Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 19
að henni bar að vera þakklát fyrir, hve mjög hún lagði sig fram um að rjúfa múrinn, sem hún hafði byggt um sig. Það var bara stundum eins og Soffíu fyndist hún ekki vera sjálfstæð persóna, heldur bara ein- hver, sem hægt var að gera góðverk á til að friða samviskuna. an því, að aðrir gætu ekki verið eðlilegir, gat ekki sjálf verið eðlileg. Þó sér í lagi ekki við Orban. Hann hafði iðulega ávarpað hana að fyrrabragði, en það hafði alltaf þessi áhrif á hana. Hún vildi ekki vera þannig, en hún gat ekki að því gert. Hún var Smásaga eftir Ansi Jackson... VEISLAN Heimurinn hafði ekki leikið við Úlriku, og hún var bitur út í allt og alla. Því var það henni aðeins til ama, að Soffía skyldi bjóða henni til veislunnar, en... Flestir gestirnir áttu erfitt með að vera eðlilegir. Orban var þarna auðvitað. Hann var ekki svo upp- tekinn af tillitsseminni, að hann þættist ekki sjá hjólastólinn. Hann gerði sér Ijóst, að það var svolítið lygilegt, að fólk tæki ekki eftir því, þegar stórum hjólastól var ekið inn í stofu til þess. En hjálpsemi hans var aldrei upp- áþrengjandi. Hann hjálpaði, þegar þörf var á, en kom ekki fram við hana eins og eftirlegukind bara vegna þess að hún gat ekki gengið. Hann dansaði framhjá hjóla- stólnum með Maríu í fanginu. Maríu, þessa glöðu, fögru og vin- sælu stúlku, sem vissi ekki, hvað sorgir og áhyggjur voru. Hún dans- aði gegnum lífið, dáð og elskuð. Nú setti hún hnykk á höfuðið svo sítt, ljóst hár þyrlaðist til, og hún hló framan í Úrban og hann hló á móti. Að þetta skyldi vera svona sárs- aukafullt! Eftir dansinn kom Orban til 01- riku. Hann var brosmildur, and- stuttur og sveittur. — En gaman þú skyldir koma, sagði hann. —Má ég tylla mér hérna hjá þér? Hana langaði ekkert til að neita honum um það. Allt í kringum þau spjallaði veisluglatt fólk sam- an. Loftið var þykkt af sígarettu- reyk, og glymskrattinn glumdi í einu horninu, svo tók i eyrun. — Það er heimskulegt að hafa þetta svona hátt, kvartaði Orban. — Það heyrist ekki mannsins mál. En það gerði Úlriku ekki mikið til, þótt plötuspilarinn glymdi hátt. Þótt hún væri vön að vera skjót til svars, og ætti yfirleitt auðvelt með að halda uppi samræðum, fann hún nú ekkert til að segja. Hún, sem stöðugt kvartaði und- eins og dyntótt barn. Hún var eins og snúið roð í hund við hann, rétt eins og hún væri að kanna, hve mikið hann þyldi. Hún brást við á sama hátt og barn, sem ekki fær næga umhyggju. Hún gat aldrei vitað fyrir víst af hvaða hvötum hann gaf sig á tal við hana. Langaði hann að kynnast henni nánar, eða vorkenndi hann henni? Ef hún bara væri eins og María. Þá hefði þessi efi ekki kúgað hana svona. Samræðurnar gengu afar stirð- lega. Úrban hætti að láta eins og ekkert væri. Hann horfði lengi og alvarlega á hana, en hún leit undan. — Það er bara hluti lífsins að ganga, sagði hann. Olrika hló kaldranalega. — Mér finnst það vera mikill hluti, sagði hún. — Ef þú vissir, hvernig það er að geta ekki gengið og finnást maður ekki duga til neins. Þeir, sem frískir eru og heilbrigðir geta aldrei skilið þetta. — Það er enginn fullkominn, sagði Orban stillilega. — Allir hafa sína galla og sínar hömlur. Það sést bara ekki jafnvel á öllum. Hann stóð upp. — Þú veist ég bíð, sagði hann. Og svo sat hún aftur ein eftir. Lengst inni í sér fann hún þó til gleði og kærleika. Hjólastóllinn var eins og búr, sem líkami hennar komst ekki úr. Og biturleikinn hindraði ástúð hennar og umhyggju í að njóta sín. Orban dansaði aftur við Maríu. Olrika fann til afbrýðisemi í hjarta sínu. Hvers vegna ætti Marta að fá allt? Af hverju bara hún? Af hverju? Af hverju? Hún hallaði höfðinu aftur og eitt andartak blundaði hún. Hún var þreytt, og hana langaði að sofna frá þessu öllu. Hún hlaut að hafa sofnað allfast, því að allt í einu hrökk hún upp við tvær kvenradd- ir rétt hjá sér. Þær töluðu um Maríu. — Að hún skuli alltaf geta verið svona kát og glöð, sagði önnur. — Já, eins og hún hefur það, sagði hin. Úlrika lagði við hlustirnar. — Hvernig þá? spurði sú fyrri. — Veistu ekki, að móðir hennar er alvarlega veik? spurði hin. — Og, að María er eina barnið hennar, og þær eru tengdar mjög nánum böndum. Pabbi hennar er dáinn. — Veslings María, sagði sú fyrri. — En af hverju ætli hún giftist ekki? Eignist mann og börn? — Hún getur ekki eignast barn, sagði sú fyrri. — hún var skorin upp fyrir nokkrum árum og getur ekki eignast barn síðan. Hún tekur það víst mjög nærri sér... Báðum konunum var boðið upp t dans, en Olrika sat eftir. Hvað hafði Úrban sagt? Enginn er fullkominn. Allir eiga við eitthvað að stríða. Sumt sést — annað ekki. Sumir geta ekki gengið, aðrir geta ekki eignast barn, sumir missa ástvin sinn. Olrika gat ekki gengið. En hún gat eignast barn. Móðir hennar hafði spurt lækninn að þvt, þótt Úlrika teldi enga þörf á þvt. Þá hafði hún ekki hugsað um annað en sjálfa sig og fundist ltfi stnu vera lokið. En kannski var þvt alls ekki lokið... Úlriku fannst eins og hún hefði allt í einu vaknað af djúpum svefni. Hún hafði verið svo bitur, og fund- ist örlögin hafa leikið sig óendan- lega grátt. Hún hafði gleymt þvt, að allir eiga við eitthvað að stríða. Hún hafði gleymt því, að það var ekki á færi annarra en hennar sjálfrar að hafa eitthvað út úr Itf- inu, sem hún átti enn ólifað. Enginn annar gat lifað þvt fyrir hana. Hún hafði gleymt þvt, að maður verður líka að hjálpa sér sjálfur. Hún sá Úrban koma gangandi til stn. Hún brosti fallega og ástúð- lega til hans. Og hann brosti á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.