Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 6

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 6
okkur inn á milli trjánna og blóm- anna. — Hér er ekki erfitt að hafa fallegan garð, sagði Doddý, og nógu heitt til þess að rækta tómata og agúrkur til búbótar. Annars getur orðið ansi hvasst héma á sumrin, og í sumar kom hífandi rok á meðan við vorum heima á Islandi i fríi. Við komumst að raun um það, þegar við komum til baka og sáum, að eitt stærsta tréð í garðinum hafði fallið. Ekki löngu eftir að við fluttum hingað var tilkynnt um hvirfilvinda á þessu svæði, svo að við biðum öll niðri í kjallara þar til hættan var liðin hjá dauðskelkuð, auðvitað. En ekkert alvarlegt gerð- ist, sem betur fer, því að aðqins var um smárok að ræða. Hvirfil- vindar eru algengir á þessu svæði vegna þess að hér eru allsstaðar sléttur og engin fjöll til að draga úr veðravindum. Við fómm í tveggja vikna útilegu i sumar og heimsóttum m.a. íslend- ingabyggðir i Wisconsinfylki, þar sem enn em íslensk örnefni. Það var reglulega gaman, og okkur þótti margt nýstárlegt bera fyrir augun í ferðinni. — Er ekki dýrt að lifa hér? — Nokkuð dýrt, en vöruúrvalið og verðmismunur eftir gæði vör- unnar er það mikill, að hér er vel hægt að lifa mjög ódýrt. Miðað við dýrtíðina heima, er hægt að fá meira hér fyrir sömu laun. Hér er hægt að spara heilmikið með þvi að versla á útsölum og kaupa vömr á niðursettu verði. Hér em útsölur mjög algengar, og meira að segja brennivínið fer á útsölu. Mjólkin er það eina, sem er dýrara hér en heima, og kjöt er hér nokkuð dýrt. En bensinið er á gjafverði. — Talar fólk mikið um pólitík? Gunnar: — Nei, ég er hræddur um ekki. Fjöldamargir forðast það, en beina spjótum sínum aftur á móti að persónulegu líferni stjórn- málamannanna, en leggur ekki alltaf dóm á skoðanir þeirra. Þjóð- félagið gerir lítið sem ekkert til þess að ýta undir áhuga almennings á stjórnmálum, en það er vel séð um, að hann hafi um nóg annað að hugsa. Hér er ekkert vandamál að kaupa hús, því að lánafyrirgreiðslur em mjög góðar. En það er undir tekjum manna komið, hvernig hús hver og einn getur keypt. Maður, sem ekki hefur háar tekjur á ekki möguleika á að kaupa nema mjög ódýrt hús, lánastofnanir sjá um það. En bilar em bæði ódýrir og endingargóðir, og það er næstum því á hvers manns færi að eiga góðan bíl. — Það er enginn vandi að láta sér líða vel hér, því að hér fæst allt til alls, en hugsunarháttur og smekkur bandaríkjamannsins er ólíkur evrópubúans, og það tekur sinn tima að aðlagast aðstæðum hér eins og annars staðar. Þegar veðrið er gott heima er hvergi dásamlegra að vera. Það hefur verið þroskandi að búa hér, og við höfum mikið á því lært og munum læra i framtíðinni. Á.K. * GJAFRJORUR í ÚRMLI Mikið og vandað vöruúrval. Handskorinn, mótaður og litaður kristall. Glervörur — Onix vörur Keramik styttur og margt fleira. Ef þig vantar gjöf, líttu við í TÉKK-KRISTAL. Vörur fyrir alla. — Verð fyrir alla. lbl>K- KltlSTlII Laugaveg 15 sími 14320 6 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.