Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 35
Að ve/ja sér hvo/p Þú ert kannski að hugsa um að fá þér hund. Það getur verið nokkuð erfitt að velja á milli nokkurra hvolpa. Þeir eru svo sætir svona litlir (en þeir verða flestir stórir). Mér var sagt, að gott væri að staldra við og skoða hvolpana alla í hóp. Athuga vel, hvernig þeir hegðuðu sér. Ekki velja þann, sem felur sig í skotum og ekki þann sem virðist frekastur, heldur þann, sem er vinalegastur og virðist ekki hræddur. Prófaður að klappa skyndiiega saman lófunum, þá sérðu, hvernig áhrif það hefur á hvolpana. Sumir verða hræddir og hlaupa í felur, aðrir láta það ekki á sig fá. Utan úr heimi italskt hljómplötufyrirtæki hefur sett á markaöinn nýja tegund af hljómplötum, nefnilega plötur til að koma húsmæðrunum í stuð. Plöturnar bera heiti eins og ,,Músík við hreingerninguna", ,,Músík í útborgunardegi eigin- mannsins" og „Músík við að strauja, sjóða, baka og skamma eiginmanninn." Ei/ífðarb/óm- vöndurinn Efniviðinn finnið þið á heilsu- bótargöngunni, við vegarbrún- ina, í hrauninu, holtinu o.s.frv. Skerið eða klippið alveg við rótina og takið allt grænt af, bæði blöðin og það græna af stönglinum. Hengið blómin upp í búntum, 10—12 blóm í sama búnti. Látið þau hanga á köldum stað með góðri loftræstingu t.d. í bílskúr eða bílskýli. Blómin verða fallegust, ef þau eru skorin meðan þau eru ekki alveg út- sprungin. Þau munu þá springa alveg út á meðan þau þorna og fá skærari lit en ef þau hefðu verið skorin full útsprungin. Svona búum við til vöndinn: 1 Til að búa til eilífðarblómvönd notum við fyrir utan sjálf blómin — „oasis" (fæst í blómaversl- unuml, vasa, gott að hafa hann mjórri að neðan, hníf og skæri. „Oasisinn" á að vera þurr og passa nokkurn veginn í stærð vasans. 2 Með hnífnum skerum við „oas- isinn" þannig, að hann passi í vasann. Hann á að standa um 1 sm upp úr sjálfum vasanum. Þessi 1 sm nýtist til að mynda láréttar línur í blómvöndinn. 3 Þegar búið er að koma „oasis" fyrir í vasanum, er kanturinn skorinn dálítið skáhallt. Það sem af skerst er látið í botn vasans. 4 Eitt það nauðsynlegasta til að ná góðum árangri er að þekja botninn með grænu lagi. Eilífð- arblómin eru jú þegar án alls græna litarins. Þá er að finna blöð og greinar t.d. af runnum, og þau verða að vera búin að hanga til þerris líka eins og hin blómin. Notið gjarnan mismun- andi tegundir smáar og stórar, sem þið getið byggt upp kring- um „oasisbotninn" Gætið þess að hafa sjálfan blómvöndinn ekki of háan, því þá gæti hann borið vasann ofurliði. 5 Nú getum við farið að setja sjálf blómin í. Góð regla er að nota frekar fáa liti, sem fara vel saman. Veljið blómin eftir lögun þeirra. Blóm með bogna stöngla notum við yst, svo blómin hangi dálítið yfir vasabrúnina. Hæstu og beinustu blómin eru notuð í miðjuna. 6 Hér er svo verið að leggja síðustu hönd á verkið. Athugið: ★ Það er ekki nærri eins auðvelt og það lítur út að búa til eilífðarblómvönd. Oft vilja blómin brotna, og verður því að fara varlega með þau. ★ Því einfaldara litaval, þeim mun fallegri verður árangur- inn. ★ Þegar ryk hefur fallið á blóm- vöndinn er best að blása það burtu. Há/fur bo/H af smjöri í mörgum matar- og kökuupp- skriftum er notaður „hálfur bolli af smjöri" — og þá er maður oft i vandræðum með að mæla rétt og gengur meira að segja illa, því smjörið klessist bara í bollann, og allt er kámugt — en hér er lausn á málinu: Helltu bollann hálfan af vatni og settu svo smjörið í þar til það nær brúninni á bollanum. Auðvelt, því smjörið flýtur á vatninu. Sama gildir auðvitað um smjörlíki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.