Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.07.1976, Side 26

Vikan - 29.07.1976, Side 26
PLÁGAN. Áður en Fritz varð óður hafði England verið frítt við hundaæði frá því í fyrri heimsstyrjöld. Þá hafði dáti haft með sér sýktan hund frá Frakklandi og fyrr en varði höfðu þrjúhundruð og átján dýr sýkst og plágan grasseraði. Þá tók fjögur ár að ráða niður- lögum hundaæðisins. Frakkar og aðrir evrópubúar hafa ekki komist svo létt frá vand- anum. „Flundaæði er svo gott sem óviðráðanlegt í Frakklandi," viðurkenndi háttsettur ráðamaður þar nýverið. Samt hafa verið settar á stofn þrjátíu stöðvar, sem annast ónæmisaðgerðir, um allt landið og íbúar heilla þorpa hafa orðið að ganga undir fyrirbyggj- andi aðgerðir hafi æöisins orðið vart í nágrenninu. í Nancy nálægt landamærum Vesturþýskalands hefur verið komið á fót aðalmiðstöð barátt- unnar gegn hundaæði og þegar inn er komið dettur manni helst í hug að um herstöð sé að ræða og verið sé að berjast við mannlega óvini, en þar fer skipulagningin fram. Kort á veggjunum sýna hvar „óvinurinn" hefur gert vart við sig og töflur sýna tölu fallinna „óvina- hermanna" sem látið hafa lífið fyrir vopnum dauðasveitanna, eitri gasi og kúlnahríð. Síðast þegar hermdist höfðu rúmlega 130.000 „óvinir" fallið. í hverjum mánuði eru drepnir um þúsund refir og síðan hundaæðið barst til Frakk- lands árið 1968 hafa 8000 menn verið lagðir inn á sjúkrahús vegna gruns um að þeir hefðu hundaæði. Enn hefur enginn látið lífið af völdum þess. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR. Nú vinna breskir vísindamenn að því allt hvað af tekur að kynn- ast háttum óvinarins. Þeir beina athyglinni einkum að refum og lifnaðarháttum þeirra, hversu margir refir lifa á tilteknum svæð- um, hvernig þeirfjölga sér, félags- tengsl þeirra og aðra hegðun. Þar sem refir eru líklegastir dýra í Bretlandi til að breiða út sjúkdóminn vilja vísindamenn gjarnan finna aðferðir til að hindra ferðir þeirra um landið og hafa í því skyni verið að gera tilraunir með að úða ákveðnu efni um- hverfis viss svæði, sem á að hindra flakk þeirra líkt og ósýnileg girðing. „Tilgangurinn er ekki beinlínis sá að hindra sjúka refi ( að fara út af sýktum svæðum heldur frekar að hindra heilbrigöa refi í að kom- ast inn á svæðið og verja þá þannig sýkingu svo að þeir bætist ekki í hóp smitberanna," sagði sýklafræðingurinn dr. Georges Ware. „Efnið hefur reynst árang- ursríkt hingað til," sagði hann, en bætti síðan við: „En okkur miðar því miður hægt." Efnið er ennþá á tilraunastigi, og hópur- inn sem vinnur að tilraununum á ekki von á því að árangurinn fari að koma í Ijós fyrr en eftir a.m.k. tvö ár. Breskir vísindamenn reiða sig á að hundaæðið verði ekki plága í Bretlandi eins og það hefur verið á meginlandinu. „Vonandi verða tilfellin staðbundin og tiltölulega viðráðanleg þegar þar að kemur en ekki eins og farsótt," segir James Allcock hjá breska dýra- læknafélaginu. Hann líkir barátt- unni sem fyrirsjáanleg er við barátt- una gegn gin- og klaufaveikinni sem tröllreið ' Bretlandi árið 1967. „Við réðumst gegn gin- og klaufaveikinni hvar sem hún stakk sér niður og höfðum sigur," sagði hann, „og til allrar hamingju stóðumst við freistinguna að bólu- setja alla." STRÍÐSÁSTAND. „Þegar bólusett er er hugsan- legt að verið sé að fela smitber- ana. Ef dýr hafa ekki verið bólu- sett gegn hundaæði er