Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 16
Viðtal við Snjólaugu Bragadóttur
frá Skáldalæk.
— Þú kennir þig við Skáldalæk, Snjólaug?
— Já, og þar er ég fædd, þó að því trúi v(st
fáir og haldi, að þaö sé einhver uppfinning
í auglýsingaskyni. En eigi að síður er það satt,
og á Skáldalæk bjó mitt fólk mann fram af
manni. Hins vegar er ég alin upp á Akureyri
að svo miklu leyti sem ég er alin upp. Ég hef
nefnilega alltaf iátið illa að stjórn og í uppvext-
inum gekk ég að mestu sjálfala. Á Akureyri
gekk ég í skóla og lauk gagnfræðaprófi,
en frekari skólagöngu hef ég ekki stundaö,
svo ég er ómenntuð úr skólum á nútíma
mælikvarða. Á hinn bóginn hef ég sjálfmennt-
að mig með því að lesa feiknin öll af alls konar
bókum og ritum. Ég neita því þó ekki, að mig
langaði til að halda áfram skólanámi, en
ýmsar ytri aöstæður komu f veg fyrir, að af
því gæti orðið.
...ásakaði sjálfa
mig fyrir að hafa
nú ekki látið verða
af því að skrifa
bók...
— Hvenær fórstu aö fást við skriftir?
— Ég skrifaði náttúrlega ritgerðir í skóla.
Mig minnir þær hafi bara þótt sæmilegar, en
þær voru eitt hiö versta, sem á mig var lagt
á þeim árum. Svo þegar ég var nítján
ára, var ég ákveðin í að skrifa skáldsögu.
Hún átti að vera um unga stúlku, sem stóð
ein uppi í lífinu og vantaði allt. Ég settist
niður við eldforna ritvél, sem ég haföi keypt
mér, þegar ég var að læra vélritun ( skóla, og
tók til við að skrifa um ungu stúlkuna. En
söguefnið þraut um leið og ég lauk við fyrstu
vélrituðu örkina. Þá gafst ég upp og var alveg
sannfærð um, að ég heföi aldrei þolinmæöi
til að skrifa heila bók. Næstu árin fékk ég
samt alltaf sting í hjartað, þegar jólabækurnar
fóru að koma út, og mér fannst það hlyti að
vera óskaplega gaman að eiga eina meðal
þeirra, og fyrir hver jólin af öðrum ásakaði
ég sjálfa mig fyrir að hafa nú ekki látið verða
af því aö skrifa bók. Eitt áriö vantaði mig auka-
vinnu, og þá fór ég á fund útgefanda míns,
sem ég var vel kunnug áöur, og spuröi
hann, hvort hann vantaði ekki þýðanda.
Hann sagðist hafa nóg af þeim og ekkert kæra
sig um einn í viðbót. „Skrifaðu heldurl"
bætti hann við. „Það vantar alltaf (slenskar
skáldsögur!" Ég fór náttúrlega öll hjá mér og
sagöist alls ekki geta skrifaö. Þá sagöi hann, aö
þaö væri bara af þv( ég þyrði ekki að reyna.
Við það hljóp í mig kergja, þv( að ég er óskap-
Fyrir rúmum fjórum árum kom út
skáldsagan Næturstaður. Höfundur-
inn var ung kona, Snjólaug Braga-
dóttir. Bókin vakti nokkra athygli, en
þó ekki nærri eins mikla og næsta bók
Snjólaugar: Ráðskona óskast í sveit,
má hafa með sér barn, sem kom út
árið eftir og varð mjög vinsæl. Síðan
hafa tvær bækur komið út eftir
Snjólaugu: Allir eru ógiftir í verinu árið
1974 og Holdið er torvelt að temja fyrir
síðustu jól. Holdið er torvelt að temja
kom út í fimm þúsund eintökum, sem
er óvenju mikið upplag hérlendis, en
það hrökk þó varla til. Svo vinsæll
höfundur er Snjólaug orðin. Vikan fór
nýlega á fund Snjólaugar í þeim
erindum að kynnast skáldkonunni
ofurlítið nánar.
lega þrjósk að eölisfari — ég fór að brjóta
heilann um söguefni og skrifaði s(ðan skáld-
söguna Næturstaöur, sem kom út árið 1972,
og var fyrsta bókin m(n.
— Hvernig viðtökurfékk hún?
— Ég fylgdist ekki sérlega vel með þv(,
vegna þess að ég var svo feimin, þegar að
þessu loksins kom, að ég vildi helst læöast
með veggjum, en útgefandinn var ánægöur og
hvatti mig til að halda áfram. Næsta ár kom
svo Ráöskona óskast ( sveit, má hafa með
sér barn. Hún varð að meginhluta til á siglingu
16 VIKAN 5. TBL.