem ekki kemur heim og saman. Stuttu seinna ókum við til Net- herall Road. Við vorum svo iieppnir, að fröken Jessie Withers var heima. Hún var snotur og notaleg kona i kringum hálf- fertugt. Ég gat ekki imyndað mér, að hún ætti neitt saman við barnaræningja að sæida. Hún var svolilið bitur vegna þess, að henni hafði verið sagt upp svo skyndi- lega, en hún tók fram, að það væri hennar eigin sök. Hún var trú- lofuð málara, sem bjó i nágrenni Waverly Court, og hún hafði skotist út til þess aö hitta hann. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Ég skildi ekki al mennilega. Spurninjgar hans fannst mér vera út i hött. Iiann spurði barnfóstruna fyrrverandi aðallega um daglegar venjur á Waverly Court, hvenær barnið heföi borðað og þess háttar. Mér leiddist blátt áfram og ég varð þeirri stundu fegnastur, þegar Poirot kvaddi fröken Withers. — Barnsrán er ætið auðvelt við- fangs, mon ami, sagði hann i biln- um á leib til brautarstöðvarinnar. — Þessu barni hefði veriö auðvelt aö ræna á hverjum degi undan- farin þrjú ár. — Ég fæ ekki séð, að það hjáipi okkur neitt, sagði ég þurrlega. — Au contraire, það er mikil hjálp i þvi! Heyrðu Hastings, ef þú þarft endilega að ganga með bindisnælu, þá áttu að minnsta kosti að hafa hana smekklega. Waverly Court er fögur og gömul bygging og nýlega hefur verið gert við allt þar á smekk- legan hátt. Herra Waverly sýndi okkur ráðsstofuna, veröndina og alla aðra hluta byggingarinnar, sem gátu snert barnsrániö. Loks þrýsti hann á litinn hnapp á veggnum og sýndi okkur leyni- herbergið. — Hér sjáið þið það, sagði herra Waverly. — Hér er ekkert að sjá. Þetta litla herbergi var tómt og eyðilegt. Vaskur og skápur voru einu innréttingarnar i þvi. Á gólf- inu voru ekki einu sinni spor. Ég gekk til Poirots, sem stóð álútur yfir einhverju inni i horni. Hann leit upp: — Jæja, vinur minn. Hvað finnurðu út úr þessu? Þarna voru fjögur litil för. mjög nærri hvert öðru. — Hvað þá? sagði ég. Hund- ur! — Mjög litill hundur, Hastings. — Terrier! — Minni! — Nei. enn minni. Þennan hund myndi enginn hundavinaklúbbur i öllu Englandi kannast við. Ég horfði á hann. Andlit hans lýsti mikilli ánægju. Hlífíð pappírunum við óþarfahnjaski og yðUr við stöðugriieit ióreiðunni NotiS til þess plastáhöldin vinsælu frá Múla- lundi. Þau hjálpa yður til að halda pappirun- um á sínum stað. Við fylgjumst með þörfinni og framleiðum nú flestar gerðir af möppum og bréfabindum í mörgum stærðum og lit- um, til hvers konar nota, ennfremur hulstur og poka úr glæru plasti t.d. fyrir skírteini, reglugerðir, 1. dags umslög o.fl. Fyrir fundarhöld getið þér fengið skjala- m '• .pur með rennilás og einnig aðrar teg- unoir, ásamt barmmerki með nafni hvers þátttakanda. Fyrir bridgekeppnir framleiðum við Bridge- bakkann góða. Vörur okkar eru stllhreinar og vandaðar og við allra hæfi. MÚUALUNDUR— ARMÚLA 34 — REYKJAVlK -SlMAR 38400 OG 38401 Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, i verslunarerindum, i leit að hvild eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir f miðbæinn á 10 mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og iþróttahöllin i Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru í nágrenninu, og siðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju #HOTEL« Suðurlandsbraut 2, Sími 82200. 5. TBL. VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.