miklu auð- veldara að sjá hvort þau hafa hundaæði eða ekki." Sjónarmið Allcocks er líka sjónarmið heil- brigðisyfirvalda. í Bretlandi er óleyfilegt að gera ónæmisaðgerðir á gæludýrum nema verið sé að fara með þau úr landi eða í sóttkví. Bresk dýr verða því varnarlaus þegar veikin berst til þeirra. Hægt er að gera dýr ónæm með nýju bóluefni, sem kallað er Rabiffa og var fundið upp í Frakklandi. Það er virkara og hefur ekki eins miklar kvalir í för með sér og gamla bóluefnið, en það tryggir ekki frekar en það gamla fullkomið ónæmi. Menn eru ólánssamari. Frakkar hafa líka fundið upp bóluefni fyrir menn, sem kallað er Human Diploid bóluefnið og koma mun í stað gamla bóluefnisins, sem var einstaklega kvalafullt í meðförum. Það er enn notað víöast hvar og í Bandaríkjunum fá meðferðina 30.000 sjúklingar árlega vegna gruns um hundaæði. Fjórtán mjög sársaukafullar sprautur ( magann eiga að koma í veg fyrir að sjúk- dómurinn nái að festa rætur. Hlið- arverkanir svo sem krampar, upp- köst og sótthiti halda sjúkling- unum í bólinu í mánuð í viðbót — og sumir eru alveg á mörkum þess að lifa meðferðina af. Human. Diploid bóluefnið er talsvert þægilegra. I stað gömlu hrottameðferðarinnar fá sjúkl- ingar nú aðeins fjórar sprautur á hálfum mánuði og síðan tvær á næstu 90 dögum. Líkt og Rabiffa er það kröftugra og árangursrík- ara og um leið ekki eins kvala- fullt. Eins og komið hefur fram er ólíklegt að hundaæðisplága skeili yfir á einni nóttu, svo að nægur tími ætti að vera fyrir okkur islend- inga að verða okkur úti um nægi- legt bóluefni ef hundaæðis verður vart hér, en viö verðum bara að bíða og vona að svo verði ekki þrátt fyrir allt. Við erum eins vel varin hér og hugsanlegt er norðvestan Atlantshafs, en þegar við erum komin til annarra evrópu- landa verndar það okkur ekki lengur. Á siðasta sumri fréttu breskir ferðamenn á leiðinni til Spánar af fjórum dauðsföllum í Malaga og urðu heldur en ekki óttaslegnir. Mjög dró úr feröum þangað fyrir bragðið. Þar segja þeir að sumarleyfisferð i Evrópu sé eins og að leika Irússneska rúllettu. HEILRÆÐI. Svo að íslenskir sólarlanda- farar verði vel búnir þess að mæta hundaæði á feröum sínum, gefum við þeim eftirfarandi heilræði? — Leikið ykkur hvorki viö né snertiö skepnur, sem haga sér á einhvern hátt undarlega. Best er að koma ekki nálægt neinum dýrum. — Ef ykkur grunar að þið eða einhver úr fjölskyldu ykkar hafi komist í snertingu við hundaæði farið strax til læknis. Klukkustund getur skipt sköpum. — Bíti dýr ykkur þá skuluð þið láta blæða svolítiö úr sárinu og þvoið það síðan strax með sápu og spritti. Farið síðan til læknis. — Allt fólk, sem starfs sins vegna þarf að koma nálægt dýrum í útlöndum, ætti að verða sér úti um ónæmisaögerð áður en farið erúrlandi. — Og síðast en ekki síst, takið a//s ekki gæludýr með ykkur utan og hafið ennþá siður gæludýr með ykkur heim. Það getur haft í för með sér að þið þurfið ekki aðeins að sjá af dýrunum heldur líka ástvinum ykkar. viKuseljabflinn? Þá auglýstu hann hér f smáauglýsingum Dag- blaðsins og fáðu öll nauðsynleg eyðublöð (þ.á.m. afsalseyðublað) óktypit l afgreiðslu Dag- blaðsins að Þverholti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við f rágang sölugagna'. Þverholti 2 sfmi 2 7022 | Smáauglýsingar mmrpnr m nrrur aUWhlNh Bílaviðskipti 26 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.