Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 04.11.1976, Blaðsíða 23
sagði hann við Irinu, ,,og sæki um leið eitthvað handa okkur að borða. Ég verð ekki nema tíu mínútur i burtu. Er þér nokkuð il)a við að bíða á meðan?” „Þóþað væru tuttugu mínútur,” sagði hún og hló. „Hafðu engar áhyggjur ástin min. Ég gæti ekki verið öruggari. Þetta er alveg yndislegur staður,” sagði hún, sparkaði af sér skónum og fleygði sér á rúmið. Hann hallaði sér yfir hana og kyssti hana. „Þó væri hann enn yndislegri, ef þú þyrftir ekki að hringja.” Hálftíma seinna fór hann að hringja. Það er slæmt að þurfa að lifa samkvæmt þessari skeiðklukku hugsaði hann, en hann var samt i góðu skapi. Frau Hartmann truflaði þau á engan hátt. Ef marka mátti glamrið i pottunum, var hún önnum kafin frammi í eldhúsi. Sama gilti um Franz, sem leit sem snöggvast upp frá vinnu sinni og spurði. „Er ekki allt í fína?” „Jú,” sagði David og hringdi á Hótel Bristol. Honum var strax gefið samband við Krieger. „Þvi ertu svona seinn?” sagði Krieger. „Og hvar ertu?” ,,Við erum i Merano. ” „Vonandi ekki á leið hingað.” „Nei. Við erum búin að útvega okkur herbergi.” „Hérna nálægt?” „Rétt fyrir utan gamla bæjar- hlutann.” „Á stóru hóteli eða gistihúsi?” „Nei, í litlu húsi á bak við bíla- geymslu.” „Jæja. Það er alla vegana frum- legt og vonandi öruggt líka. ” „Ég held það.” „Eini gallinn er sá, að Jo á kannski erfitt með að finna það. Ég vil ekki að þú nefnir nein götu- heiti.” „Þekkir hún þennan hluta bæjar- ins?” „Ég geri það.” „Noguvel?” ■ „Já. Og ef þú treys'tir ekki minni minu, þá er ég hér með götukort. Enþú?” „Já. Manstu eftir Gullna emin- um?” Það varð smá þögn. „Ég veit hvar hann er.” „Það hafa orðið eigendaskipti og þar er nú komið kaffihús. Bila- geymslan er þar við hliðina. Franz Hartmann heitir eigandinn. Hann mun vísa Jo leiðina að húsi móður hans. En hvers vegna viltu senda hana?” „Við tveir þurfum að hittast.” Nú varð aftur þögn, en því næst eitthvert óskiljanlegt muldur. Jo hlaut að vera þama hjá Krieger, hugsaði David, hann er sjálfsagt að segja henni undan og ofan af málinu. En hvers vegna skyldi liggja svona mikið á? „Ertu þama enn?” sagði Krieger og rödd hans varð nú greinileg. „Já,” sagði David og reyndi að virðast þolinmóður. „Þú ert aðeins fáeinar minútur að komast að bogagöngunum í garrfla bæjarhlutanum. Hittu mig í Rauða Ljóninu. Það er á vinstri hönd, ef gengið er upp götuna. Leggðu af stað undir eins." „Ég legg af stað um leið og Jo kemur hingað.” „Mér fannst þú segja að staður- inn væri öruggur,” sagði Krieger óþolinmóður. „Hann er það. En ég þarf að ná í eitthvað að borða handa okkur. Við höfum ekkert borðað síðan snemma í morgun.” „Jæja, en farðu varlega.” David fannst Krieger leggja óvenju mikla áherslu á orð sin. „Eru átök i uppsiglingu?” „Já, rustarnir þrír em mættir.” „Hérna?” „Já. Og því fyrr sem við hitt- umstþví betra.” „Segðu þá Jo að flýta sér.” „Og það sama gildir um þig,” sagði Krieger og lagði tólið á. „Jo kemur þá og þegar,” sagði David við Irinu er hann kom aftur í herbergið. „Þú ættir að klæða þig, ástin mín. Ég kom með svolítinn mat, sem ætti að halda okkur gang- andi.” Hann dró upp brauðhnúða og þunnt skornar skinkusneiðar og nokkrar ofvaxnar ferskjur og flösku af Chianti. „Svo sem ekkert sérstakt,” sagði hann og skar í sundur tvo brauðhnúða með vasa- hnifnum sinum, „en smánæring engu að siður.” Hann hellti víni i vatnsglas, smakkaði á því og sagði. „Við getum vist ekki verið að fárast út af vínárgöngum núna. Ég vona samt að þetta sé ekkert eitur. Ég tók það fyrsta nothæfa, sem ég sá á kaffihúsinu.” Hann er að breiða yfir eitthvað með þessu létta hjali sínu, hugsaði Irina. Hann er áhyggjufullur, en vill ekki láta mig finna það. „Hvernig var hljóðið í Krieger?” Hún klæddi sig í kjólinn og greiddi sér. „Ég verð að fara og hitta hann strax og Jo kemur.” „Nújá.” Hún tók samlokuna sína, sem lá á náttborðinu. „Þetta lítur ágætlega út. Auk þess er ég banhungruð.” Svo bætti hún við. „David, hvað um minnisbækumar? Ætlarðu að segja Krieger frá þeim?” „Því ekki það?” Hún fékk sér bita af saklokunni og brosti að sjálfri sér um leið. Er hún var búin að kyngja sagði hún. „En ef hann vill fá þær? Ætlarðu þá að láta það eftir honum?” „Nei.” „Viltu ekki geyma þær fyrir mig?” „Nei, það er öruggara að þú geymir þær, en þó ekki i handtösk- unni.” Framhald í næsta blaði. ★ ® Concorde krefst fyitsta öryggis og notar þvi hfólbarda Kléber Vetrarhjólbaröar nýkomnir STÆRÐIR: 145 X 10 133 X 13 145 X 13 145 X 14 175 X 14 185 X 14 135 X 15 165 X 15 HAFRAFELL HF. CRETTISGÖTU 21 SlMI 23511. 45. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.