Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 48

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 48
 DREYMT í TVÍGANG. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fram úr draumi, sem mig hefur dreymt tvisvar í röð. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég vera ófrísk eftir strák, sem ég er búin að vera með á föstu nokkuð lengi. Þegar ég sagði honum, hvernig komið var, vildi hann ólmur trúlofast mér. Ég sagði, að það væri allt í lagi, en fyrst þyrftum við að segja foreldrum frá þessu, en í því vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. H K Ó Þessi draumur er eintóm óskhyggja. í BLEIKUM KJÓL í KIRKJU. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biója þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann var á þá leið, að mig dreymdi ég væri að ganga inri kirkjugólf. Ég var klædd síðum kjól, bleikum á litinn. Kirkjan var öll skreytt litlum bleikum blómum. Mömmu rriína dreymdi draum fyrir stuttu. Hana dreymdi mig í síðum, bleikum kjól með rósum, og fannst fienni ég vera orðin miklu stærri en ég er. Ég vona, að þú ráðir þessa drauma fyrir mig. Kær kveðja. Jóhanna. Þessi draumur er fyrir einhverjum veikindum, sennilega þrálátum sjúkdómi, en ekki mjög alvarlegum. GIFTING. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég væri að fara að gifta mig. Ég var í mjög fallegum hvítum kjól. Ég stóð utan við kirkju. Pabbi kom til mín og sagði við mig, að ég ætti að gifta mfg í þessari kirkju, annars væri það aldrei gert, heldur væri aðeins skírt þar. Ég beið þarna um stund, en svo komu til mín maður og kona, og með þeim var stelpa. Konan segir við mig, að blómvöndurinn sé í bílnum þeirra. Þá segist ég ekki vita, hvaða bíl þau eigi. Ég þekkti ekki þetta fólk. Eftir stutta stund kom konan aftur með þennan líka fallega blómvönd með löngum borða. Þvi næst var öllum boðið vín. Rétt á eftir komu tvær stelpur í brúðarskarti og tveir strákar með þeim. Þau komu dansandi og í miðjunni var strákurinn, sem ég á að giftast. Þegar hann kemur til mín, finnst mér hann alveg ofsalega Ijótur. Ég þekki hann ekki í raunveruleikanum. Þegar ég ætlaði svo að taka blómvöndinn upp, voru borðarnir krumpaðir og voru orðnir svartir og hvítir á litinn. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðnmguna. (Ég er hvorki gift né með strák.) G.M. Þessi draumur er fyrir léttúð og miklum skemmtunum. Þú skalt fara varlega í að skemmta þér á næstunni og gættu þín alveg sérstaklega á því að drekka ekki of mikið. TVEGGJA ÁRA DRAUMUR. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða draum, sem frænku mína dreymdi fyrir tveimur árum. Hún sendi drauminn til ráðningar þá en fékk ekki svar, en þar sem ég hugsa svo oft um þennan draum, mátti ég til að senda hann á ný í von um, að ráðning birtist í þetta skipti. Ég bið þig að sleppa öllum nöfnum úr draumnum og eins því, sem er innan sviga. Og þá er best að snúa sér að draumnum: ..., sonur minn og... og... voru í heimsókn hjá mér. Þau sátu í sófanum, en þar var bunki af bleyjubuxum, sem mér fannst ...hafa sniðið, en þurfti að láta sauma, og ég var að mælast til þess að ...sáumaði þetta. ...var klæddur stuttbuxum. Þær voru lillabláar með fjórum' gylltum tölum. Öllum fannst buxurnar reglulega fallegar, og mér líka, nema hvað mér fannst þær heldur stuttar upp. Allt í einu vorum við öll komin út á götu. ...við spurðum ...hvar hún væri, en hann svarar því til, að hann viti ekkert um það. Þá göngum við niðureftir og ...kemur á eftir okkur. Við sjáum Ijós í svefnherberginu, sem okkur fannst vera lampaljós. Þetta sögðum við... Þá fór hann inn í húsið... Ég vona, að þú ráðir þennan draum. Ennfremur langar mig að spyrja fyrir hverju það sé að dreyma mann með ákaflega svera handleggi og hendur. Draumurinn var eiginlega ekkert annað en þessi maður, sem kom og sýndi mér handleggi og hendur, sem mér fundust vera óskaplega sverar. Þessi maður er grannur í raunveruleikanum. Með kærri kveðju. *^.K. Eins og þú hefur rekið þig á, hefur draumráðninga- þátturinn ekki nærri nógu mikið rúm í Vikunni til þess unnt sé að svara öllum bréfum, sem berast. Sumir hafa bent á þá lausn að birta aðeins svör við draumunum, en þannig missti þátturinn allt gildi sitt, nema fyrir þá fáu, sem fengju drauma sína ráðna. Hinir hafa þó altént ánægjuna og vonandi nokkurn fróðleik af því að fylgjast með ráðningum draumanna, eins þótt þeir sendi aldrei drauma til ráðningar. Þar sem þið vinkona þín hafið beðið svona lengi eftir svari, ætlar draumráðandi að nota tækifærið og láta þess getið, að hann velur á engan hátt úr draumunum, svo það er nánast alger tilviljun, hvaða draumar éru birtir og hverjir ekki. Það er því ágætt fyrir þá, sem ekki fá drauma sína birta í fyrstu atrennu, að skrifa aftur og vita, hvort ekki tekst betur til næst. Það er um drauminn að segja K.K., að hann er ekki fyrir því, að þetta unga fólk taki saman aftur — að minnsta kosti ekki í bráð. Hitt er annað mál, að svo virðist sem góð vinátta takist með þeim á ný — hvort úr henni verður eitthvað meira með tímanum, þorir draumráðandi ekki að segja um. Maðurinn með sveru handleggina verður áreiðanlega heppinn í peningamálum á næstunni. 18 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.