Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 2
Vikan 45. tbl. 38. árg. 4. nóv. 1976 Verð kr. 300 GREINAR:_________________ 2 Eftir tveggja ára hiónaband segir Jack Haley: Svona er að vera giftur Lizu Minelli. 34 Hjátrú, ástir og bellibrögð. VIÐTOL: 4 Enginn vandi að láta sér líða vel hér. Rœtt við Gunnar O. Sigurðsson stöðvarstjóra LL í Chicago. 14 Ég yrði aldrei ánægð án starfs utan heimilis. Viðtal við Sig- rúnu Stefánsdóttur frétta- mann. SÖGUR: 20 Snara fuglarans. Átjándi hluti framhaldssögu eftir Helen Mac Innes. 28 Paddington Green. Fjórði hluti framhaldssögu eftir Claire Reyner. 38 Sjóræningjafjársjóðurinn. Smásaga eftir Aksel Sande- mose. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðirit Vikunnar í umsjá Halldórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 11 I næstu Viku. 12 Póstur. 24 Tækni fyrir alla. 30 Stjömuspá. 36 Blái fuglinn. 39 Hadda fer í búðir. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í um- sjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT: 18 Handagangur i öskjunni. Stór- laxar í Iðnó. 27 Manstu hver það var? EFTIR TVEGGJA ÁRA HJÓNABAND SEGIR JACK HALEY: SVONfi ER fiÐVERfi QIFT Allar götur síðan þau giftu sig, Liza Minnelli og Jack Haley jr., hafa þau mátt hlusta á ótrúlegustu sögusagnir um sjálfa sig, orðróm um skilnað, ótryggð og óhamingju. En nú finnst hinum „óþekkta manni” Lizu að tími sé kominn til að segja meiningu sina. Jack sá Lizu í fyrsta skipti í veislu, sem haldin var George Ham- ilton til heiðurs. — Liza var aðeins fimmtán ára þá, segir Jack. — Við vorum saman í biðröðinni við kalda borðið og tókum tal saman. Mér fannst ansi ánægjulegt að hitta dót. ar Judy Garland, og í þá daga var Liza þekktust sem slík. Judy hafði ég þekkt síðan hún og faðir minn unnu saman að „Galdrakarlinum frá Oz”, en ég hafði aldrei hitt Lizu áður. Mér fannst hún afar ánægju- leg í viðkynningu, bráðþroska, glögg og áhugaverð. Allt í einu spurði George Ham- ilton Lizu, hvort hún gæti ekki hugsað sér að taka lagið fyrir okkur, og hún hafði engar vöflur á þvi, stóð á fætur og söng „Alex- ander’s Ragtime Band.” Ég man, að ég hugsaði með mér, að hún hefði mikla hæfileika. Það leið langur timi, þar til ég hitti hana aftur — minnsta kosti sjö-átta ár. Og þó, einstaka sinnum rakst ég á hana í samkvæmum. Og stöku sinnum heilsaði ég upp á hana að tjaldabaki eftir tónleika hjá henni. En á milli okkar var ekki náinn kunningsskapur á þeim ár- um. Það varð fyrst þegar við byrj- uðum á „That’s Entertainment”. Þar störfuðum við saman í fyrsta skipti. Og vináttan varð nánari eftir því sem við umgengumst meira. En alvarlegt? Ja... — Ég man, að ég hugsaði sem svo, æijá, hún fer nú út með einum i dag og öðrum á morgun.... En hún hugsaði það sama um mig. Að lokum urðu það við tvö. Við vorum góðir vinir, áður en ástin kom til sögunnar. Þegar hún læddist inn í Iif okkar, gengum við í það heilaga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.