Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 41

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 41
augunum og reyndi að bægja frá sér hræðilegri ásjónu þess. Ef hún ætlaði sjálf að komast lífs af, mátti hún ekki láta manninn við hlið sér sjá hvcrsu innilega hún fyrirleit hann. Henni hafði nú loksins lærst sú grimmilega lexía, að ef hún ætlaði að spjara sig hér í þessu lífi, þá varð hún að vera reiðubúin að Ijúga og svíkja hvenær sem þess þyrfti með. Þetta var staðreynd, sem hún myndi aldrei gleyma. Að undanskildum unga manninum, sem nú var verið að dragnast með þarna á eftir henni, og ef til vill Svartbak, þessu ferlíki, sem hlaut að hafa drukknað, þá höfðu sam- skipti hennar við fólk úti í hinum stóra heimi ekki vakið hjá henni annað en viðbjóð og djúpstæða fyrirlitningu. I framtíðinni ætlaði hún sér að ná undirtökunum í viðureign sinni við mannkindina, að svo miklu leyti sem kraftar hcnnar og hæfileikar leyfðu. Það var nú kominn rigningar- suddi. Eldarnir voru slokknaðir, og morgunskíman varpaði birtu sinni á vota klettana, sem voru að nokkru þaktir þangi. Einhvers stað- ar ekki allfjarri gól hani, og undir fótum Marianne var nú ekki lcngur sandur, hcldur harður grassvörður. Þetta var þá Bretagne, hugsaði hún. 5. kafli Strandþjófurinn Morvan Sveitasetrið, sem var I eigu mannsins, sem kallaði sig Morvan stóð við endann á ósléttum vegi. Um þetta leyti árs var hann þakinn eðju, og beggja vegna voru hálf kyrkingsleg eskitré, og leiðin minnti á eins konar jarðgöng. Húsið var frá sextándu öld, og for- hliðin var heldur óásjáleg, en til hliðar voru smáturnar. I dalverpi skammt undan var litið þorp, sem samanstóð af fáeinum lágreist- um húsum úr gráu graníti og með þykkum stráþökum. Þetta var nálægt sjónum, og suður af sjávar- hömrunum myndaðist þröngt ár- mynni. Á lyngheiðinni fyrir ofan voru tveir stakir klettar. Þeir minntu á varðmenn, sem gættu þyrnirunnanna, er þar uxu. Uppi á háhæðinni var hálfhrunið stein- byrgi, sem var frá tímum sóldýrk- endanna. En blýgrá morgunskiman og regnsuddinn varð til þess, að Marianne sá aðeins litið eitt af þessu. Hún var svo gegnum köld og þreytt, að hún tók ekki eftir öðru cn rúminu, sem Morvan hafði dregið út úr einum veggnum. Gat- ið á veggnum hafði verið hulið haglega útflúruðu tréspcldi. Und- irdýnan var fyllt með þurrkuðu þangi, en teppið var úr grófri ull og sængurfötin úr óbleiktu lérefti. Sjálf var hún eins og sært dýr og því fegnust að mega fleygja sér út af, enda sofnaði hún nær samstundis. Er hún loksins vaknaði aftur af djúpum, draumlausum svefni, sá Marianne, að það var aftur komið myrkur. Kveikt hafði verið á kert- um, er stóðu í silfurstjökum, og eldtungur teygðu sig upp í sót- svartan reykháf. Fyrir framan fornfálegan arin var gömul kona í svörtum slopp og með hvíta húfu að leggja einhver föt frá sér á bekk, en út undan sér fylgdist hún með stórum katli, er hékk yfir eldinum. Andlit hennar var tog- inleitt, og hún var greinilega tannlaus. Dimmir skuggar flögr- uðu um digra bjálkana í loftinu, og það var eitthvað draugalegt við andrúmsloftið þarna inni. Kjálkar konunnar voru á sífelldri hreyfingu. Er Marianne settist upp, brak- aði í rúminu. Kerlingarhróið gaut á hana litlausum augum undan hnykluðum augabrúnunum. ,,Eruð þér þá loksins vöknuð?” sagði hún. ,,Hér eru föt handa yður og heitt vatn, svo að þér gctið þvegið yður. ’ ’ Þessi ákvcðni tónn í rödd gömlu konunnar stakk Marianne, enda var hún ekki vön slíku af sínu eigin þjónustufólki. ,,Ég er svöng,” sagði hún hvass- yrt. ,,Sæktu mér eitthvað að borða.” ,,Engan asa,” sagði gamla konan rólega. „Klæðið yður fyrst og farið svo á fund húsbónda míns. Efhann hefur hugsað sér að gefa yður eitt- hvað að borða, þá fáið þér það.” Hún hökti út úr herberginu og studdi sig við kræklóttan staf, en sinnti stúlkunni ekki frekar. Mari- anne skreiddist fram úr rúminu. Þar tók við skemill, og þaðan steig hún niður á hart moldargólfið. Inn á milli var einhver afgangur af lituðum tígulsteinum. Herbergið sjálft var sæmilega rúmgott og innan um köngulóarvefi í loftinu skein hér og þar I gyllingu. En þarna voru engin húsgögn, ef frá voru tekin hin furðulegu inn- byggðu rúm. Frumstæður útskurð- ur var á veggjunum, en hann var á vissan hátt til prýði. Á bekknum við arininn var auk fatnaðarins bali, einhver sápa og handklæði. Gamla konan hafði kveikt duglega upp í arninum, og Marianne naut þess að geta þvegið sér. Hún gaf sér góðan tíma til þess og endaði með því að þvo sandinn og saltið úr hárinu. Hún fleygði hverju fatinu á fætur öðru af óhreinu vatni út um lítinn glugga, án þess að hugsa frekar út í hvar það kynni að hafna. Framhald í næsta blaði. Já; lík-í og kfeíjji sem jaitffa níu líf óg^svoer óíílJle * *. 1 I »7^t s mw , Mr nf t j á 5.TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (29.01.1976)
https://timarit.is/issue/299192

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (29.01.1976)

Aðgerðir: