Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 27

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 27
fómarlamb sinnar eigin þreytu, verður hann ekki að neinu gagni fyrir sjúklingana. En ég get ekki sannfært hann, hann hefur alltaf verið þrjóskur.” Hún leit aftur upp til Abby. „Það gæti ef til vill orðið að liði, ef þú vildir tala við hann, hann hefur alltaf hlustað á þig Abby.” „Það er langt síðan” sagði Abby. „Áður — þú manst hvemig það var.” Hún brosti, hún mundi það vel. „Vissulega geri ég það. Þú spurðir svo heimskulegra spuminga um Gretna Green, — en ég vissi. Mér þykir leitt að þú skyldir missa manninn þinn svona fljótt. Það hefur verið mikil raun fyrir þig, ég efast ekki um það. ” „Já” sagði Abby, og fór ákveðin úr kápunni, „kannski ég gæti orðið til einhvers gagns. ’ ’ „Vertu ekki kjáni, Abby,” sagði ungfrú Ingoldsby snögglega og ýtti henni að dyrunum. „Þú værir verri en ekkert, því þú myndir ömgglega smitast af sýkinni sjálf og bæta því ofan á allt annað. Mér þykir vænt um að þú komst, kannski þú gætir fengið hann til að hvíla sig dálítið. Ég ætla að senda hann niður til þín en þegar þið hafið talað saman smástund, farðu þá í guðanna bænum.” Og Abby fór með ungfrú Ingolds- by til skrifstofunnar niðri. PMDINGTON EFTIR CLAIRE RAYNER 4. HLUTI Abel var í skyrtu, flibbinn óhnepptur, og krampað handklæði vafið um hálsinn. Ermámar vora brettar upp að olnboga, hárið var úfið og hann var órakaður. Hann leit svo hræðilega þreytulega út, með blóðhlaupin augu og innfallnar kinnar, að Abby gekk að honum hálfhikandi og sagði „Gott kvöld, pabbi.” Hann leit upp og sagði án þess að sýna minnstu undran, „Abby,” og strauk sér um ennið með handar- bakinu, þreytuleg augun hálflokuð. „Mér þykir leitt að hafa komið á svona óheppilegum tíma,” sagði hún. „Öheppilegum?” Hann hló skyndilega. „Ef það er óheppni að koma á stað, þar sem kólera geysar, þá hefur þú verið óheppin,” sagði hann. Rödd hans harðnaði. „Nítján hafa dáið síðustu tvo dagana.” „Kólera” át hún upp eftir honum og dró kápuna betur að sér. „Hafið þið ekki meiri hjálp en þetta?” spurði hún, og Abel hristi höfuðið. „Allar hjúkranarkonurnar — fjandinn hirði þær — forðuðu sér, hver ein og einasta. Nú era aðeins hr. Snow, ég og Nancy eftir. Martha og ungfrú Ingoldsby komu til að hjálpa. Ég sagði þeim að gera það ekki, en þær koinu samt — Rupert bróðir þinn er hér einhvers staðarlika.” „Martha?” Abby leit yfir her- bergið til að sjá litlu systurina, sem hún mundi,i þreyttu andlitinu, sem bograði yfir einu rúmanna. Hún sá hana ekki. Hún snéri sér aftur að Abel og opnaði munninn til að segja eitt- hvað, en hróp kom frá einu rúm- anna, og hann var farinn. Hún snéri sér við, og sá, að ungfrú Ingolds- by stóð fyrir aftan hana. „Jæja Abby”, sagði hún og leit brosandi upp til hennar. „Ég vildi óska að við hefðum hist undir ánægjulegri kringumstæðum”. „Það líta allir svo þreytulega út,” sagði Abby og ungfrú Ingolds- by sagði „Já, eftir því sem ég best veit hefur hr. Lackland ekki sofið í tvær nætur. Hann getur ekki haldið svona áfram mikið lengur.” Hún hristi höfuðið. „Það þýðir ekkert að segja honum það. Ef hann verður „Hann kemur” sagði hún örugg, „hvort sem honum líkar það betur eða verr, en mundu, að hann er mjögþreyttur.” Abby stóð í miðju litlu og ljótu herberginu og reyndi að hugsa. Að segja jafn örþreyttum manni og hann var það sem hún ætlaði nú að segja, var óhugsandi. Hún gat ekki gert það. Og þó, hvað hafði hún annað að segja eftir öll þessi ár? Hún lokaði augunum. „Jæja, Abby,” hvöss rödd hans hljómaði frá dyranum. Hún opnaði augun og sagði „Pabbi, þú ert — komdu og sestu niður strax. Þú ert eins og liðið lík — ” og hún gekk hratt yfir gólfið og leiddi hann að stól sem stóð við borðið. Þegar hann var kominn að stólnum lét hann sig fallast í hann. Hann leit upp til hennar, augun galopin og næstum svört. Hún lagðist á hnén við hliðina á honum, lagði hendur sinar á hans, og horfði fast á hann. Hann sagði næstum aumkunnar- lega: „Svo margir deyjandi, bömin mennimir...” Hann lokaði augun- um og hún varð skelfingu lostin er hún sá tár renna niður kinnar honum. Hennar sterki, dásamlegi og skynsami faðir að gráta? Þetta var meira en hún gat borið. Hún lagði hendur sínar á andlit hans og byrjaði að rauia. Alveg eins og hún hafði gert þegar James var að deyja og þegar Fredrick hafði verið svo veikur af kighóstanum. Þannig vora þau, að henni fannst, í mjög langan tíma. Hún fann að höfuð hans féll fram, og hún losaði hendur sinar og stóð upp. Hún gekk að dyranum og snéri sér við og horfði á hann. Þótt þau hefðu ekki minnst einu orði á for- tiðina og hún hefði ekki sagt honum það, sem hún hafði ætlað sér, var bilið brúað á milli þeirra. I leiguvagninum á leiðinni heim, hugsaði hún um fjölskyldutengslin, sem hún hafði farið á mis við öll þessi ár. Það var gott að vita að þau ár vora nú liðin. Hún myndi hitta systur sína, bræður og föður sinn héðan í frá. Og það mun kenna þér að lifa án Gideons, þessi hugsun kom upp í hugann og í myrkrinu í vagninum reyndi hún að forða hugsunum sínum frá Gideon og áhrifum hans á hana. Þegar vagninn loksins var kom- inn að litla húsinu hennar átti hún ekki í neinum vandræðum að beina hugsunum sínum frá honum, því næstum áður en hún hafði borgað vagninn kom Frederick hlaupandi niður stíginn, hrópandi: „ö, mamma, mamma, ég er svo glaður yfir að þú ert komin heim.” „Hvað hefur gerst?” Hún varð allt í einu hrædd og dró hann að sér til að horfa á hann, en hann vék frá henni óþclinmóður. „Það er ekki ég, mamma. Það er Phoebe — og pabbi hennar og bróðir. Þau era hér — pabbi Phoebe segir að það sé mjög áríðandi — ó, mamma komdu, flýttu þér, gerðu það!” Hún lét Ellie fá hattinn og kápuna og hraðaði sér á eftir Fred- rick inn í dagstofuna. Á litla sófanum lá Phoebe með annan handlegginn undir höfðinu. Á teppinu fyrir framan arininn lá Oliver. „Guði sé lof fyrir að þú ert komin” Jonah gekk hratt yfir herbergið frá glugganum þar sem hann hafði staðið, starandi út í myrkrið. Abby brá. Hann virtist hafa elst um mörg ár frá því hún sá hann siðast, aðeins fyrir nokkrum dögum. 45. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.